Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 55
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 55
ólínA FreysTeinsdóTTir, hAlldór s. gUðmUndssOn Og K JArTAn ólAFssOn
Til að draga úr neikvæðum afleiðingum internetnotkunar hefur einkum verið horft
á tvo þætti; annars vegar samskipti í fjölskyldu og hins vegar uppeldisaðferðir for-
eldra. Margar rannsóknir benda til þess að umhyggja í uppeldi (e. parental warmth)
hafi jákvæð áhrif sem forvörn gegn ýmiss konar vanda unglinga (Pasalich, Dadds,
Hawes og Brennan, 2011). Einnig hefur verið sýnt fram á tengsl jákvæðra samskipta
foreldra og unglinga og minni hættu á netávana (Holtz og Appel, 2011; Livingstone
og Smith, 2014; Staksrud og Livingstone, 2009). Þá hafa rannsakendur í auknum
mæli beint sjónum sínum að tengslum og starfshæfni fjölskyldna út frá netnotkun.
Niðurstöður þeirra gefa vísbendingu um að leiðandi uppeldishættir, sem einkennast
af hlýju, stuðningi og því að setja börnum mörk, séu tengdir minni áhættuhegðun á
netinu (Kalmus, Blinka og Kjartan Ólafsson, 2015; Mascheroni, Murru, Aristodemou
og Laouris, 2013). Niðurstöður rannsókna (Charlie o.fl., 2011) styðja þetta og virðast
unglingar sem eiga við netávana að stríða vera í verra sambandi við foreldra sína en
aðrir unglingar.
Fjölskyldur og netnotkun unglinga
Umhverfi fjölskyldna hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Ábyrgð foreldra snýst
ekki lengur aðallega um efnahagslega afkomu, heldur er líka gerð krafa til þeirra um
að uppfylla tilfinningalegar þarfir barna sinna (Beck-Gernsheim, 2002). Samfélagsrýn-
ar hafa í auknum mæli fjallað um uppeldisskilyrði barna og það hvernig velferð þeirra
er sinnt (Sigrún Júlíusdóttir, 2010). Má í því samhengi benda á orð Vígdísar Finnboga-
dóttur, fyrrverandi forseta Íslands, þegar hún hvetur til þess, í formála bókarinnar
Velferð barna: Gildismat og ábyrgð samfélags, að Íslendingar hugi að velferð barna:
Nú er einmitt lag að huga að uppeldismálum sem varða umfram allt æsku landsins
en snerta einnig þá sem vel eru vaxnir úr grasi. Við þurfum að lækka verðgildi verald-
legs munaðar en styrkja það sem mölur og ryð fá ekki grandað, þá samkennd, siðvit-
und og sjálfsvirðingu sem er grundvöllur þess að virða aðra. (Vigdís Finnbogadóttir,
2010, bls.12–13)
Hlutverk foreldra hefur þannig breyst. Áður fólst það í því að koma börnum á legg en
nú snýst það frekar um leiðsögn um val og mörk, og bent hefur verið á að áður hafi
ábyrgð foreldra verið byggð á umhyggju, afskiptum og taumhaldi en að í samtímanum
ættu bjargráð fjölskyldunnar að byggjast á samveru og samræðu (Sigrún Júlíusdóttir,
2001). Um leið og auknar kröfur eru gerðar til foreldra hvað varðar uppeldi, kennslu og
markasetningu (þegar foreldrar setja börnum sínum reglur eða takmarkanir) eru þeir
meira fjarverandi frá heimilinu en áður vegna atvinnu (McGoldrick, Carter og Garcia-
Preto, 2012). Þann vanda rekur bandaríski félagsfræðingurinn Hochschild, í bókum
sínum The Time bind og The Second Shift (Hochschild, 1997; Hochschild og Machung,
2003), til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði samhliða lítilli þátttöku karla í
því sem lýtur að heimilinu og til þess að skyldur heimilisins bíða fólks eftir langan
vinnudag.
Í rannsókn þar sem foreldrahlutverk voru skoðuð sérstaklega kom fram að einstak-
lingar sem teljast vera haldnir leikjafíkn (e. pathological gaming) telja fjölskylduna