Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 37

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 37 hAnnA rAgnArsdóTTir Þroski, hegðun og líðan Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru fyrir um 20 árum bentu oft til þess að ætt- leiddu börnin ættu við námsörðugleika og sálfræðileg vandamál að stríða (Brodzin- sky og Brodzinsky, 1992; Wierzbicki, 1993), og röskun á tengslamyndun sem rakin var m.a. til dvalar þeirra á stofnunum (Borders, Black og Pasley, 1998; O’Brien og Zamostny, 2003; Stams, Juffer, Rispens og Hoksbergen, 2000). Rannsóknir hafa sýnt að skortur á tengslum og afræksla á stofnunum er hættuleg þroska barna (Bowlby, 1951; Spitz, 1956). Vöntun á geðtengslum er einnig talin stuðla að ógagnrýninni vinsemd, en þá sýna börn ókunnugu fólki óhóflega ástúð án varúðar (Chisholm, 1998). Niðurstöður nýrri rannsókna benda til þess að ættleiðing geti stuðlað að farsælum þroska barna sem hafa verið skilin frá kynforeldrum sínum við fæðingu (Dalen og Theie, 2012; Johnson, 2002; Stams o.fl., 2000) og að ættleiddum börnum geti vegnað vel í kjörfjölskyldum sínum og í námi (Dalen, 2005; Dalen og Rygvold, 2006; Lindblad, Dalen, Rasmussen, Vinnerljung og Hjern, 2009; Rushton o.fl., 2013), en jafnframt að opin samskipti og samheldni í fjölskyldum skipti þar miklu máli (Brodzinsky, 2006; Linville og Lyness, 2007). Niðurstöður rannsókna hafa bent til þess að mikilvægt sé fyrir börnin að fjölskyldur þeirra ræði opinskátt um ættleiðinguna við þau (Beckett o.fl., 2008; Brodzinsky, 2006; Hawkins o.fl., 2007). Raaska og félagar (2012) benda á að þó að börn á barnaheimilum fái minni örvun og tækifæri en önnur börn, sem valdi truflun á þroska þeirra, sýni rannsóknir að flest ættleidd börn frá barnaheimilum nái að vinna upp þroskatruflanir hjá kjörfjölskyldum sínum. Samt sem áður sé hlutfall ættleiddra barna sem fá sérstakan stuðning í nýja landinu hærra en annarra barna. Enn fremur hafi nokkrar rannsóknir sýnt að árangur ættleiddra barna í skólum sé verri en jafnaldranna. Nokkrar rannsóknir hafa því verið gerðar þar sem leitast er við að skoða tengslin milli skorts á örvun og tengslaröskunar á unga aldri annars vegar og verri námsárangurs en jafnaldra í skólum hins vegar. Sjálfsmynd, aðlögun og tengsl við upprunalandið Unglingsárin eru tími mikilla breytinga og þroska. Unglingar takast á við spurningar um hverjir þeir séu, hvernig þeir líkist öðrum eða séu öðruvísi og hvað framtíðin beri í skauti sér. Ættleiddir unglingar takast á við enn frekari áskoranir er þeir velta fyrir sér sjálfsmynd sinni út frá tengslum við upprunafjölskylduna annars vegar og kjör- fjölskylduna hins vegar og hvað það þýði að vera ættleiddur. Fyrir ættleidda unglinga sem hafa litarhátt eða útlit ólíkt kjörfjölskyldunni getur slík sjálfsskoðun leitt til þess að þeir upplifi jaðarstöðu og litla sjálfsvirðingu (Mohanty og Newhill, 2011). Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á aðlögun ættleiddra barna og ungmenna að heimkynnum í nýju landi og mótun sjálfsmyndar þeirra. Niðurstöður þeirra benda til þess að þau hafi aðlagast vel og eru skýringarnar á því ekki síst taldar góður stuðning- ur og umhyggja í kjörfjölskyldunum (Marcovitch o.fl., 1997; Palacios, Román, Moreno og León, 2009; Rushton o.fl., 2013; Vinnerljung, Lindblad, Hjern, Rasmussen og Dalen, 2010). Rannsókn Mohanty og Newhill (2011) með 100 ættleiddum asískum ungmennum beindist að því að athuga aðlögun þeirra, sjálfsmynd og líðan með tilliti til jaðarsetn- ingar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stuðningur við félagsmótun hafi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.