Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 87

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 87
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 87 Anni g. hAUgen leyti margt sameiginlegt með annarri bók sem út kom á síðasta ári, Hljóðin í nóttinni, eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur (2014). Bæði þessi verk miðla röddum barna og af móttökunum að dæma má ætla að það sé einmitt sú áhersla sem margir hafa saknað. En bókin og rannsóknin öll vekja jafnframt upp ýmsar spurningar. Hvers vegna hefur rannsókn á borð við þessa ekki verið gerð fyrr? Hvers vegna bregðast fagmenn á borð við kennara, félagsráðgjafa og aðra ekki við þegar fyrir liggur vitneskja eða grunur um að barn búi við ofbeldi, eða þegar barn segir jafnvel sjálft frá ofbeldinu. Hvað er átt við þegar vísað er til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og undir- strikað að barn eigi rétt á að tjá sig? Og hversu fús erum við til að ræða viðkvæm mál- efni við börn? Í niðurstöðum rannsóknar um skilnað foreldra kom fram að í tæpum 35% tilvika sagði enginn börnunum sérstaklega frá því að foreldrar þeirra ætluðu að skilja (Sigrún Júlíusdóttir og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2007). Í barnaverndarmálum er margt sem bendir til þess að lítið sé rætt við börn um þann vanda sem við er að etja og að þau eigi því stundum í erfiðleikum með að skilja og tengja saman það sem gerist í lífi þeirra (Anni G. Haugen, 2012). Þá kemur fram í rannsókn á stöðu ungs fólks í 9. og 10. bekk grunnskóla að um 15% þátttakenda segja það mjög eða frekar erfitt að fá að ræða um persónuleg málefni við foreldra sína (Hrefna Pálsdóttir, Jón Sigfússon, Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2014). Við undirbúning þeirrar rannsóknar sem hér um ræðir reyndist erfitt að fá leyfi til að leggja spurningalistann fyrir á einum stað vegna þess um hvað viðfangsefnið snerist. Börnin eru hins vegar viljug til að tjá sig og svörun við spurningakönnuninni var 72%. Af svörum barnanna má ráða að þau hafi frá miklu að segja og vilji umfram allt að bundinn sé endi á ofbeldið. Sum þeirra hafa sagt frá ofbeldinu en engu að síður ekki séð nein merki um viðbrögð við því. Börnin sem rætt var við voru virkir gerendur í sínum málum og gripu til ýmissa ráða en virðast ekki hafa haft neina sem voru reiðubúnir til að hlusta og bregðast við. Hvernig getum við látið raddir barnanna heyrast, erum við tilbúin til að hlusta? Á að ræða við börn um allt og hvar liggja mörkin ef þau liggja einhvers staðar? lOKaOrÐ Bókin Ofbeldi á heimili: Með augum barna er fyrst og fremst fræðirit og mikilvæg viðbót við aðrar rannsóknir sem fjallað hafa um heimilisofbeldi, en þá út frá sjónarhorni full- orðinna. Bókin gagnast vel í kennslu þar sem fjallað er um börn, ofbeldi og fjölskyldur, svo og öllum þeim sem áhuga hafa á aðstæðum barna og því hvernig megi bæta þær. Hún er jafnframt mikilvæg fyrir fagfólk í daglegu starfi, svo sem kennara á öllum skólastigum, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa, náms- og starfsráðgjafa og aðra sem eiga bein samskipti við börn. Við lestur hennar erum við stöðugt minnt á mikilvægi þess að hlusta á börn og gefa því gaum hvernig þau sjá og skynja tiltekna atburði og aðstæður. Hún er því ekki síður mikilvæg fyrir þá sem vinna að stefnumótun í málefnum barna og fjölskyldna þeirra innan ólíkra stofnana samfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.