Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201562 „bArA Fimm mínúTUr í viðbóT“ setja sér mörk, „bara einn leik enn“ eða „bara fimm mínútur í viðbót“, sem þau stóðu svo ekki við. Tómas lýsir tilraunum sínum þegar mamma hans er búin að setja honum fyrir heimavinnu í tölvunni: Hún segir mér kannski að gera heimadæmi eða eitthvað svoleiðis í tölvunni og fer svo. Ég kannski segi svo bara við mig, ætla aðeins að skreppa í Mind Craft og finn svo bara einhvern góðan surver og leik mér og svo líður kannski hálftími og þá fer ég að hugsa um mömmu. Ahh það er kominn hálftími, ég þarf að fara að læra og þá er alltaf bara fimm mínútur lengur. Tryggvi sagði einnig frá því hvernig hann reyndi að setja sér mörk: „… stundum bara missi ég mig alveg og vill ekkert hætta fyrr en bara seint á kvöldin og vaki stundum til klukkan þrjú eða eitthvað svoleiðis … ég hef eiginlega engin svona takmörk eða eitthvað svoleiðis …“ Hann segist oft segja við sjálfan sig „æ bara 5 mínútur í viðbót“. Af ummælum hér að framan má sjá að foreldrar og unglingar telja að setja þurfi skorður við netnotkun unglinganna, þó flest þeirra séu ekki sátt við þær. Einnig gera þau tilraunir til að setja sjálfum sér mörk þó oft sé það með litlum árangri. Samskipti unglinga og foreldra tengd netnotkun Fimm þátttakendur lýstu ítarlega samskiptum sínum við foreldra, annars vegar þau sem áttu í skoðanaskiptum við foreldra sína og hins vegar þrír sem lýstu samskiptum sem mætti lýsa sem „erfiðum“. Flestir viðmælendanna tjáðu sig þó lítið um samskipti við foreldra nema þeir væru spurðir um þau, þó almennt töluðu þeir mikið um sam- skipti og hversu miklu máli þau skiptu í netnotkuninni. Tómas sagði að foreldrar hans hefðu byrjað á að setja upp netvara en hann hefði mótmælt og því hefði hann verið tekinn niður. Hann sagði að stundum gengi mamma hans of langt í að setja reglur. Hann sagði frá samskiptum við móður sína varðandi heimalærdóm og umbun þegar allt gengi vel og þá settist mamma hans jafnvel niður við sauma og leyfði honum að vera í tölvunni. Tómas tók dæmi um fjölskyldusam- veru og að þá væri lítið mál að hætta í tölvunni: …byrja bara á því að fara í tölvuna klukkan sex, fer aðeins í Mind Craft og svo er matur, rosalega góður matur, pasta eða eitthvað svoleiðis. Þá göngum við öll fjöl- skyldan bara frá sko, en það er ekki alltaf best en ok. Svo bara ræð ég því hvað ég geri áður en við förum að hafa gaman, þannig að þá fer ég kannski bara í tölvuna í klukkutíma. Og svo þarf ég kannski bara að hætta en það er allt í lagi því að það er kannski bara þægilegur laugardagur og þá fer ég bara niður í stofu og horfum á einhverja góða þætti, fjölskyldan saman og poppum eða borðum snakk saman. Þá er það ekkert svona „shit“, þarf að hætta. Sigga sagði að foreldrar hennar hefðu lýst áhyggjum af netnotkun hennar því að þó að þau treystu henni sögðust þau ekki geta treyst þeim sem hún væri í samskiptum við á netinu. Hún skilur það og sagðist hafa kynnst mörgu fólki sem foreldrar hennar þekktu ekki og skilur afstöðu þeirra og áhyggjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.