Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 61

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 61
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 61 ólínA FreysTeinsdóTTir, hAlldór s. gUðmUndssOn Og K JArTAn ólAFssOn vini sína en áður. Foreldrar hans settu hann í tölvubann allan desember, sem varð til þess að hann las meira og eyddi meiri tíma með fjölskyldunni. Þegar hann var spurð- ur hvernig honum liði með það svaraði hann: „Bara svona leiður en samt ánægður líka á pörtum.“Ása sagðist vera of háð tölvunni og jafnframt að mamma hennar væri eins og hún sjálf; hún væri öllum stundum í tölvunni en pabbi hennar, sem býr ekki á sama heimili, hefði látið í ljós óánægju sína. Hún lýsti því þannig að: „…stundum slökkva foreldrar mínir á routernum svo ég sofi eitthvað á næturnar, stundum heng ég allt of lengi í tölvunni.“ Þegar þessir viðmælendur voru spurðir hvernig þeir tækju þessum aðgerðum foreldra sinna sögðust þeir bregðast við með pirringi. Þeir sögðust þó jafnframt skilja þessar takmarkanir og töldu að þær gætu komið sér vel, og aðrir töldu nauðsynlegt að foreldrar settu þeim þessi mörk. Ari sagðist til að mynda neyðast til að sætta sig við mörk foreldra sinna: „Ef ég mætti ráða þá væru þessar hindranir ekki og þá myndi ég bara vaða áfram.“ Unglingarnir sögðu allir, nema einn, að foreldrum þeirra fyndust þau vera of mikið í tölvunni. Nokkrir þeirra lýstu markasetningu sem færi fram með munnlegum skila- boðum, þar sem foreldrarnir bæðu þau að hætta í tölvunni. Karl sagði að móðir hans segði stundum við hann að þetta væri orðið gott þegar hann væri í tölvunni: … eins og þegar ég er … í átta tíma eða eitthvað á dag … þá segir mamma þú ert búinn að vera í allan dag, … farðu eitthvað út eða komdu og hjálpaðu mér að gera eitthvað eða eitthvað þannig sko … en hún er ekki mikið … eins og í sumar skilurðu hún var alveg frekar pirruð við mig og … vildi að ég hætti þessu og ég sagði bara … ok en hvað á ég að gera. Karl lýsti erfiðleikum í samskiptum við föður sinn og sagði að hann væri búinn að brjóta sig nóg niður og nú setti hann föður sínum mörk varðandi afskipti af sér. Ragn- ar sagðist hafa farið að einangra sig eftir að hann byrjaði að spila Call of Duty. Hann sagði að foreldrar hans hefðu stundum bannað honum að fara í tölvuna og þá liði tíminn miklu hægar og honum leiddist meira. Ingvi lýsti óhóflegri netnotkun og sagðist vera fíkill. Hann var óánægður með af- skiptasemi foreldra sinna og sagðist hafa orðið fyrir einelti og í kjölfarið farið að loka sig meira af. Hann sagði: Hún [mamma] var að reyna að minnka þetta hjá mér niður í tvo tíma en mér fannst það bara brjálað. Ég bara sagði að ég þyrfti að minnsta kosti 4–5 tíma á dag. Ég var svolítið pirraður. Þetta getur tekið langan tíma, til dæmis eins og hún vinnur stund- um að [verkefni] og það getur tekið langan tíma en ég sýni alltaf tillitssemi til þess. Ég kom með þetta og hún sagði allt í lagi en ekki vera allt of mikið. Sumir unglinganna lýstu einnig eigin tilraunum til að minnka netnotkun og setja sjálf- um sér mörk. Geir sagðist ekki vera mikið fyrir það að slökkva á tölvunni og fara út úr herberginu til að fá félagsskap en ef hann fengi sig til þess „þá bara hugsar maður eftir á hvað þetta var góð ákvörðun“. Sigga lýsti því hvernig hún hætti á samskipta- vefnum twitter fyrir ári „… en síðan fattaði ég að það væri skemmtilegra að lifa sínu eigin lífi heldur en að lesa um annarra“. Fleiri lýstu þó árangurslitlum tilraunum til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (01.06.2015)
https://timarit.is/issue/381910

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (01.06.2015)

Aðgerðir: