Morgunblaðið - 13.02.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.02.2015, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olísog er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. REYKJAVÍK BREIÐHOLT H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Breiðholtið hefur styrkst á fast- eignamarkaði að undanförnu og eignir þar seljast fljótt. Skýring- arnar á þessu kunna að vera margar, að sögn Þóru Birgisdóttur, lögg. fasteignasala hjá Fasteignasöl- unni Borg. Höfuð- borgarbyggðin hafi síðustu ár teygt sig til suðurs og austurs og Breiðholtshverfi sé því orðið miðsvæðis. Það auki vægi þess en verð eigna þar sé þó enn 5-10% lægra en gerist með sam- bærilegar eignir á höfuðborgar- svæðinu. Fjölbreytni mannlífs einkennir Breiðholt. Þar eru margar góðar sérbýliseignir en líka t.d. fjölbýli, þar sem er fjöldi íbúða í félagslegri leigu á vegum Reykjavíkurborgar. Þá eru þar útlendingar áberandi. „Það gildir almennt um hverfin þar sem innflytjendur eru margir að Ís- lendingar settu slíkt fyrir sig við fasteignakaup lengi framan af. Nú hefur landinn aðlagast þessu og okk- ur foreldrum með börn í skóla finnst þetta eftirsóknarvert,“ segir Þóra. Í dag er algengt fermetraverð í Breiðholtsblokk í 260 til 270 þús. krónur og um 250 þús. kr í sér- eignum. „Að undanförnu hefur verið farið í endurbætur á fjölda eigna í Breiðholtinu og slíkt styrkir verðið. Fjárfestingasjóðir hafa að undan- förnu keypt þarna nokkurn fjölda blokkaríbúða til að leigja út. Hið sama hafa iðnaðarmenn gert. Þeir eiga kannski peninga á bók, kaupa eignir og gera upp og leigja síðan út. Telja slíkt góða ávöxtun,“ segir Þóra sem um stöðu Breiðholtsins nefnir að fyrir nokkrum dögum hafi blokk- aríbúð í Bakkahverfi komið í sölu. Þá voru þrír á lista hjá Borg áhuga- samir um eign þar. Í heild lýsi þetta því hvernig Breiðholtsmarkaður sé. Hverfið er eftirsótt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggð Misjafnt orð fór af Breiðholti í eina tíð, en nú eru breyttir tímar. Þóra Birgisdóttir Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í miðju Efra-Breiðholts stendur glæst og fagurt íþróttasvæði Leikn- is, knattspyrnufélags sem fyrir rúm- um áratug keppti í neðstu deild en hefur síðan náð að vinna sér leið upp í deild þeirra bestu. Þórður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Leiknis, segir í sam- tali við Morgunblaðið að útlitið hafi ekki verið jafnbjart um aldamótin. „Félagið var þá næstum farið á hausinn og í kjölfar þess endur- skipulögðum við reksturinn og fækkuðum deildum,“ segir Þórður og bætir við að upp frá því hafi áherslan verið lögð á knattspyrnuna. Á félaginu eru þó teknar að vaxa nýjar greinar, að sögn Þórðar. „Við stofnuðum karatedeild fyr- ir fjórum árum og keppum einnig í meistaraflokki í körfubolta.“ Félagið endaði í efsta sæti fyrstu deildar síðasta sumar og mun því keppa í efstu deild að liðnum vetri, í fyrsta sinn. Þórður segir að nýtt aðsetur félagsins, sem reist var árið 2008, hafi haft mikið að segja. „Ekki einungis fyrir félagið heldur einnig fyrir hverfið, því þetta er viss hluti af ímynd hverfisins. Þegar þú keyrðir inn í hverfið árið 2003 blasti við ónýtt gervigras og gamall sumarkofi, sem var þá eini húsakostur félagsins,“ segir Þórður. „Þegar þú keyrir inn í hverfið núna sérðu stórglæsilegt íþróttasvæði og gróið svæði í kringum það. Þetta skapar betri ímynd bæði inn á við og út á við því íbúunum líður þá líka betur með sitt nærumhverfi.“ Kraftaverk að tjaldabaki Þórður segir að félagsmenn séu spenntir fyrir komandi sumri í efstu deild knattspyrnunnar. Morgunblaðið/Eva Björk Loksins Leiknismenn voru sigri hrósandi í lok leiksins við Tindastól þegar þeir tryggðu sér loks sæti í efstu deild. Hófu ímynd hverfisins á loft með bikarnum  Framkvæmdastjóri Leiknis segist finna fyrir meiri hverfisvitund Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góðverk og þakklæti er þema febr- úarmánaðar hjá skátafélaginu Haf- örnum í Breiðholti. Starf félagsins skiptist í þrjár skátasveitir eftir aldri og eru hverri þeirra fal- in verkefni sem hafa það inntak að leggja lið og þakka það sem vel er gert. „Skátastarfið er lærdómsríkt og fjölbreytt. Mér finnst ein- staklega gaman að sjá hvað krakk- arnir taka út mikinn þroska til dæmis á einum vetri. Verða örugg- ari, ábyrgðarfyllri og ákveðnari í því að bjarga sér,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir sem er einn sveitarforingja Hafarna. Börnin hafa ólíkan bakgrunn Ásta Bjarney byrjaði í skáta- starfinu í Breiðholtinu fyrir þrjátíu árum og segir það mótað sig mikið. Hafi með öðru átt nokkurn þátt í því að hún ákvað að leggja starf með börnum fyrir sig. Fór því í kennaranám og er í dag skólastjóri Húsaskóla í Grafarvogi. Og skáta- starfið í landinu er öflugt. Er lær- dómsríkt og kostar lítið, hjá Haf- örnum er þátttökugjald annarinnar 12 þúsund krónur og er allt dag- skrárefni, skátaklútur og niður- greiðsla í helgarferð innifalin. Liðlega 40 krakkar taka þátt í starfi Hafarna í dag. Yngstir eru drekaskátar sem er flokkur 8 til 9 ára barna, Fálkar eru 10 til 12 ára og dróttskátar er flokkur 12 til 15 ára unglinga. Þetta eru krakkar úr Hólum, Bergum og Fellum í Breið- holti og eru af ýmsu þjóðerni. „Hve víða krakkarnir koma frá og hve bakgrunnur þeirra er ólíkur gerir starfið fjölbreytt og skemmti- legt. Fyrir stuttu voru elstu skát- arnir með matarfund þar sem krakkarnir lögðu á borð rétti frá sínu heimalandi, til dæmis, Lett- landi, Íslandi, Bandaríkjum og víð- ar, og buðu foreldrum sínum í mat,“ segir Ásta Bjarney og heldur áfram: Þakka með fallegum orðum „Við höfum lagt okkur eftir því að fá foreldra til að taka þátt í starfinu með okkur. Bjóðum þeim Lærdómsríkt og krakkarnir þroskast  Kátir skátar í Breiðholti  40 Hafernir Ásta Bjarney Elíasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.