Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 54

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201554 „bArA Fimm mínúTUr í viðbóT“ vegna netnotkunar og hafa í vaxandi mæli leitað eftir aðstoð hjá heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og lögreglu vegna vanda af völdum hennar (Charlie, HyeKyung og Khoo, 2011; Ko, Yen, Yen, Chen og Chen, 2012; Leung og Lee, 2012; Willoughby, 2008). Eitt áherslusvið rannsókna á netnotkun unglinga varðar svokallaðan netávana (e. internet addiction) (Aydm og San, 2011), þ.e. áráttuhegðun sem hefur neikvæð líkamleg og félagsleg áhrif. Dæmi um slík áhrif eru skortur á svefni og erfiðleikar í samskiptum (Yellowlees og Marks, 2007). Það getur hins vegar verið erfitt að greina í sundur neikvæð áhrif internetnotkunar og aðra þætti í lífi ungs fólks. Þannig hafa rannsakendur bent á að samskipti á netinu geti haft jákvæð áhrif á unglinga, t.d. þá sem eiga við félagsfælni og þunglyndi að stríða, á meðan önnur notkun þeirra geti haft neikvæð áhrif, eins og til dæmis stöðugt flakk á milli netsíðna en þess konar notkun hefur verið tengd við þunglyndi og kvíða (Selfhout, Branje, Delsing, ter Bogt og Meeus, 2009). Ennfremur hafa rannsóknir bent til þess að netnotkun hafi meiri nei- kvæð áhrif á þau börn sem eiga við tilfinningavanda að etja (Vandoninck, d’Haenens og Segers, 2012). Tilgangurinn með þessari rannsókn er að öðlast skilning á samskiptum unglinga og foreldra hvað netnotkun snertir. Á síðustu árum hefur sífellt meira verið fjallað um áhrifamátt fjölskyldunnar og mikilvægt er að fræðasamfélagið rannsaki áhyggjuefni samfélagsins hverju sinni en þar hefur netávana borið mjög á góma síðustu ár. Því er í þessari grein leitast við að skoða frá sjónarhóli unglinga þau áhrif sem foreldrar hafa á netnotkun barna sinna og hvaða leiðir þeir nota til að stýra notkuninni. nEtnOtKUn Og nEtáVani Rannsakendum ber saman um að netnotkun teljist of mikil þegar hún er farin að koma niður á „eðlilegu“ lífi einstaklinga. Notuð hafa verið mismunandi hugtök til að lýsa þessu ástandi, t.d. netfíkn, ávani, misnotkun, árátta og þráhyggja. Hugtakið netfíkn (e. internet addiction) var einna fyrst notað af sálfræðingnum Young (1998), en hún hefur sérhæft sig í netfíkn. Hún lýsti slíkri netfíkn sem víðfeðmum vanda sem hefði áhrif á hegðun og stafaði ekki af inntöku hughrífandi efna (Young, 1998; Zhong o.fl., 2011). Young (1998) nálgast viðfangsefnið á þeim forsendum að um sé að ræða áráttu- hegðun af svipuðum toga og til dæmis spilafíkn. Aðrir telja að þar sem hægt sé að tengja tilgang netnotkunarinnar við aldur og samfélagið sjálft þá sé netfíkn ekki rétta orðið yfir mikla netnotkun, heldur sé réttara að nota orð eins og netávana (Charlie o.fl., 2011; Israelashvili, Kim og Bukobza, 2012). Einnig hefur verið bent á að enn sem komið er hefur netfíkn ekki verið skilgreind sem geðsjúkdómur í DSM-matslistanum (Diagnostic and Statistical Manual) (Charlie o.fl., 2011). Rannsóknarhópur EU NET ADB notaði í rannsókn sinni Young´s Internet Addiction Test (IAT) mælikvarðann, sem skilgreinir netávana á eftirfarandi hátt: „Netávani (Internet addictive behaviour, IAB) er hegðunarmynstur sem einkennist af stjórnleysi á internetnotkun. Þess konar hegð- un getur mögulega leitt til einangrunar og dregið úr félags- og námslegri virkni og áhuga á tómstundum, og haft áhrif á heilsu“ (Tsitsika, Tzavela, Mavromati, EU NET ADB Consortium, 2012).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.