Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 54
E ins og á við um flesta kollega mína þá er það landslag sem maðurinn hefur breytt, eða frekar það sem maðurinn hefur lagt undir sig, sem mér finnst áhuga- vert í landslagsljósmyndun dagsins í dag. Það er áhugaverðara en hin hreina og óperulega sýn sem birtist til að mynda í ljósmyndum Ansels Adams. Fótspor mannsins á jörðinni er orðið of stórt til að líta framhjá því.“ Þannig útskýrir sýningarstjórinn William A. Ewing nálgun sína við val verkanna í bók- ina Landmark – The Fields of Landscape Photography sem breska forlagið Thames & Hudson gaf út fyrir skömmu. Þetta veglega, og glæsilega hugsaða og prentaða verk, hefur vakið verðskuldaða athygli. Í bókinni eru verk um 120 samtímaljósmyndara víða að úr heiminum og birtist hér á afar forvitnilegan hátt hverjir það eru sem Ewing telur hvað áhugaverðasta í hópi þeirra ljósmyndara sem takast á við landslag nú á 21. öldinni. Og val hans mótast einmitt af tímanum, því hvað hann telur mikilvægt að ljósmyndararnir fáist við í dag og hvers vegna. Hann telur ótvírætt að gagnrýnislaus sýn á ósnortinn heim sé vafasöm, ef ekki ómarktæk, nú þegar mað- urinn mylur yfirborð jarðar undir sig af sí- vaxandi hraða og þunga. Pétur Thomsen er fulltrúi íslenskra ljós- myndara í bókinni en birt er mynd úr verki hans Aðflutt landslag, sem sýnir fram- kvæmdir við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Algerlega sjónrænn miðill Viðfangsefni bókarinnar, landslagið í ljós- myndum í dag, á mikið erindi hér á landi. Við Íslendingar erum tiltölulega fá á þessu unga landi, sem býr yfir óvenjulegri fjölbreytni þegar litið er til þeirra upplifana sem ferða- menn geta orðið fyrir, og í þeim hópi eru ljósmyndarar ófáir, innlendir sem erlendir. Sannkölluð sprenging hefur orðið í áhuga al- menings á ljósmyndamiðlinum, samhliða auknum gæðum í stafrænni ljósmyndatækni, og sífellt fleiri hafa eignast myndavélar sem skila stórum skrám og geta gert nánast hvað sem sá sem á heldur hugsar sér. En eru verkin áhugaverð? Takast ljósmyndarar á sannferðugan hátt á við heiminn eins og hann er í raun? Það eru slíkar spurningar sem Ewing spyr með vali sínu í bókina. Vissulega má segja að ásýnd Íslands sé afar frábrugðin því sem sjá má í flestum löndum, þar sem maðurinn hefur mótað nær allt sitt umhverfi, á óafturkræfan hátt. Hér er því mögulega hægt að taka, án mikillar íróníu, ljósmyndir af landslagi þar sem hvergi sést glitta í mannanna verk. En það á við á færri og færri stöðum. Í meira en fjóra áratugi hefur William A. Ewing skrifað og fjallað um myndlist, hann hefur sett upp fjölda sýninga með ljós- myndaverkum og stýrði virtu safni, Musée de l’Elysée í Lausanne í Sviss, í fjórtán ár. Þessi nýja bók, Landmark, er verk sem hann hefur viðað í í mörg ár enda segist hann í samtali okkar hafa mikinn áhuga á landslags- ljósmyndun. Bókinni skiptir hann í tíu kafla þar sem sá fyrsti fæst við ægifegurð þar sem mikilfengleiki náttúrunnar er allsráðandi, sá næsti við sveitasælu, þá er komið að mann- virkjum, sem margir samtímaljósmyndarar hafa áhuga á, því hvernig mennirnir rista upp og nýta yfirborð jarðarkringlunnar, þá koma leikvellir í víðri túlkun, ör í landi, undur, of- skynjanir og loks einskonar náttúrleg upp- hafning; sýn höfundarins og val verkanna alltaf forvitnileg. „Ljósmyndun er algerlega sjónrænn mið- ill,“ segir Ewing og bætir við að þrátt fyrir að hann hafi sett saman ýmiskonar sýningar finnist honum viðfangsefni ljósmyndara hæfa ljósmyndamiðlinum misvel. Til að mynda finnst honum ljósmyndin ekki vera upp á sitt besta í glímunni við portrett. Myndirnar eru blekking „Hins vegar hreyfir landslag í ljósmyndum alltaf við mér, það er heppilegt viðfangsefni fyrir miðilinn, rétt eins og arkitektúr. Í landslagsmyndum er tekist á við rými og sjónræna blekkingu, þar sem landslag og um- hverfi er flatt út á tvívíðan flöt. Landslags- myndir geta haft að efniviði alla sömu þætti og málverk: alla liti sem hægt er að ímynda sér, glímu við ljós, sjónræna blekkingu, svo margt sem ögrar hugmyndum þess sem horf- ir. Allt er þetta áskorun fyrir þann sem ætlar sér að takast á við þennan efnivið. Sjálfur hef ég komið á fæsta staðina sem sýndir eru í bókinni en mér hættir til að hugsa um þá eins og þeir birtast í mynd- unum, sem flöt þar sem vegurinn hverfur í fjarskanum, en vitaskuld eru þeir ekki þannig í raun. Vegurinn heldur áfram handan hæð- arinnar og þar er annað landslag, myndirnar eru blekking og það er sífelld áskorun fyrir landslagsljósmyndara að fanga það sem er í raun ófanganlegt. Að koma reglu á það sem hann kýsa að ramma inn, láta það skipta máli og vera áhugavert fyrir áhorfandann.“ Ewing segir að í bókina hafi hann viljað safna saman helstu hugmyndum um sjónrænt Wild River, Florida, verk eftir austurríska ljósmyndarann Reiner Riedler frá 2005. Hann segir manngert landslag lykilatriði í sínum verkum. © Reiner Riedler Sá heimur kemur aldrei aftur Í NÝRRI OG ÁHUGAVERÐRI BÓK MEÐ ÚRVALI VERKA UM 120 HELSTU LANDSLAGSLJÓSMYNDARA SAMTÍMANS GEFUR AÐ LÍTA FORVITNILEGA SÝN ÞEIRRA Á UMHVERFI SITT. HÖFUNDURINN, WILLIAM A. EWING, SEGIR EKKI HÆGT AÐ LÍTA FRAM HJÁ ÞVÍ HVERNIG MAÐURINN HEFUR BREYTT ÁSÝND JARÐAR. EINS OG SJÁ MÁ Í MEÐFYLGJANDI MYNDUM ÚR BÓKINNI ER NÁLGUNIN VIÐ LANDSLAGIÐ BÆÐI FJÖLBREYTILEG OG ATHYGLISVERÐ. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Onokami Village, Gunma Prefecture (1994) eftir hinn japanska Shibata en svarthvítar myndir hans af mannvirkjum í landslagi hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu áratugum. © Toshio Shibata Kápumynd bókar Ewings er eftir Darren Al- mond og nefnist Night + Fog (Norilsk), 2007. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.