Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Þ riðjudaginn 18. nóvember síðast- liðinn ritaði Ingveldur Geirs- dóttir blaðamaður samstarfsfólki sínu á Morgunblaðinu eftirfar- andi bréf: „Sælir kæru vinnufélagar. Mér fannst rétt að láta ykkur vita, áður en kjaftasögurnar fara af stað, að ég verð frá vinnu á næstunni vegna veikinda. Í síðustu viku fékk ég þær fréttir að hnútur sem ég fann í öðru brjósti mínu væri 4 cm illkynja krabbameinsæxli sem væri farið að teygja anga sína víðar um brjóstið. Ég fór strax í brjóstnám í gær og ligg nú inni á Landspítalanum. Aðgerðin gekk vel. Þegar nánari greining verður komin á því sem var fjarlægt af mér verður tekin ákvörðun um lyfjameðferð. En þar sem ég er ófrísk þá get ég ekki farið í hvaða með- ferð sem er. Ég tek þessu af æðruleysi og eitt skref í einu. Ég læt ykkur vita hvað verður. Bestu kveðjur í Móana, Ingveldur.“ Okkur var að vonum brugðið. Ingveldur hefur alltaf verið heilbrigðið og hreystin uppmáluð en krabbamein, sá vágestur, spyr víst ekki um það. Þar að auki var hún barns- hafandi. Hvað þýðir það fyrir lyfjameðferð- ina? Hvað þýðir það fyrir barnið? spurði fólk sig. Krabbi eða pönk? Ingveldur er ekki veikindaleg að sjá þegar hún tekur hress í bragði á móti mér á heim- ili sínu í Árbænum réttum þremur mánuðum síðar. Hárið er að vísu farið vegna lyfja- meðferðarinnar sem hún gengst nú undir en það gæti alveg eins bara verið einhver pönktíska eins og Ingveldur bendir á hlæj- andi. Hún fer í sína fimmtu lyfjameðferð strax eftir helgina sem verður jafnframt sú síð- asta áður en barnið fæðist. Ingveldur er sett 28. mars. Meðferðirnar áttu raunar bara að vera fjórar fyrir fæðingu en þar sem hún hefur þolað þær vel og ekkert útlit er fyrir að hún eigi fyrir tímann ákváðu læknarnir að bæta einni meðferð við. Ann- ars var einnig hætta á að langan tíma tæki að komast í það að greina hvernig með- ferðin hefur virkað, en ekki er hægt að gera rannsóknir á því fyrr en um fjórum vikum eftir fæðinguna. Þetta byrjaði þannig að Ingveldur fann óeðlilega bólgu í vinstra brjóstinu í byrjun október síðastliðinn. Hafði svo sem engar sérstakar áhyggjur af því enda breytast brjóst kvenna gjarnan mikið á meðgöngu og eiga það til að verða aum. „Ég hafði fengið sýkingu í þetta sama brjóst þegar ég var með son minn, Ásgeir Skarphéðin, á brjósti fyrir sjö árum og fannst ekki ólíklegt að hér væru eftirköst af þeirri sýkingu á ferðinni,“ segir Ingveldur en hún var um þetta leyti gengin tæpar tuttugu vikur. Bólgan jókst hratt og að viku liðinni ákvað Ingveldur að fara á læknavaktina í Árbæn- um. „Þar tók frábær læknir á móti mér, ung kona, og hún vildi senda beiðni á Krabba- meinsfélagið til að láta rannsaka þetta betur. Það tók tvær vikur að fá tíma þar og í milli- tíðinni stækkaði hnúturinn og ég fór að fá verk fram í handlegginn.“ Hélt upp á afmælið á spítalanum Spurð hvort hana hafi verið farið að gruna krabbamein á þessum tímapunkti hristir Ingveldur höfuðið. „Bólgan var rauð og heit sem mér þótti ekki sérlega krabbameins- legt.“ Niðurstöður lágu fljótt fyrir. Tveimur dög- um síðar fékk Ingveldur símtal, þar sem henni var tilkynnt að hún væri með illkynja krabbamein í brjóstinu. Stærra sýni var strax tekið til að greina tegund meinsins og Ingveldur send í segulómskoðun. Í framhald- inu var skipulögð skurðaðgerð til að fjar- lægja allt brjóstið. Þá aðgerð framkvæmdi Þorvaldur Jónsson skurðlæknir mánudaginn 17. nóvember. Það leið sumsé rúmur mán- uður frá því Ingveldur fann hnútinn þangað til brjóstið var farið. Aðgerðin heppnaðist vel og skurðlínan var hrein. Hún dvaldist í nokkra daga á spítalanum og hélt þar upp á 37 ára afmæli sitt, 19. nóvember. Verkfallsaðgerðir lækna á Landspítalanum voru hafnar á þessum tíma en Ingveldur kveðst ekki hafa fundið fyrir þeim. Hún var sett í algjöran forgang vegna þess að meinið Vil halda áfram að lifa lífinu INGVELDUR GEIRSDÓTTIR, BLAÐAMAÐUR Á MORGUNBLAÐINU, VAR GENGIN FJÓRA MÁNUÐI MEÐ SITT ANNAÐ BARN ÞEGAR HÚN GREINDIST MEÐ ILLKYNJA KRABBAMEIN Í VINSTRA BRJÓSTINU. HÚN FÓR STRAX Í BRJÓSTNÁM OG FLJÓTLEGA EFTIR ÞAÐ HÓFST LYFJA- MEÐFERÐ SEM GENGIÐ HEFUR VEL OG VIRÐIST EKKI ÆTLA AÐ SKAÐA BARNIÐ. INGVELDUR Á AÐ EIGA EFTIR FIMM VIKUR OG SEG- IR VEIKINDIN HAFA HAFT MINNI ÁHRIF Á LÍF SITT EN HÚN BJÓST VIÐ. HÚN GERIR SÉR ÞÓ FULLA GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ VERKEFNINU, EINS OG HÚN KALLAR ÞAÐ, ER HVERGI NÆRRI LOKIÐ. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is * Auðvitað velti ég fyrir mérhvort ég ætti að bíða meðlyfjameðferðina en læknar töldu ekki þörf á því. Ég treysti læknunum mínum og hef aldrei efast um þeirra dómgreind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.