Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 85
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 85
aNNi G. HaUGeN
FéLaGSvíSiNdaSviði HáSkóLa íSLaNdS
Uppeldi og menntun
24. árgangur 1. hefti 2015
Ofbeldi á heimili: Með augum barna
Guðrún Kristinsdóttir (ritstjóri). (2014). Ofbeldi á heimili: Með augum barna.
Reykjavík: Háskólaútgáfan. 324 bls.
Í lok síðasta árs kom út bókin Ofbeldi á heimili: Með augum barna. Eins og nafnið bendir
til er hér á ferðinni bók um heimilisofbeldi en það málefni hefur verið talsvert til um-
ræðu síðastliðin ár þar sem sjónum hefur verið beint að kynbundnu ofbeldi. Það sem
hins vegar er nýtt í þessari bók, og um leið einn helsti styrkur hennar, er að hér er horft
á ofbeldi frá sjónarhorni barna, þ.e. hvernig börn upplifa ofbeldi á heimili.
Bókin er afrakstur rannsóknar dr. Guðrúnar Kristinsdóttur, prófessors við Há-
skóla Íslands, og samstarfskvenna hennar, þeirra Ingibjargar Harðardóttur, Margrétar
Ólafsdóttur, Margrétar Sveinsdóttur, Nönnu Þóru Andrésdóttur og Steinunnar Gests-
dóttur.
Um bókina
Við öflun gagna í rannsóknina var víða leitað fanga og ólíkum aðferðum beitt. Í fyrsta
lagi var lögð spurningakönnun fyrir 1125 grunnskólabörn. Í öðru lagi var rætt við
14 börn á aldrinum 9–19 ára sem höfðu búið við ofbeldi á heimili og sjö mæður sem
búið höfðu við slíkar aðstæður. Á þeim tíma sem viðtölin voru tekin ríkti ekki ofbeldi
á heimilinu. Loks var rýnt í þrjú dagblöð og eitt tímarit með það í huga að greina
hvernig þar væri fjallað um ofbeldi á heimilum. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar
er sóttur í bernskufræði og allítarleg umfjöllun er í bókinni um þau fræði. Rannsóknin
markar að mörgu leyti tímamót, annars vegar vegna þess að hér er um að ræða efni
sem til skamms tíma var lítt rannsakað hér á landi, en fyrst og fremst vegna þess að
hér er sjónum beint að börnunum og raddir þeirra fá að heyrast. Fyrirmynd rann-
sóknarinnar var sótt til Audrey Mullender og félaga hennar sem stóðu að svipaðri
rannsókn árið 2002 í Bretlandi, og eru svör íslensku barnanna stundum borin saman
við svör þeirra ensku.
Bókinni er skipt í sex kafla þar sem byrjað er á því að fjalla um ofbeldi á heim-
ilum út frá stöðu barna og um börn sem þátttakendur í rannsóknum, og vísað er í
fjölmargar rannsóknir sem varða ofbeldi á heimilum, bæði innlendar og erlendar.