Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 24

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 24
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201524 AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds hvaða spurningar og sjónarmið greinar þeirra gætu lagt í sameiginlegan sjóð þema undir heitinu Skóli og samfélag. Afrakstur fundarins var allnokkur bálkur hugmynda að samþættum viðfangsefnum. Um þessa tilraun vitnuðu hlutaðeigandi kennarar eftir á að hún hefði gefið þeim jákvæða reynslu af því að vinna saman að uppbyggingu „próblemorienteraðs“ námskeiðs. Er ástæða til að ætla að þemahugmyndin hefði átt erfitt uppdráttar ef kennarar hefðu ekki gefið sér tóm til að forprófa hana á þennan hátt (Loftur Guttormsson, 1975–1978). Greinilegt er að þær umræður sem fóru fram á útmánuðum 1978 í aðskildum hópum nemenda og kennara hafa alið á tortryggni á báða bóga. Fyrirliðar nemenda áttu bágt með að skilja hve langan tíma kennarar töldu sig þurfa til að fóta sig í nýju skipulagi. Og kennarar létu stundum orð falla sem ertu fyrirliða nemenda (Haukur Viggósson, 1978a, 3–4). Harkalegust voru viðbrögð fyrirliðanna þegar þeir dreifðu miða fyrir kennarafund 12. apríl með spurningum á borð við: „Er verið að útiloka áhrif nemenda með lokuðum klíkufundum kennara?“ (Spurningin mun hafa átt að vísa til áðurnefnds fundar 1. árs kennara); „Eru yfirvöld skólans að misnota skólamálahóp nemenda sem í einfeldni sinni hefur trúað á heilindi kennara, til að hafa nemendur góða?“ (Spurningar sem beint er til kennarafundar í KHÍ. 12.4. 1978). Hér mun átt við þær aðstæður sem höfðu skapast með tilkomu hins óformlega umræðuhóps. Bak við þessar ýfingar bjó eflaust ágreiningur, ekki aðeins um það hvers konar vinnubrögð hæfðu endurskoðun á grónum starfsháttum heldur og um það hve langt skyldi ganga í breytingaátt. Meginatriði í gagnrýni nemenda á kennsluhætti í skól- anum var að kennarar, einkum í valgreinum, samsömuðu sig eindregið ímynd hefð- bundinna háskólakennara – litu á sig sem sérfræðinga hver í sinni þekkingargrein (Guðbjörg Pálsdóttir og Rúnar Sigþórsson, 1978, bls. 54–56). Þetta kom einnig skýrt fram í blaðagrein sem Haukur Viggósson birti vorið 1978 þar sem hann fjallaði m.a. um hlutverkaskilning kennaraháskólakennara: „Margir þeirra líta á sig sem sérfræðinga sem eiga að miðla þekkingu sinni til nemenda með hefðbundnum aðferðum háskóla- kennara, án tillits til markmiða kennaranámsins (uppalandi, leiðbeinandi)“ (Haukur Viggósson, 1978c, bls. 14). Það var ekki síst af þessum sökum sem fyrirliðarnir voru andvígir þeim sem mæltu með því, í umsögn um nýtt frumvarp til laga um KHÍ, að skólinn yrði sameinaður Háskóla Íslands (Alþingistíðindi 1977–1978, 99. löggjafarþing. A, bls. 1629–1641, 1649–1653). Sameinast um úrbótaleið: þemanám Að afstaðinni vinnu í umræðuhópi uppeldisskorar hófst samstarfsnefnd aftur handa af fullum krafti í apríl. Nokkur tími fór í að greiða úr snurðum sem höfðu hlaupið á samstarfsþráðinn en síðan var tekið til við að ræða um almenn stefnuatriði sem aðilar hins óformlega umræðuhóps lögðu fram. Á samstarfsnefndarfundi 7. apríl lagði skólamálahópur nemenda svo fram fjölritað plagg, „Túlkun á markmiðum grunn- skólans“. Eins lagði Þuríður J. Kristjánsdóttir (1978) fram plagg, þar sem hlutverk kennara var skilgreint í ljósi meginmarkmiða grunnskóla. Í ljósi þessa var leitast við að skilgreina hlutverk grunnskólakennara og draga af því ályktanir um inntak og skipulag námsins í KHÍ. Nemendur töldu „sálarfræði, kennslufræði, félagsfræði og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.