Morgunblaðið - 13.02.2015, Page 10

Morgunblaðið - 13.02.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hvergi hef ég kynnst einsmiklum og flæðandisköpunarkrafti og hjá Ís-lendingum. Og þeir vaða líka bara í verkið, án þess að hika, framkvæma það sem þeim dettur í hug. Tökum rapphljómsveitina Reykjavíkurdætur sem dæmi, þetta er stórkostlegur hópur af ungum konum sem eru hver annarri sjálf- stæðari. Þær eru fyndnar, fallegar og sannir femínistar sem láta verkin tala í tónlist og texta hljómsveit- arinnar. Menningin hér á Íslandi virðist ala af sér afar sjálfstæða ein- staklinga, en þeir eru reyndar líka fá- ránlega óskipulagðir og óstundvísir. En allt gengur upp þrátt fyrir þetta stjórnleysi, það hefur sannast við gerð þessar kvikmyndar, það var bara farið af stað og það tókst,“ segir Graeme Maley og hlær en hann er skoskur leikstjóri og handritshöf- undur kvikmyndarinnar A Reykjavik Porno. Í þeirri mynd koma Reykja- víkurdætur einmitt fram en Þuríður Blær Jóhannsdóttir sem er meðlimur í hljómsveitinni leikur eitt af þremur aðalhlutverkunum. Háskakvendi og glæpur „Þegar ég sýndi íslensku fram- leiðendunum handritið, þeim Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björns- dóttur hjá Vintage Pictures, þá sögðu þær einfaldlega: „Gerum þetta“. Ég ætlaði varla að trúa því, en nú eru ekki liðnir nema þrír mánuðir frá því þetta var og við höfum lokið öllum tökum og eigum bara eftir að klippa hana og vinna. Þetta er alíslensk kvikmynd, allir leikararnir eru ís- lenskir og allt fólkið sem kemur að henni er íslenskt. Hún gerist í Reykjavík, enda er ég heillaður af borginni og fólkinu sem býr hérna. Í myndinni segir af ástarsambandi ungs manns og eldri konu, en þessi mynd fjallar ekki síður um hvernig við nútímafólk lifum lífi okkar í gegn- um skjái, ýmist símaskjái eða tölvu- skjái. Mér finnst áhugavert að skoða hvaða áhrif þetta hefur á sambönd fólks og samskipti. Þetta er drama- tísk mynd og ég gerði hana í hinum gamaldags stíl sem kenndur er við Film-Noir, svo hún er með dökku yf- irbragði og þarna er glæpur, and- hetja, háskakvendið femme-fatale og annað sem tilheyrir þeim stíl. Yf- irbragð myndarinnar er líkt og frá fimmta áratugnum en ég set nútíma- líf í Reykjavík inn í þá stemningu. Myndin er um algerlega venjulegt ís- Háskakvendi, glæpur og andhetja A Reykjavik Porno, er alíslensk mynd með íslenskum leikurum en handritshöf- undurinn og leikstjórinn er Skotinn Graeme Maley. Í myndinni segir af ástarsam- bandi ungs manns og eldri konu, en hún fjallar ekki síður um hvernig við nútíma- fólk lifum lífi okkar í gegnum skjái, ýmist símaskjái eða tölvuskjái. Graeme finnst áhugavert að skoða hvaða áhrif það hefur á sambönd fólks og samskipti. Leikhúsmaðurinn Graeme Skoti sem vinnur í Skotlandi og á Íslandi og hlakkar til að sjá útkomu sinnar fyrstu kvikmyndar, sem er alíslensk. Undirbúningur Þau eru mörg handtökin við kvikmyndaupptöku, hér er hugað að förðun og öðru hjá Reykjavíkurdætrum fyrir upptöku. UN Women á Íslandi stendur fyrir við- burði í dag til að vekja fólk til vit- undar um útbreiddasta mannrétt- indabrot í heiminum í dag, en það er kynbundið ofbeldi. Fleiri konur deyja eða tapa heilsu á hverju ári vegna of- beldis en af völdum krabbameins, umferðarslysa, malaríu og alnæmis. UN Women hvetur fólk til að gera árið 2015 að ári sem konur eru frjáls- ar og lifa án ótta við ofbeldi. Þess vegna er blásið til feminískrar flóð- bylgju um land allt og reyndar heim allan, þegar milljarður rís upp gegn ofbeldi á konum. UN Women á Íslandi hvetur landsmenn til að mæta á við- burðinn Milljarður rís, sem verður í dag kl. 12 í Hörpu, í Hofi á Akureyri, í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðis- firði og í Menntaskólanum á Ísafirði. Ofbeldinu verður mótmælt og einnig verður dansað gegn kynbundnu of- beldi, líkt og gert var í fyrra. Vefsíðan www.unwomen.is Morgunblaðið/Ómar Í Hörpu í fyrra Um 3.500 manns mættu og dönsuðu fyrir breyttum heimi. Milljarður rís gegn ofbeldi í dag Söngkonan Ragnheiður Gröndal sest við slaghörpuna og flytur dagskrá með sínum uppáhalds djass- standördum í hádeginu í dag í Gerðu- bergi í Breiðholti kl. 12.15. Hún endurtekur leikinn á sunnudag kl. 13.15. Með Ragnheiði leikur Leifur Gunnarsson á kontrabassa en hann er listrænn stjórnandi djassdagskrár- innar í vetur sem og meðflytjandi. Hann fær til liðs við sig ýmsa tónlist- armenn úr djasssenunni og boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem er til þess fallin að kynna djasstónlist fyrir almenningi. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Endilega … … kíkið á Ragn- heiði Gröndal Morgunblaðið/Ómar Ragnheiður Ætlar að djassa í dag. „Herratrend.is á upphaf sitt í hug- mynd sem ég fékk í miðjum forrit- unartíma í Tækniskólanum. Verkefn- inu var skipað þannig að við áttum að koma með hugmynd fyrir vefsíðu og búa hana til og þá kviknaði fyrsta hugmyndin fyrir herratrend,“ segir Alex Michael Green, nemi í grafískri miðlun, en hann ásamt nokkrum fé- lögum sínum hannaði og opnaði ný- lega vefsíðu fyrir karlmenn, herra- trend.is. Þar er fjallað um tísku, tónlist, húðflúr, tölvuleiki og fleira. „Sjálfur var ég alltaf að bíða eftir því að einhver stofnaði vefsíðu fyrir íslenska herra sem höfðu áhuga á tísku, en það gerðist ekki. Eftir að ég kláraði fyrrnefnt verkefni byrjaði ég að afla mér upplýsinga um hvernig maður kemur alvöru vefsíðu af stað og þá fór boltinn að rúlla. Mig langaði einfaldlega til að bjóða upp á afþrey- ingu fyrir alla sem hafa aðallega áhuga á tísku en einnig tónlist, næt- urlífi og ýmsu öðru. Við viljum ná til sem flestra og viljum að íslenskir karlar á öllum aldri skoði síðuna okk- ar. Eins og staðan er í dag er herra- tískan á Íslandi á uppleið, karlar spá meira í því sem tengist útliti, þeir þora, prófa nýja hluti og þá sér- staklega yngri kynslóðin. Þar af leið- Ný vefsíða fyrir karla: Herratrend.is Ungir menn tóku málin í sínar hendur Framtakssamir Fjórir af þeim ungu mönnum sem standa að vefsíðunni herratrend.is, Alex Michael Green, Sindri Már Hann- esson, Einar Logi Þorvaldsson og Stefán Már Högnason. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. TA KT IK /4 33 1/ fe b1 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.