Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Stefna íslamska ríkisins, IS, er enn skelfilegri en Hamas, hug- tökin mannúð og miskunn eru þar útlæg. Peter Bergen, þekkt- ur sérfræðingur í starfi hermd- arverkasamtaka, segir að sýn helstu leiðtoga IS á heiminn birtist vel í tímariti þeirra, Da- biq. Heimildir íslams segja að í bænum Dabiq í Sýrlandi muni, að sögn Spámannsins, herir ísl- ams og kristindóms- ins mætast í loka- orrustu. Þá verði heimsendir og ísl- am standi uppi sem sigurvegari. Bergen segir leið- toga IS vilja innrás vestrænna herja, þá muni spáin ræt- ast. Jesús Kristur hvetur hvergi íNýja testamentinu til ofbeldisog hann vildi að við svöruðum ofbeldi með fyrirgefningu. Samt hafa kristnir Bandaríkjamenn gert morðárásir á stöðvar fóstureyðinga- lækna og vitnað í harða andstöðu kirkjuleiðtoga gegn fóstureyðingum. En kirkjuleiðtogarnir hvetja samt aldrei til morða. Það hafa sumir leiðtogar íslams gert, minna má á dauðadóm sem Khomeini erkiklerk- ur í Íran kvað upp 1989 yfir Salman Rushdie. Hann taldi Rushdie hafa móðgað Spámanninn. Nú er deilt um það hvort rétt sé að kalla hryðjuverkamenn sem kenna sig við íslam múslíma, sumir segja þá trúlaust morðingjahyski sem meðhöndli konur eins og dýr og hafi einfaldlega yfirgefið sið- menninguna. Aðrir segja að IS og fleiri slíkur hópar séu að vísu dólgar sem vilji einkum fá útrás fyrir sad- isma en þeir séu margir sanntrúað- ir. Æðsti ímam hins virta Al-Azhar háskóla í Kaíró hefur ekki viljað kalla IS-liða villutrúarmenn þótt hann fordæmi illvirkin undan- bragðalaust. Uppruni íslams er að því leyti gerólíkur kristninni að Múhameð var leiðtogi herja, auk þess að vera sendiboði Allah. Víða er orðalag hrottalegt í helgum ritum íslams og hvatt til manndrápa. Um 1.600 milljónir manna kalla sig múslíma, þeir eru því talsvert færri en kristnir menn. Er hægt að fullyrða eitthvað um skoðanir og hugarfar svo mikils fjölda, er hægt að al- hæfa? Á seinni árum hafa verið gerðar vandaðar kannanir sem varpa nokkru ljósi á muninn milli menningarheima kristinna og músl- íma. En sýna einnig geysimikinn mun milli samfélaga múslíma í hin- um ólíku löndum. Pew-stofnunin bandaríska birti fyrir tveim árum niðurstöður könn- unar sem gerð var í 38 ríkjum músl- íma og sumar þeirra voru hrollvekj- andi. Þannig sögðust 88% egypskra múslíma sammála fornum kenni- setningum þess efnis að drepa bæri þann sem segði skilið við íslam. Margir virtir fræðimenn íslams munu vera andvígir þessari kenni- setningu, segja hana rangtúlkun á helgum ritum. En almenningur í Egyptalandi hlustar ekki á þá. Lítið trúarofstæki í Mið-Asíu Hlutfallið var líka hátt í Pakistan, 62% og meirihluti aðspurðra í Mal- asíu, Jórdaníu og á svæðum Palest- ínumanna var sama sinnis og Egyptar. En í Bangladess var hlut- fallið mun lægra, 36% og enn lægra í Túnis. Lægst var það meðal músl- íma í Evrópu og Mið-Asíulöndum, reyndar aðeins 0,5% í Kasakstan. Fyrir nokkrum árum gerði teymi fræðimanna við WZB-rannsóknar- stöðina í félagsfræðirannsóknum í Berlín könnun á útbreiðslu trúarof- stækis. Rannsókninni stýrði Ruud Koopmans, hollenskur prófessor sem lengi hefur rannsakað stöðu innflytjenda og afkomenda þeirra í Þýskalandi. Beitt var markvissum spurningum sem orðaðar voru þann- ig að svörin gætu sýnt afstöðu til ýmissa viðfangsefna. Um 9.000 manns í sex löndum í Evrópu og úr nokkrum trúarfylkingum voru spurðir. Tveir af hverjum þrem múslímum sögðust álíta lög íslams mikilvægari en lands- lög og þrír fjórðu að aðeins væri til ein túlkun á Kór- aninum. Meðal kristinna sögðust að- eins 9% meta lög trúarinnar meira en landslög og aðeins 20% höfnuðu því að til væri meira en ein gild túlkun á Biblíunni. Koopmans segir að greinileg fylgni sé milli þess að aðhyllast stranga bókstafstrú og þess t.d. að fordæma samkynheigð og hata gyðinga. Nær 60% múslíma vilja ekki eiga samkynhneigða vini, 45% segja að ekki sé hægt að treysta gyðingum og álíka hlutfall segir Vesturlönd vilja gera út af við íslam. Hlutfallið hjá kristnum var mun lægra, 9% er illa við samkyn- hneigða og 13% við gyðinga. Og 23% þeirra sögðust telja að múslím- ar vildu eyða vestrænni menningu. En hvað veldur þessum mun? Koopmans segir að afstaða umræddra hópa sé mjög svipuð og í upprunalöndum aðspurðra, sem eru aðallega Tyrkland og Marokkó. Álagið vegna flutnings í annað samfélag sé því ekki skýringin. Ljóst er að margir innflytjendur hafa haldið fast við hugsunarhátt sem þar er útbreiddur, m.a. gyð- ingahatur, andúð á vestrænum gild- um og trú á vestrænt samsæri gegn íslam þar sem múslímum sé ávallt kennt um allt illt. Sem dæmi má nefna að fjöldi múslíma er sann- færður um að Bandaríkjastjórn hafi sjálf staðið fyrir árásunum á Tví- buraturnana 2001. Undir þá firru taka oft ímamar í moskum. Koopmans vísar líka að mestu á bug algengum skýringum eins og þeim að múslímar í Evrópu séu fót- um troðnir af samfélaginu sem ávallt hundsi trúarleg réttindi þeirra sem minnihlutahóps. En hann segir einnig að það sé út í hött að segja að ofstæki sé óaðskiljanlegur hluti íslams; margir súnní-múslímar séu frjálslyndir og andvígir öllu ofstæki. Þeir séu engu verri múslímar fyrir bragðið. INNFLYTJENDUR FRÁ LÖNDUM ÍSLAMS VIRÐAST MARGIR EIGA ERFITT MEÐ AÐ SKILJA VIÐ ÞÆR HEFÐIR GAMLA LANDSINS, Þ. Á M. TRÚAROFSTÆKI, SEM SAMRÝMAST EKKI VESTRÆNU SAMFÉLAGI. HEIMSENDIR Í DABIQ? Stuðningsmenn íslamistaflokksins Jammat-e-Islami í Karachi í Pakistan efndu til mótmæla í lok janúar vegna skopmynda franska vikuritsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Birting myndanna væri hryðjuverk, sögðu þeir. AFP Að umbera skort á umburðarlyndi * Það er augljóst að hugmyndafræði [íslamista] leikurmikið hlutverk. Án hennar værum við bara að fást viðóeirðaseggi. Mehdi Mozzaffari, stjórnmálafræðiprófessor í Danmörku, fæddur í Íran. Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is LÍBÍA UK yggisrLíbíu hefur að aflétta vopnasölumeinuðu þjóðanna um 2011. Stjórnin, sem ræðurá landið sem sett var árið Líbíu og hefur nú aðseturí reynd aðeins yfir hluta ekki geta kveðið niðurí borginni Tobruk, segist og trúarofstækishópa semfjölmarga óaldarflokka u.Til þess skorti hana vopnberjast nú víða í landin nnst einn af hópunum ið Íslamska ríkið, IS, shefur lýst yfir stuðningi v rkamanna a Sýrlanísla utmista er nú ráða yfir stórum hl a myrti hópurinn bíu.ems hafðyEg pta, bláfátækt fólkkristinn menn í Lí ökunurti myndband með afHópurinn bi ka þingsins segirefrnd á vegum i deilda tíma ,,mistúlkaðaðrar V-Evrópuþjóðir hafa á sínuBreta og rfsukins samu ráðamanna í Rús landi tiherfilega” efðisambandsins. Allt of leg EÚkraínu o á að Rússland væri ajaá þeirri of bgagnvart Rússum bygg ógu mikil áhersla á að afla þekkinðlýðræðisríki. Ekki hef ngu á stöðu mála þar í landi.Rússlands og skort he aldir dið min i ku met að Chicago og atruflan tuvið gríðarmiklum kul ölBandaríkjunum mæld i f22 gráður á Celsius, í rídaskemmdum vegna v AND naþykkt hafa astkoð greiða taílens agtður, viðurlög eru ð gerastemi útsendara se miklaveður og öllum áró gnaðisttrölóði gð.nn, HEIMURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.