Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 40
Tíska AFP *Tískudrottningin Sarah Jessica Parker sagði í samtalið við tímaritiðPeople að börn hennar þrjú, fimm ára tvíburarnir Tabitha og Lor-etta og James eldri sonur hennar, hefðu mikinn áhuga á að klæðasig upp. Hún segist jafnframt gefa þeim fullkomið frelsi frá sunnu-dögum til fimmtudags þegar kemur að klæðnaði og bætir við að þau séu afar skapandi og listræn. Það verður gaman að sjá hvort börnin verði fyrir áhrifum af tískuviti móður sinnar. Börn Söruh Jessicu Parker í tískuhugleiðingum H vernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég var að eignast barn fyrir nokkrum mánuðum svo fataskápurinn minn er ansi litaður af því að ég hef ekki gengið í „eðlilegum“ fötum í langan tíma. Svo stíllinn er blanda af því sem ég get mögulega púslað saman á morgnana. Það eru ákveðin leiðindi að taka bókstaflega allt úr skáp- unum á hverjum morgni til að finna eitthvað nothæft en góð áskorun. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Uppáhaldsflíkin mín er kápa úr nýju línu MAGNEA. Vanalega langar mig ekki að vera í flíkum sem ég hef sjálf verið að vinna við að hanna en þessi kápa er al- gjör undantekning. Hún er það góð að ég mér dettur ekkert nógu gott lýsingar- orð í hug. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég get með engu móti nefnt neinn sem mér finnst sérstaklega eftirminnileg/ur. Ég sé oft manneskjur sem ég hrífst af en það er kannski ekki beint fatnaðurinn sem hrífur mig heldur fas þeirra og framkoma. Þá eru öll föt sjarmerandi. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Velja gæði fram yfir magn, það margborgar sig. Já og að passa sig að kaupa föt í réttri stærð. Ég hef gengið í gegnum ýmis tímabil með það. Ég gat með engu móti keypt mér skó sem voru ekki of litlir eða of stórir fyrir nokkrum árum. Mjög skrítið vandamál. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Mér finnst Acne alltaf hitta naglann á höfuðið. Áttu flík sem þú tímir ekki að klæðast? Nei, en ég er samt alveg líkleg til að eignast hana einhvern tíman. Ég binst hlut- um oft órjúfanlegum tilfinningaböndum. En ég mun samt aldrei eiga fullt af föt- um sem eru hangandi inni í skáp með verðmiðanum á. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Varasalvi og gott rakakrem. Ég er mjög hrifin af Dr. Hauschka og Aveda. Hver hafa verið bestu kaupin þín? Bestu fatakaupin mín núna í vetur hafa án efa verið að fjárfesta í góðri úlpu. Það er búið að vera á dagskrá í nokkur ár og nú var ég endanlega komin með nóg af því að vera kalt 9 mánuði af árinu. En þau verstu? Ætli það sé ekki neongul pólýester peysa sem getur örugg- lega framleitt rafmagn fyrir heilt bæjarfélag. Svo eru Acne- skórnir mínir svona góð/vond kaup. Alls ekki praktískir, fá- ránlega flottir og smá áfall að uppgötva að tollurinn var liggur við jafn hár og verðið á skón- um. Hvaða tískublöð eða tískublogg lest þú? Ég enda yfirleitt á að lesa eitthvert sorp í staðinn fyrir uppbyggilega miðla. Ég er ein af þeim sem klikka alltof oft á fréttir eins og „Kanye missti vini þegar að hann byrjaði með Kim.“ En ég skoða til dæmis style.com og fuckingyoung.es reglu- lega og aðrar tískutengdar síður sem eru ekki með of mikið af auglýs- ingum. GÆÐI FRAM YFIR MAGN Sigrún Halla segir bestu fata- kaupin í vetur hafa verið að fjárfesta í góðri úlpu. Hún segist endanlega hafa verið komin með nóg af því að vera kalt níu mánuði af árinu. Morgunblaðið/Kristinn Binst hlutum oft órjúfanlegum til- finningaböndum SIGRÚN HALLA UNNARSDÓTTIR, FATAHÖNNUÐUR HJÁ ÍSLENSKU MERKJUNUM MAGNEA OG IIIF, UNDIRBÝR NÚ NÝJUSTU LÍNU TÍSKUHÚSSINS MAGNEA SEM KYNNT VERÐUR Á RFF- HÁTÍÐINNI Í MARS NÆSTKOMANDI. SIGRÚN HEFUR MIKINN ÁHUGA Á TÍSKU OG SEGIR FATNAÐ ALLTAF SJARMERANDI EF MANNESKJAN ER ÁHUGAVERÐ Í FASI OG FRAMKOMU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Sigrún hannar fyrir merkið MAGNEA. Sigrún segir varasalva nauð- synlegan í snyrtiveskið og er Dr. Hauschka í uppáhaldi. Acne Studios hittir alltaf nagl- ann á höfuðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.