Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 64

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 64
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201564 „bArA Fimm mínúTUr í viðbóT“ Signý sagðist yfirleitt aldrei rífast og að þegar henni væri sagt að hætta í tölvunni segði hún bara „já“ og svo liði kannski hálftími áður en hún hætti eða þau bæðu hana aftur. Hún sagðist vera hissa á hvað vinir hennar kæmust upp með og það væri eins og foreldrum þeirra væri alveg sama hvað þeir gerðu í tölvunni. Flestir viðmælendurnir sögðu foreldrana óánægða með hversu mikið þeir væru í tölvunni og lýstu samskiptum við foreldra sína í fáum orðum en tóku fram að for- eldrar þeirra þyrftu ekki að segja neitt, óánægjan sæist á þeim. Einnig komu fram í viðtölunum samskipti milli unglinga og foreldra sem virtust vera gagnkvæm skoðana- skipti og önnur samskipti sem flokka mætti sem erfið. UMrÆÐa Tilgangur þessarar rannsóknar var að öðlast betri skilning á samskiptum unglinga og foreldra hvað netnotkun snertir, í þeirri trú að þannig megi auka umræðu og vitund um netnotkun unglinga enda hafa rannsóknir sýnt að fjölskyldan hefur mikla þýðingu er kemur að þeirri áhættuhegðun unglinga sem netávani flokkast undir (Mascheroni o.fl., 2013; Young, 2009). Markasetning Í frásögnum flestra unglinganna kom fram að þeir sjá það sem hlutverk foreldra sinna að setja þeim mörk. Þannig virðast unglingarnir vera á þeirri skoðun að þeir sjálfir séu ekki í stakk búnir til að setja sér mörk og þurfi þess vegna aðstoð foreldra sinna. Lýsingar viðmælenda á markasetningunni voru ólíkar enda um ólíka einstaklinga og fjölskyldur að ræða. Þeir sem lýstu skýrum mörkum virtust vita að hverju þeir gengu og sættu sig við þau mörk sem foreldrar þeirra settu þeim. Þeir unglingar sem lýstu skýrum mörkum foreldra lýstu síður pirringi yfir takmörkunum foreldra og virtust ráða vel við að samræma skóla, heimanám og félagsstarf, og töluðu síður um þreytu vegna svefnleysis. Þetta er í samræmi við niðurstöður rannsókna sem hafa sýnt að þeir unglingar sem búa við skýr mörk, sem þó eru sveigjanleg, eru í minni hættu á að sýna einkenni netávana (Leung og Lee, 2012; Valcke, Bente, De Wever og Rots, 2010). Sumir unglinganna lýstu óskýrum mörkum og aðrir mjög stífum mörkum og lýstu þeir frekar óánægju með skilningsleysi foreldra sinna. Þeir unglingar lýstu því einnig hvernig tölvunotkun þeirra væri farin að bitna á svefni, námi og samskiptum við vini og foreldra. Samræmist það einnig erlendum rannsóknum sem sýna að þegar foreldr- ar eiga erfitt með að setja börnum sínum mörk vegna netnotkunar bitnar notkunin á eðlilegu lífi unglingsins, það er svefni, námi og samskiptum við félaga (Lemmens, Valkenburg og Peter, 2009; van Rooij, Schoenmakers, van de Eijnden og van de Mheen, 2010). Einstaklingsbundinn vandi eins og netávani getur stafað af ójafnvægi í fjöl- skyldukerfinu, sem einnig hefur áhrif á hæfni fjölskyldunnar til að takast á við verkefni eins og netávana. Þó svo að nú á tímum megi færa rök fyrir því að úrelt sé að tala um formgerð og vald foreldra yfir börnum er mikilvægt að foreldrar sem fyrirmynd- ir kenni börnum sínum að setja sjálfum sér og öðrum mörk. Þá telja Livingstone og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.