Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 66

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 66
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201566 „bArA Fimm mínúTUr í viðbóT“ að sökudólgi heldur unnið út frá þeirri stöðu sem fjölskyldan er í og unnið með styrk- leika hennar og veikleika. Í íslenskri rannsókn Hrundar Þórarinsdóttur kemur í ljós að foreldrar þurfi stuðn- ing við uppeldishlutverkið en þeir telja uppeldi einn erfiðasta þátt foreldrahlutverks- ins (Hrund Þórarinsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2010). Því hlýtur það að teljast mikilvægt að kynna foreldrum aðferðir sem gagnast til að lágmarka togstreituna sem skapast þegar mörk eru lítil eða óskýr, en eins og áður hefur komið fram sýna rann- sóknir að foreldrar hafa mikið að segja um netnotkun (Valcke o.fl., 2010). Þegar fjallað er um netávana unglinga er mikilvægt að líta á einstaklinginn og net- notkunarsögu hans. Mikilvægt er að skoða með fjölskyldunni og unglingnum hvaða þýðingu netnotkun hefur í lífi hans og vinna með þá stöðu sem fjölskyldan og ung- lingurinn eru í. Aðferð sem byggist á frásagnarnálgun hefur þótt henta vel í vinnu með vanda sem tengist börnum og unglingum. Áhersla er lögð á að rödd þeirra heyr- ist. Þá er ríkjandi saga rýnd og krufin og leitast við að brjóta niður fyrirfram gefnar hugmyndir og sögur notaðar sem áhrifavaldar (Nichols og Schwartz, 2010). Þannig er t.d. einstaklingi sem kallar sig „tölvufíkil“ gefinn möguleiki á nýrri og jákvæðari sögu og með því komið af stað breytingu á lífi hans og fjölskyldu hans. Nokkrir viðmælendur nefndu einungis markasetningu af hálfu móður, og sam- skipti við hana vegna netnotkunar, þó svo að faðir byggi inni á heimilinu. Velta má því fyrir sér hvort efla þurfi samstöðu foreldra, en rannsóknir hafa leitt í ljós að konur frekar en karlar taka á sig skyldur er varða uppeldishlutverkið (Hocshchild, 1997; Hocshchild og Machung, 2003; Kolbeinn Stefánsson og Þóra Kristín Þórsdóttir, 2010). Gefur það vísbendingu um að styrkja þurfi fjölskyldukerfið og að ávinningur felist í því að styrkja það. Eins og hér hefur verið greint frá bjóðast ýmsar aðferðir til hjálpar fjölskyldum sem glíma við netávana unglinga og hafa rannsóknir og reynsla af meðferð aukið skilning á ýmsum vanda fjölskyldna sem tengist þessu. Hins vegar má einnig velta því upp hvort fræðsla fyrir foreldra sé ekki árangursríkur forvarnarþáttur og komast megi hjá víðtækari vanda með forvörnum og viðbrögðum þeirra sem sinna málaflokkum sem taka til velferðar fjölskyldunnar í víðum skilningi. Ljóst er að foreldrar og börn kalla eftir aðstoð vegna netávana og því kalli ber að svara og fylgja eftir með faglegri aðstoð. lOKaOrÐ Tilgangurinn með rannsókninni er að auka skilning á mikilvægum atriðum í upplifun unglinganna á þeim vanda sem kemur upp í samskiptum þeirra við foreldra vegna netávana. Jafnframt er rannsókninni ætlað að vera innlegg í umræðu um netnotk- un unglinga og þau áhrif sem fjölskyldan hefur og getur haft á netávana því hér er litið svo á að netnotkun unglinga sé eitt af þeim brýnu verkefnum sem nútímafjöl- skyldur þurfa að takast á við. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta mikilvægi fjölskyldunnar þegar kemur að netávana unglinga. Þeir unglingar sem lýsa óskýrum mörkum foreldra virðast í meiri vanda og í lýsingu þeirra koma fram ýmis einkenni netávana, m.a. stjórnleysi á internetnotkun, svefnleysi, einangrun, verri frammistaða í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (01.06.2015)
https://timarit.is/issue/381910

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (01.06.2015)

Aðgerðir: