Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 60

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 60
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201560 „bArA Fimm mínúTUr í viðbóT“ niÐUrstÖÐUr Við greiningu viðtalanna komu fram þemu sem fjallað verður nánar um í þessum kafla. Þau eru þær aðferðir sem foreldrar beita til að setja börnum sínum mörk um netnotkun og samskipti sem tengjast netnotkuninni. Mörk um netnotkun Þátttakendur lýstu netnotkun sinni, aðferðum foreldra til að setja þeim takmörk um netnotkun og áhrifum þeirra marka sem foreldrar settu þeim. Allir viðmælendurn- ir könnuðust við að foreldrar beittu einhvers konar takmörkunum á notkun þeirra. Sumir þeirra lýstu mörkum þar sem foreldrar nýttu tækni til að stemma stigu við notkun eða notuðu hugbúnað til að loka á óæskilegar síður. Aðrir lýstu aðgerðum eins og tölvustraffi, að slökkva á beini (e. router), að taka tölvuna burt eða tölvulausum dögum. Einnig lýstu margir tilfallandi skilaboðum þar sem þeir voru beðnir að hætta í tölvunni. Nokkur lýstu því hvernig takmörkunum var beitt með aðgerðum tækni- eða hug- búnaðar. Signý sagði að hún kæmist ekki á netið eftir átta á kvöldin og að hún gæti ekki farið inn á síður sem geymdu efni sem ekki væri við hæfi. Tómas sagðist ekki geta farið í tölvuna nema með samþykki því það þyrfti lykilorð í hana. Sigga sagði að netvari hefði verið settur upp á heimili föður hennar. Hún lýsti göllum þess því að búnaðurinn lokaði á síður sem hefðu ekkert slæmt að geyma. Almennt lýstu þau þó ekki mikilli óánægju vegna þeirra marka sem þeim voru sett. Þó tók Tómas fram að hann biði eftir að komast á aldur því þá segðist móðir hans ætla að hætta öllum afskiptum af honum vegna netnotkunar. Nokkrir unglingsdrengjanna lýstu sér sem tölvufíklum og í viðtölunum kom fram að þeir eyddu fjórum til sex klukkutímum á virkum dögum í tölvunni og að sú seta færi upp í 12–16 tíma um helgar. Ingvi sagðist til að mynda ekki hafa sofið í 30 tíma þegar hann slökkti á tölvunni daginn áður en viðtalið var tekið. Þessir drengir lýstu því hvernig foreldrar þeirra hefðu sett þeim takmörk með aðgerðum. Þannig var tölvan tekin niður hjá Alexander því foreldrar hans vildu að hann minnkaði spilun í leik. Hann sagðist spila um það bil fimm tíma á virkum dögum og upp í fimmtán klukkustundir um helgar. Hann sagði að foreldrar hans tækju eftir skapbreytingum eftir því hvað hann aðhefðist á netinu og að tölvunotkun hefði haft áhrif á heimanám og einkunnir. Ari lýsti erfiðleikum sem hann hefði átt í vegna tölvunotkunar og sagðist hafa ratað í meiri vandræði upp á síðkastið. Varðandi markasetninguna sagði hann að „… mánu- dagar og fimmtudagar væru tölvulausir dagar. Foreldrar og visakortið hafa verið stór hindrun í tölvunotkun“. Hann sagði frá því að hann hefði verið gerandi í alvarlegu eineltismáli á netinu sem viðkom netleik. Þá sagðist hann horfa á gróft ofbeldisefni og að hann hefði týnst í tölvuheiminum og vinir hans hefðu komið honum til bjargar. Hann þakkaði skólakerfinu og sagðist ekki vita hvað hefði gerst ef ekki hefði verið gripið inn í hans mál. Róbert sagðist vera tölvufíkill, hann sagði skólann og foreldra hafa haft áhrif á tölvunotkun hans og tók fram að hann væri í minni samskiptum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.