Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 32
2 7 d 2 b p s j l v 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Matur og drykkir Það var mikið hlegið í boðinu þetta sunnudagskvöld í Skuggahverfinu. Borðið var sérlega smekklegt, með fánarönd þvert yfir og blómaskreytingin fyrir miðju borðsins var í stíl í fánalitunum. * Ég verð aðsegja aðeftirréttirnir slógu í gegn, hann kom skemmtilega á óvart þessi sem í fyrstu hljómaði svolítið framandi Frá vinstri: Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Sigríður Thorlacius, Albert Eiríksson, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hulda Björk Garð- arsdóttir og Björk Jónsdóttir. Sumir lenda í vandræðum með hratið, eftir að hafa pressað sér grænmetis- og ávaxtasafa. Albert segir að sniðugt sé að nota það í ýmsa grænmetisrétti eða kex eins og hér. Að lok- inni pressun morgunsins urðu til dæmis eftir um 2 dl af hrati úr spínati, engiferi, selleríi, mangói, gulrótum og steinselju. HRÖKKKEX 1 pakki Vilkó hrökkkex 1 dl olía 2 dl grænmetishrat 1 tsk. rósmarín salt, pipar, túrmerik vatn Setjið innihald pakkans í skál, bætið við olíu, grænmetishrati og kryddi. Notið hendurnar til að blanda öllu saman með höndunum. Bætið vatni við eftir þörfum. Athugið að deig- ið á að vera frekar þykkt. Leggið bökunar- pappír á ofnskúffu, setjið deigið þar á og loks aðra örk af bökunarpappír yfir. Rúllið deigið út með kökukefli þar til það er orðið jafnt lag Hrökkkex og þunnt. Takið efri bökunarpappírinn af, skerið rákir í deigið, þá verður auðveldara að brjóta það að loknum bakstri. Bakið í ofni við 160°C í um 30 mín. eða þar til kexið er orðið passlega stökkt. Til tilbreytingar má setja 2 msk. af rifnum osti, oreganó, múskati eða öðru góðu kryddi. Svo má alltaf bæta fræjum saman við við blönduna. BOTN 1 og ½ bolli heilhveiti 200 g vegan-smjör ½ tsk. salt 4-5 tsk. vatn Blandið öllu saman, mótið kúlu og látið deigið standa í a.m.k. klst. FYLLING 3 msk. olía 700 g grasker 450 g frosið spínat 1 stór laukur, saxaður 500 g tófú, saxað í matvinnsluvél 1 msk. edik 2 msk. sítrónusafi 3 msk. hvítvín (má nota vatn) smávegis grænmetiskraftur 3 msk. næringarger 2 tsk. oreganó 1 tsk. rósmarín ½ tsk. múskat salt og pipar eftir smekk Afhýðið graskerið og fræhreinsið. Skerið það í sneiðar og bakið þær í ofni við 170°C í um 20 mín. Steikið lauk í olíunni, bætið við spínati. Blandið saman við tófú, ediki, sítrónusafa, hvítvíni, grænmetiskraft eftir smekk, næringargeri og kryddið. Fletjið deigið yfir botninn út með höndunum, setjið í hringlaga eldfast form og bakið í 10 mín. Setjið rúmlega 2/3 hluta af fyllingunni ofan á og raðið loks graskersbitunum yfir og loks því sem eftir er af fyllingunni. Bakið við 170°C í um 35-40 mín. Graskers- og spínatbaka 2 bollar kínóa 4 bollar vatn 3-4 tómatar, skornir í báta 1 rauðlaukur, saxaður ½ chilipipar, smátt saxaður 2 hvítlauksrif, söxuð ½ rauð paprika, söxuð ½ græn paprika safi úr 1 lime rifinn börkur af 1 lime 1 tsk. kummin ½ bolli kóríander, saxað salt og pipar eftir smekk Sjóðið kínóa í vatni í um 15 mín. og látið það svo kólna. Blandið því saman við tómata, rauðlauk, chilipipar, hvítlauk, papriku, limesafa og limebörk, kryddið. Látið salatið standa í a.m.k. 2 klst. við stofu- hita áður en það er borið fram. Kínóasalat með lime ½ dós niðursoðnar kjúklingabaunir 2 avókadó, gróft söxuð 1/3 bolli steinselja, söxuð 3 msk. blaðlaukur, saxaður ½ bolli fetaostur í bitum safi úr 1 lime salt og pipar eftir smekk Hellið kjúklingabaununum í sigti og skolið þær með köldu vatni. Setjið baunirnar í skál og blandið avókadó, steinselju, blaðlauk, feta- osti saman við. Kreistið limesafa yfir og saltið og piprið eftir smekk. Látið salatið standa við stofuhita í um klst. áður en það er borið fram. Kjúklingabauna- og avókadósalat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.