Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 12

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201512 AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds tímaröð samkvæmt hefðbundinni sagnfræðilegri aðferð. Áhersla er lögð á að draga fram hvernig málsaðilar – skólastjórn, kennarar og nemendasamfélagið – brugðust við óvæntum uppákomum og leituðu lausna á deiluefnum og árekstrum, ekki síst eftir leiðum sem formlegar leikreglur gerðu ekki ráð fyrir. Þessi sögulega frásögn kann m.a. að verða þeim umhugsunarefni sem vinna nú, um fjörutíu árum síðar, að framkvæmd nýlega settra laga um kennaramenntun á Íslandi. Velta má fyrir sér t.d. hvað veldur því að nemendur í kennaradeild Menntavísindasviðs eru nú, að því er virðist, heldur afskiptalitlir um námsskipulag miðað við það sem gerðist þegar KHÍ var að slíta barnsskónum. Hvað veldur: allt annar tíðarandi, ger- breytt náms- og kennsluskipan eða er nú ólíkt betur en þá séð fyrir aðild kennaranema að ákvörðunum sem varða skipan og framkvæmd náms og kennslu? starfssKilyrÐi fyrstU árin Fyrstu árin eftir gildistöku laga um KHÍ bar stofnunin fremur svipmót hins gamla kennaraskóla en nýrrar skólastofnunar á háskólastigi. Fyrsta starfsárið (1971–1972) hafði hún á að skipa sex lektorum, auk Brodda Jóhannessonar sem var kjörinn rektor, og á hinu næsta bættust við þrír lektorar, ásamt einum prófessor í uppeldissálfræði (ÞÍ. Fundur skólaráðs 24. janúar 1973, bls. 13; sjá enn fremur Gyðu Jóhannsdóttur, 2006); að undanteknum prófessornum, Þuríði J. Kristjánsdóttur, komu allir þessir kennarar úr röðum þeirra sem höfðu áður verið fastráðnir við Kennaraskóla Íslands. Lektorarnir fullnægðu hluta kennsluskyldu sinnar við námsbrautir gamla skólans fram til skóla- ársins 1973–1974 (sjá töflu bls. 13). Meðal fyrstu verkefna þeirra, auk kennslunnar, var að semja námskrár fyrir einstakar kennslugreinar (ÞÍ. Deildarkennarafundur 23. febrúar 1973, bls. 129) og útfæra þar með skipulag og starfshætti í samræmi við hina breyttu lagalegu stöðu kennaramenntunarinnar. Árangur þessa skipulags- og mótunar- starfs birtist í reglugerð 1974 (Reglugerð fyrir Kennaraháskóla Íslands nr. 175/1974; ÞÍ. Deildarkennarafundur 12. janúar 1972, bls. 117) – um svipað leyti og fyrstu skráðu nemendur í KHÍ luku B.Ed.-prófi – og leysti af hólmi bráðabirgðareglugerð frá 1971 (Reglugerð fyrir Kennaraháskóla Íslands námsárið 1971–72 nr. 207/1971). Að þessu leyti voru þrjú fyrstu árin tími uppbyggingar- og skipulagsstarfs. Við þessar aðstæður sat rannsóknarþátturinn í starfi kennaranna allmjög á hakanum (Gyða Jóhannsdóttir 2006); raunar var nokkuð óljóst, samkvæmt 42. gr. reglugerðarinnar frá 1974, hvert vera skyldi vægi þessa þáttar í starfi lektora. Taflan, sem sýnir skiptingu nemenda í KHÍ fyrstu starfsár skólans, ber með sér að menntun stúdenta til B.Ed.-prófs var fremur aukageta en höfuðverkefni stofnunarinn- ar. Stúdentar í B.Ed.-námi voru aðeins lítið brot af heildarfjölda nemenda í skólanum. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna (Lög um Kennaraháskóla Íslands nr. 38/1971, 24. gr., 1–3 tl.) áttu nemendur, sem skráðir voru í Kennaraskóla Íslands 1969 eða fyrr, svo og stúdentar skráðir í skólann fyrir gildistöku laganna, rétt á að ljúka námi sam- kvæmt lögum um KÍ frá 1963. Þá var skólanum einnig skylt að starfrækja mennta- deild (þar sem útskrifaðir kennarar gátu lokið stúdentsprófi eftir eins árs nám) og framhaldsdeild fyrir starfandi kennara samkvæmt þessum sömu lögum. Skólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (01.06.2015)
https://timarit.is/issue/381910

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (01.06.2015)

Aðgerðir: