Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 18

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 18
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201518 AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds Sú jákvæða reynsla sem fékkst að ýmsu leyti af starfi samráðsnefndanna mun hafa haft visst yfirfærslugildi, þ. e. gert kennara viljugri til að hafa samráð við nemendur um markmið, efnisval og vinnubrögð í einstökum greinum svo sem reglugerð (19. gr.) gerði ráð fyrir. Frá þessu voru þó undantekningar sem ollu langvarandi ýfingum milli hlutaðeigandi kennara og nemenda (Haukur Viggósson og Gísli Ásgeirsson, 1977; Helgi Árnason, 1977; ÞÍ. Skólaráðsfundur 17. maí 1978, bls. 188). Í þeim umræðum og samstarfi sem tókst með nemendum og kennurum varð ljóst að andóf hinna fyrrnefndu gegn tímasóknarkvöð var birtingarmynd almennari óánægju með kennsluhætti í skólanum. Ætla má, þegar til lengri tíma er litið, að þýðingarmesti ávinningur „júnídaganna“ 1975 hafi verið að hinir beinu aðilar skólasamfélagsins, nemendur og kennarar, mættust á sameiginlegum vettvangi til að tjá viðhorf sín og óánægju (eftir atvikum), kryfja vandamál náms og kennslu í skólanum – sem eru alla jafnan samskiptavandamál öðrum þræði – og leita sameiginlega úrbóta. Á þennan hátt var lagður grunnur að vissu trúnaðartrausti sem hékk þó á köflum á veikum þræði. Á næstu misserum var haldið áfram formlegu samstarfi nemenda og kennara að ýmsum verkefnum. Eitt þessara verkefna var að leysa úr hnút „mætingamálsins“ sem skólaráð hafði fengið nefnd kennara og nemenda til meðferðar. Nefndin efndi til skoðanakönnunar um það og að tillögu hennar samþykkti skólaráð að tilraun yrði gerð með að fella niður tímasóknarskyldu á vorönn skólaársins 1975–76 (ÞÍ. Skólaráðs- fundur 1. október 1975, bls. 126). Fékkst heimild menntamálaráðuneytisins til þessa í námsgreinum og -þáttum sem ljúka átti með prófi (ÞÍ. Skólaráðsfundur 4. febrúar 1976, bls. 137). Annað samstarfsverkefni var að halda ráðstefnu (haustið 1976) með nýlega brautskráðum kennaranemum frá KHÍ í því skyni að kanna hvernig námið hefði nýst þeim í starfi sem og að vinna að því að fá bætta starfsaðstöðu við KHÍ (ÞÍ. Skólaráðsfundur 3. mars 1976, bls. 139, og 20. október 1976, bls. 154). Að frumkvæði Kennarafélags KHÍ var einum kennsludegi í nóvember 1976 varið til að ræða um kjör og starfsskilyrði kennara og annarra opinberra starfsmanna. Var nemendum boðin þátttaka í þessum umræðum enda höfðu þeir áður stofnað til fundar með fulltrúum kennarasamtaka um málefni stéttarinnar (Málfundur um kennarafélögin og kjaramál kennara, 1977). Af þessari samvinnu kennara og nemenda við KHÍ spruttu sameigin- legar álitsgerðir sem sendar voru stjórnvöldum og kennarasamtökum í janúar 1977, m.a. „Staða og hlutverk kennara í grunnskóla“ og „Starfsaðstaða við Kennaraháskóla Íslands“ (Álitsgerð I, 1977; Álitsgerð II, 1977). Hvöt að þessum aðgerðum var m.a. tortryggni kennarasamtaka í garð KHÍ sem nú var farinn að útskrifa kennaraefni með B.Ed.-gráðu en þeim var raðað í hærri launaflokk en kennurum með próf frá KÍ (Gyða Jóhannsdóttir, 2001, bls. 166–167; Ólafur J. Proppé, Sigurjón Mýrdal og Bjarni Daníels- son, 1993, bls. 139). Til að fylgja eftir kröfu um launajöfnuð allra grunnskólakennara neituðu hinir síðarnefndu öðru hverju á tímabilinu 1976–1978 að taka við kennara- nemum í æfingakennslu (Elín Stephensen, 1978).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (01.06.2015)
https://timarit.is/issue/381910

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (01.06.2015)

Aðgerðir: