Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 93

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 93
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 93 berglind rós mAgnúsdóTTir Hinir tveir síðarnefndu hafa starfað sem slíkir frá stofnun en Kvennaskólinn er eini framhaldsskólinn (með bekkjarkerfi) sem hefur breytt námskrám sínum og öllu starfi frá fyrra horfi til að bjóða upp á þriggja ára stúdentspróf. Það er athyglisvert, miðað við þá trú sem m.a. kemur fram í skýrslunni að nýbreytni sé fylgi- fiskur einkareksturs, að Verslunarskóli Íslands, sem er stofnun þeirra sem að tillögun- um standa, skuli ekki hafa verið í fararbroddi í þessu breytingaferli. Í ljósi alþjóðlegrar þróunar grunn- og háskólakerfis bjóða flestar þjóðir 12–13 ára grunnnám áður en nemendur eru gjaldgengir í háskóla. Á menntaþingi menntamála- ráðuneytisins árið 2010 voru nær allir 142 þátttakendurnir hvaðanæva úr skólakerf- inu sammála um að stytta bæri skyldunám fyrir háskólanám niður í 12–13 ár en það ætti ekki að einskorðast við framhaldsskólann heldur þyrfti að skoða þessa breytingu í heildarsamhengi. Þessa umræðu má nálgast í skýrsludrögum á netinu um mál- þingið (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2010). Nýr ráðherra hélt ekki áfram með þessa umræðu um heildaruppstokkun en Viðskiptaráð setti þetta fram í formi tvíhyggju og lét kanna hvort almenningur vildi frekar stytta grunn- eða framhalds- skólann í Gallupkönnun, framhaldsskólastyttingu í vil. Því má segja að þetta þrástef um styttingu framhaldsskólans hafi öðlast löggildingu. Ekki er að finna stofnana-, námskrár- eða kennslufræðileg rök í skýrslunni fyrir breytingum á námstíma í fram- haldsskólanum. Tillaga um háskólakerfið Lagt er til að taka upp skólagjöld til að ná niður kostnaði við háskóla og auka skil- virkni og gagnsæi: „Með því að taka upp skólagjöld á háskólastigi eflast háskólar í landinu, gagnsæi eykst og fjármagn nýtist betur með auknu aðhaldi án þess að það komi niður á jöfnum rétti einstaklinga til náms“ (bls. 52). Kjör háskólamenntaðra einstaklinga í löndum þar sem skólagjöld eru há hafa verið talsvert til umræðu nýlega. Myndast hefur nýr hópur fólks sem á það á hættu að lifa undir fátæktarmörkum, ekki síst í ljósi þess sem rætt var um hér framar, að námsgráð- ur einar og sér eru ekki ávísun á starf. lOKaOrÐ Hér hefur verið stiklað á stóru og reynt að varpa ljósi á þau gildi sem liggja til grundvallar þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs og rætt um inntak og framsetningu nokkurra fullyrðinga um íslenskt menntakerfi sem þykja umdeildar á akademískum vettvangi eða eru settar fram á villandi hátt. Sjálfsagt væri hægt að hunsa skjöl sem þessi og telja þau marklaus þar sem þau eru ekki formleg stefnuskjöl gefin út af stjórnvöldum. Ég tel aftur á móti mikilvægt að taka þau alvarlega því formleg menntastefnuskjöl verða ekki til í tómarúmi heldur mótast í gegnum þá orðræðu sem verður ríkjandi um ákveðið málefni (Ball, 1993, 1998). Hugmyndaveitur (e. think-tanks) eins og Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa þjónað mikilvægum tilgangi í þessum efnum enda ekki farið í launkofa með að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.