Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 10

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201510 AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds um grunnskóla var samþykkt árið 1974 (Lög um grunnskóla nr. 63/1974). Með þess- um lögum var menntun barna- og unglingaskólakennara færð upp á háskólastig. Það liggur þó ljóst fyrir að af hálfu stjórnvalda var stefnt að því að lagabreytingar á hinu almenna fræðslukerfi og almennri kennaramenntun héldust í hendur (Birgir Thorlacius, 1971). En þessi tvö lagafrumvörp, sem lögð höfðu verið fram samtímis (í janúar 1971), urðu viðskila í meðferð Alþingis. Samþykkt laga um Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) átti sér stað aðeins átta árum eftir að ný lög höfðu verið sett um Kennaraskóla Íslands (KÍ) (Lög um Kennaraskóla Íslands nr. 23/1963); samtímis hafði aðsetur skólans flust úr gamla húsinu við Laufás- veg (núverandi Kennarahúsi) í nýju bygginguna við Stakkahlíð sem þá var reyndar enn í smíðum. Löggjöfin 1971 markaði stórt skref í starfsmenntun kennara á Íslandi með því að almenn kennararéttindi voru nú bundin B.Ed.-gráðu eftir þriggja ára nám á háskólastigi. Þar með urðu Íslendingar fyrstir Norðurlandaþjóða til að koma menntun skyldunámskennara fyrir á háskólastigi (Gyða Jóhannsdóttir, 2001, 2008). Í lagasetningunni 1971 fólst viðurkenning af hálfu löggjafans á því að til kennslu barna og unglinga þyrfti nú orðið annað og meira en almenna framhaldsmenntun og hagnýta starfsþjálfun, þ.e. menntun kennaraefna yrði ekki fullnægt með því að miðla þeim ákveðnum forða þekkingar og þjálfa þau í tækni slíkrar miðlunar heldur þyrftu þar að auki að koma til skjalanna fræðileg vinnubrögð, gagnrýnin vitund og opin þekkingarleit. Starf kennara skyldi samkvæmt þessu skoðast sem fyllilega ábyrgt starfshlutverk sem gerði þá færa um að bregðast við nýjum og síbreytilegum uppeldis- aðstæðum borgarsamfélagsins (Gyða Jóhannsdóttir, 2001, bls. 55–61; Wolfgang Edel- stein, 1988, bls. 43–79). Ýmis ytri og innri skilyrði, sem settu mark sitt á starfsemi KHÍ fyrstu árin, stuðluðu þó fremur að fastheldni við hefðir í íslenskri kennaramenntun (Guðrún Kristinsdóttir og Allyson Macdonald, 2003; Gyða Jóhannsdóttir, 2001, bls. 94–97) en viðleitni til þess að feta nýjar brautir í námsskipan og starfsháttum yfirleitt. Greining á þessum skil- yrðum er líkleg til að veita innsýn í þau átök sem áttu sér stað í skólasamfélagi KHÍ á tímabilinu 1975–1978 og leiddu til róttækra nýmæla í námsskipulagi, -inntaki og -háttum í KHÍ sem kennd voru við þemanám (Ingvar Sigurgeirsson, 2013, bls. 199–200; Lilja M. Jónsdóttir, 1996, bls. 9–11; Loftur Guttormsson, 1978). Þessi nýbreytni var af- sprengi einhverra hvössustu átaka sem orðið hafa í íslenskum háskóla. Nemendur sjálfir áttu eindregið frumkvæði að nýbreytnistarfinu og mikinn hlut að því í heild; því má ótvírætt rekja þemanámið, sem stofnað var til haustið 1978, beint til andófs þeirra og baráttu skólaárin þar á undan. Meginmarkmið með hinni nýju þemaskipan, sem mótaði skýrast 1. missseri náms- ins, var að laga kennaranámið sem rækilegast að þörfum og reynsluheimi verðandi grunnskólakennara og gera nemendur sjálfstæða og virka í öllum námsathöfnum, allt frá vali viðfangsefna til mats á niðurstöðum. Hvað varðar efnisinntak 1. náms- misseris sérstaklega voru félagsfræði og félagssaga menntunar hugsuð sem helstu uppistöðuþættir þemans, í anda þeirra hugmyndastrauma sem fylgdu 1968-hreyf- ing-unni (Brown, 1973; Eggleston, 1974). Í þessu skyni var stundatöflu hverrar náms- viku gerbreytt frá fyrra horfi þar sem kennslustundir hverrar viku höfðu skipst milli tíu námsgreina (sjá bls. 14). Þrjár af hverjum fjórum vikulegum kennslustundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (01.06.2015)
https://timarit.is/issue/381910

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (01.06.2015)

Aðgerðir: