Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 36

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201536 reynslA æTTleiddrA bArnA á íslAndi AF sKólUm Og sAmFélAgi ættleiddum börnum á Íslandi sem beinist að reynslu þeirra af aðlögun og skólagöngu. Hún hófst árið 2005 og er meginmarkmiðið að athuga aðlögun og aðstæður ættleiddra barna (frá Kína og Indlandi) og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Í rannsókninni er leitast við að skilja hvernig börnin aðlagast samfélagi, skólum og jafningjahópum. Í greininni er fjallað um niðurstöður viðtala við börnin og umsjónarkennara þeirra í grunnskól- um, reynslu barnanna af skólagöngu, jafningjahópum, ættleiðingu og fjölskyldulífi, og reynslu umsjónarkennaranna af skólagöngu barnanna. frÆÐilEgUr grUnnUr Og rannsóKnir Í þessum kafla er fjallað um alþjóðlegar ættleiðingar, svo og íslenskar og erlendar rannsóknir með ættleiddum börnum, einkum rannsóknir sem snúa að þroska, sjálfs- mynd og tengslum við upprunalandið. Alþjóðlegar ættleiðingar Alþjóðlegar ættleiðingar hafa tíðkast um áratuga skeið og löngum verið umdeildar (Dorow, 2006; Fisher, 2010). Þeim hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár (Engel, Phillips og Dellacava, 2007) og ástæður þess eru m.a. taldar vera þær að mikill fjöldi ungra barna sé fáanlegur til ættleiðingar; væntanlegir foreldrar álíti að alþjóðlegt ætt- leiðingarferli sé hraðara en innlent og minni hætta sé á erfiðum samskiptum við kyn- fjölskyldu barnsins; og fjölmiðlar fjalli stöðugt um börn sem séu vanrækt eða yfirgef- in og þurfi á fjölskyldu að halda (Linville og Lyness, 2007). Hnattvæðing er einnig talin ástæða aukinna alþjóðlegra ættleiðinga, m.a. frá Kína (Dowling og Brown, 2009). Tugþúsund barna eru ættleidd árlega milli landa og talið er að 80% alþjóðlegra ætt- leiðinga séu í Bandaríkjunum (Engel o.fl., 2007). Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 40.000 börn séu ættleidd árlega milli 100 landa (Juffer og Ijzendoorn, 2005). Alþjóðlegar ættleiðingar vekja spurningar um það sem í slíkum flutningi barna felst og hvaða áhrif hann hafi á börnin. Meðal annars má velta því fyrir sér hvaða áhrif flutningur frá einu menningarsvæði til annars hafi á mótun sjálfsmyndar barns og hvernig best sé að styðja barnið og stuðla að velferð þess í nýju landi. Rannsóknir með ættleiddum börnum Ýmsar áhugaverðar rannsóknir hafa verið gerðar með ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra undanfarin ár, m.a. á sjálfsmynd barnanna (Mohanty, 2013; Mo- hanty og Newhill, 2011), heilsu þeirra, tengslaröskun og námserfiðleikum (Barcons o.fl., 2014; Loman o.fl., 2013; Raaska o.fl., 2012; Rushton, Grant, Feast og Simmonds, 2013) og sumar rannsóknir hafa beinst að reynslu fjölskyldna af ættleiðingu (Pryor og Pettinelli, 2011; Reinoso, Juffer og Tieman, 2013).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.