Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Page 93

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Page 93
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 93 berglind rós mAgnúsdóTTir Hinir tveir síðarnefndu hafa starfað sem slíkir frá stofnun en Kvennaskólinn er eini framhaldsskólinn (með bekkjarkerfi) sem hefur breytt námskrám sínum og öllu starfi frá fyrra horfi til að bjóða upp á þriggja ára stúdentspróf. Það er athyglisvert, miðað við þá trú sem m.a. kemur fram í skýrslunni að nýbreytni sé fylgi- fiskur einkareksturs, að Verslunarskóli Íslands, sem er stofnun þeirra sem að tillögun- um standa, skuli ekki hafa verið í fararbroddi í þessu breytingaferli. Í ljósi alþjóðlegrar þróunar grunn- og háskólakerfis bjóða flestar þjóðir 12–13 ára grunnnám áður en nemendur eru gjaldgengir í háskóla. Á menntaþingi menntamála- ráðuneytisins árið 2010 voru nær allir 142 þátttakendurnir hvaðanæva úr skólakerf- inu sammála um að stytta bæri skyldunám fyrir háskólanám niður í 12–13 ár en það ætti ekki að einskorðast við framhaldsskólann heldur þyrfti að skoða þessa breytingu í heildarsamhengi. Þessa umræðu má nálgast í skýrsludrögum á netinu um mál- þingið (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2010). Nýr ráðherra hélt ekki áfram með þessa umræðu um heildaruppstokkun en Viðskiptaráð setti þetta fram í formi tvíhyggju og lét kanna hvort almenningur vildi frekar stytta grunn- eða framhalds- skólann í Gallupkönnun, framhaldsskólastyttingu í vil. Því má segja að þetta þrástef um styttingu framhaldsskólans hafi öðlast löggildingu. Ekki er að finna stofnana-, námskrár- eða kennslufræðileg rök í skýrslunni fyrir breytingum á námstíma í fram- haldsskólanum. Tillaga um háskólakerfið Lagt er til að taka upp skólagjöld til að ná niður kostnaði við háskóla og auka skil- virkni og gagnsæi: „Með því að taka upp skólagjöld á háskólastigi eflast háskólar í landinu, gagnsæi eykst og fjármagn nýtist betur með auknu aðhaldi án þess að það komi niður á jöfnum rétti einstaklinga til náms“ (bls. 52). Kjör háskólamenntaðra einstaklinga í löndum þar sem skólagjöld eru há hafa verið talsvert til umræðu nýlega. Myndast hefur nýr hópur fólks sem á það á hættu að lifa undir fátæktarmörkum, ekki síst í ljósi þess sem rætt var um hér framar, að námsgráð- ur einar og sér eru ekki ávísun á starf. lOKaOrÐ Hér hefur verið stiklað á stóru og reynt að varpa ljósi á þau gildi sem liggja til grundvallar þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs og rætt um inntak og framsetningu nokkurra fullyrðinga um íslenskt menntakerfi sem þykja umdeildar á akademískum vettvangi eða eru settar fram á villandi hátt. Sjálfsagt væri hægt að hunsa skjöl sem þessi og telja þau marklaus þar sem þau eru ekki formleg stefnuskjöl gefin út af stjórnvöldum. Ég tel aftur á móti mikilvægt að taka þau alvarlega því formleg menntastefnuskjöl verða ekki til í tómarúmi heldur mótast í gegnum þá orðræðu sem verður ríkjandi um ákveðið málefni (Ball, 1993, 1998). Hugmyndaveitur (e. think-tanks) eins og Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa þjónað mikilvægum tilgangi í þessum efnum enda ekki farið í launkofa með að

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.