Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 36

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201536 reynslA æTTleiddrA bArnA á íslAndi AF sKólUm Og sAmFélAgi ættleiddum börnum á Íslandi sem beinist að reynslu þeirra af aðlögun og skólagöngu. Hún hófst árið 2005 og er meginmarkmiðið að athuga aðlögun og aðstæður ættleiddra barna (frá Kína og Indlandi) og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Í rannsókninni er leitast við að skilja hvernig börnin aðlagast samfélagi, skólum og jafningjahópum. Í greininni er fjallað um niðurstöður viðtala við börnin og umsjónarkennara þeirra í grunnskól- um, reynslu barnanna af skólagöngu, jafningjahópum, ættleiðingu og fjölskyldulífi, og reynslu umsjónarkennaranna af skólagöngu barnanna. frÆÐilEgUr grUnnUr Og rannsóKnir Í þessum kafla er fjallað um alþjóðlegar ættleiðingar, svo og íslenskar og erlendar rannsóknir með ættleiddum börnum, einkum rannsóknir sem snúa að þroska, sjálfs- mynd og tengslum við upprunalandið. Alþjóðlegar ættleiðingar Alþjóðlegar ættleiðingar hafa tíðkast um áratuga skeið og löngum verið umdeildar (Dorow, 2006; Fisher, 2010). Þeim hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár (Engel, Phillips og Dellacava, 2007) og ástæður þess eru m.a. taldar vera þær að mikill fjöldi ungra barna sé fáanlegur til ættleiðingar; væntanlegir foreldrar álíti að alþjóðlegt ætt- leiðingarferli sé hraðara en innlent og minni hætta sé á erfiðum samskiptum við kyn- fjölskyldu barnsins; og fjölmiðlar fjalli stöðugt um börn sem séu vanrækt eða yfirgef- in og þurfi á fjölskyldu að halda (Linville og Lyness, 2007). Hnattvæðing er einnig talin ástæða aukinna alþjóðlegra ættleiðinga, m.a. frá Kína (Dowling og Brown, 2009). Tugþúsund barna eru ættleidd árlega milli landa og talið er að 80% alþjóðlegra ætt- leiðinga séu í Bandaríkjunum (Engel o.fl., 2007). Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 40.000 börn séu ættleidd árlega milli 100 landa (Juffer og Ijzendoorn, 2005). Alþjóðlegar ættleiðingar vekja spurningar um það sem í slíkum flutningi barna felst og hvaða áhrif hann hafi á börnin. Meðal annars má velta því fyrir sér hvaða áhrif flutningur frá einu menningarsvæði til annars hafi á mótun sjálfsmyndar barns og hvernig best sé að styðja barnið og stuðla að velferð þess í nýju landi. Rannsóknir með ættleiddum börnum Ýmsar áhugaverðar rannsóknir hafa verið gerðar með ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra undanfarin ár, m.a. á sjálfsmynd barnanna (Mohanty, 2013; Mo- hanty og Newhill, 2011), heilsu þeirra, tengslaröskun og námserfiðleikum (Barcons o.fl., 2014; Loman o.fl., 2013; Raaska o.fl., 2012; Rushton, Grant, Feast og Simmonds, 2013) og sumar rannsóknir hafa beinst að reynslu fjölskyldna af ættleiðingu (Pryor og Pettinelli, 2011; Reinoso, Juffer og Tieman, 2013).

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.