Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 47
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 er óvenjusvæsið, svokallað þríneikvætt brjóstakrabbamein sem var komið á stig 2B. „Lífslíkur kvenna sem fá þetta krabbamein eru minni en þeirra sem fá algengari gerðir brjóstakrabbameina og líklegra að það taki sig upp annarsstaðar í líkamanum,“ upplýsir Ingveldur og bætir við að það séu meiri lík- ur á þríneikvæðu brjóstakrabbameini hjá þeim sem eru innan við fertugt eða fimm- tugt, miðað við aldurshópinn sextíu ára og eldri, líka þeim sem bera hið stökkbreytta BRCA1-gen. Ingveldur hefur ekki ennþá farið í erfða- rannsókn en krabbamein er alls ekki algengt í hennar ætt. Við rannsókn á því sem var fjarlægt í að- gerðinni kom í ljós að æxlið í brjóstinu var 4,6 cm að stærð og meinvarp fannst í einum eitli af fjórtán sem voru fjarlægðir undan holhönd. Treystir læknunum Ingveldur var komin um fimm mánuði á leið þegar ákveðið var að hefja lyfjameðferð í byrjun desember. Erlendar rannsóknir sýna að óhætt er að setja þungaða konu í lyfja- meðferð við krabbameini svo lengi sem með- ferðin hefst eftir þriggja mánaða meðgöngu og er stöðvuð í síðasta lagi þremur til fjórum vikum fyrir fæðingu. „Fyrstu þrír mánuðirnir eru viðkvæmastir fyrir fóstrið. Þá má móðirin alls ekki fara í lyfjameðferð. Að þeim tíma liðnum á það að vera óhætt. Auðvitað velti ég fyrir mér hvort ég ætti að bíða með lyfjameðferðina en læknar töldu ekki þörf á því. Ég treysti læknunum mínum og hef aldrei efast um þeirra dómgreind,“ segir hún. Ingveldur viðurkennir að veikindi hennar hafi vakið mikla athygli. Einhver dæmi eru um að óléttar konur hafi greinst með krabbamein hér á landi og hún er annað sambærilega tilvikið sem krabbameins- læknir hennar, Óskar Þór Jóhannsson, hef- ur annast. Í hinu tilvikinu gekk allt að ósk- um. Ingveldur fær tvær gerðir af krabba- meinslyfjum í æð á þriggja vikna fresti. Vegna meðgöngunnar fær hún ekki steralyf fyrstu daga eftir lyfjagjöf eins og venja er. Ekki er að sjá að lyfjameðferðin hafi haft nein áhrif á meðgönguna sem gengur mjög vel. Ingveldur fer reglulega í ómskoðun og ekkert óeðlilegt hefur komið í ljós. „Vöxtur barnsins er eðlilegur og þetta lítur vel út. En auðvitað veit maður aldrei. Það er ekki sjálfgefið að maður eignist heilbrigt barn en ég á ekki að vera í meiri hættu en aðrar mæður.“ Vill ekki vita kynið Hún gekk tvær vikur fram yfir settan dag með Ásgeir Skarphéðin og á alveg eins von á að sama verði uppi á teningnum nú. Þrátt fyrir ítrekuð tækifæri vegna tíðra ómskoð- ana hafa Ingveldur og Kristinn Þór Sigur- jónsson, kærasti hennar, valið að fá ekki að vita kyn barnsins. „Það eru margir hissa á þessu,“ segir Ingveldur brosandi. „Flestir foreldrar virðast æstir að vita kynið. Við er- um hins vegar alveg róleg yfir því. Við vitum hvað þetta verður – annaðhvort strákur eða stelpa!“ Hún hlær. Ingveldur hefur þolað lyfjameðferðina vel. Á leið í aðgerð á Landspítalanum í nóvember síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.