Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 32
2 7 d 2 b p s j l v 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Matur og drykkir Það var mikið hlegið í boðinu þetta sunnudagskvöld í Skuggahverfinu. Borðið var sérlega smekklegt, með fánarönd þvert yfir og blómaskreytingin fyrir miðju borðsins var í stíl í fánalitunum. * Ég verð aðsegja aðeftirréttirnir slógu í gegn, hann kom skemmtilega á óvart þessi sem í fyrstu hljómaði svolítið framandi Frá vinstri: Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Sigríður Thorlacius, Albert Eiríksson, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hulda Björk Garð- arsdóttir og Björk Jónsdóttir. Sumir lenda í vandræðum með hratið, eftir að hafa pressað sér grænmetis- og ávaxtasafa. Albert segir að sniðugt sé að nota það í ýmsa grænmetisrétti eða kex eins og hér. Að lok- inni pressun morgunsins urðu til dæmis eftir um 2 dl af hrati úr spínati, engiferi, selleríi, mangói, gulrótum og steinselju. HRÖKKKEX 1 pakki Vilkó hrökkkex 1 dl olía 2 dl grænmetishrat 1 tsk. rósmarín salt, pipar, túrmerik vatn Setjið innihald pakkans í skál, bætið við olíu, grænmetishrati og kryddi. Notið hendurnar til að blanda öllu saman með höndunum. Bætið vatni við eftir þörfum. Athugið að deig- ið á að vera frekar þykkt. Leggið bökunar- pappír á ofnskúffu, setjið deigið þar á og loks aðra örk af bökunarpappír yfir. Rúllið deigið út með kökukefli þar til það er orðið jafnt lag Hrökkkex og þunnt. Takið efri bökunarpappírinn af, skerið rákir í deigið, þá verður auðveldara að brjóta það að loknum bakstri. Bakið í ofni við 160°C í um 30 mín. eða þar til kexið er orðið passlega stökkt. Til tilbreytingar má setja 2 msk. af rifnum osti, oreganó, múskati eða öðru góðu kryddi. Svo má alltaf bæta fræjum saman við við blönduna. BOTN 1 og ½ bolli heilhveiti 200 g vegan-smjör ½ tsk. salt 4-5 tsk. vatn Blandið öllu saman, mótið kúlu og látið deigið standa í a.m.k. klst. FYLLING 3 msk. olía 700 g grasker 450 g frosið spínat 1 stór laukur, saxaður 500 g tófú, saxað í matvinnsluvél 1 msk. edik 2 msk. sítrónusafi 3 msk. hvítvín (má nota vatn) smávegis grænmetiskraftur 3 msk. næringarger 2 tsk. oreganó 1 tsk. rósmarín ½ tsk. múskat salt og pipar eftir smekk Afhýðið graskerið og fræhreinsið. Skerið það í sneiðar og bakið þær í ofni við 170°C í um 20 mín. Steikið lauk í olíunni, bætið við spínati. Blandið saman við tófú, ediki, sítrónusafa, hvítvíni, grænmetiskraft eftir smekk, næringargeri og kryddið. Fletjið deigið yfir botninn út með höndunum, setjið í hringlaga eldfast form og bakið í 10 mín. Setjið rúmlega 2/3 hluta af fyllingunni ofan á og raðið loks graskersbitunum yfir og loks því sem eftir er af fyllingunni. Bakið við 170°C í um 35-40 mín. Graskers- og spínatbaka 2 bollar kínóa 4 bollar vatn 3-4 tómatar, skornir í báta 1 rauðlaukur, saxaður ½ chilipipar, smátt saxaður 2 hvítlauksrif, söxuð ½ rauð paprika, söxuð ½ græn paprika safi úr 1 lime rifinn börkur af 1 lime 1 tsk. kummin ½ bolli kóríander, saxað salt og pipar eftir smekk Sjóðið kínóa í vatni í um 15 mín. og látið það svo kólna. Blandið því saman við tómata, rauðlauk, chilipipar, hvítlauk, papriku, limesafa og limebörk, kryddið. Látið salatið standa í a.m.k. 2 klst. við stofu- hita áður en það er borið fram. Kínóasalat með lime ½ dós niðursoðnar kjúklingabaunir 2 avókadó, gróft söxuð 1/3 bolli steinselja, söxuð 3 msk. blaðlaukur, saxaður ½ bolli fetaostur í bitum safi úr 1 lime salt og pipar eftir smekk Hellið kjúklingabaununum í sigti og skolið þær með köldu vatni. Setjið baunirnar í skál og blandið avókadó, steinselju, blaðlauk, feta- osti saman við. Kreistið limesafa yfir og saltið og piprið eftir smekk. Látið salatið standa við stofuhita í um klst. áður en það er borið fram. Kjúklingabauna- og avókadósalat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.