Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 15
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 mák, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Gísla Örn Garðarsson hafa hlotið verðlaunin en frá því að ákveðið var að fækka hinum rísandi stjörnum niður í tíu ár hvert hefur aðeins Hilmar Guð- jónsson hlotið verðlaunin fyrir hönd Íslend- inga, árið 2012. Berlínarborg undirlögð Berlinale-hátíðin virðist leggja undir sig borgina að stórum hluta og kvikmynda- skólanemar og aðrir menningartúristar streyma til Berlínar í rútum frá öðrum stórborgum álfunnar. Víða má sjá rauða dregla fyrir utan kvikmyndahús, vandlega afgirta með tjöldum sem bera einkennis- merki hátíðarinnar, ráfandi bjarndýr. Á göngutúr um Berlín á meðan hátíðin stend- ur yfir er ekki óalgengt að sjá fólk liggj- andi í röðum í svefnpokum fyrir utan kvik- myndahús að kvöldi, eða sitjandi á garðstólum fyrir utan miðasölur, og því ljóst að eftirspurn eftir miðum er gríðar- leg. Eins er ekki óalgengt að heyra köll og skríkjur þegar frægur aðili lítur dagsins ljós, stígur út úr glæsibifreið og speglar sig í linsum ljósmyndara á rauða dregl- inum. Mér tókst nokkrum sinnum að til- heyra mannþyrpingu sem ærðist af fögnuði fyrir utan kvikmyndahús þegar fræga manneskju bar að garði en yfirleitt hafði svo margt fólk safnast saman að ómögu- legt var að berja þessa frægu manneskju augum fyrir öllum hinum. Mér skilst þó að einu sinni hafi Nicole Kidman verið á ferð, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að sjá hana, hoppandi eins og kengúra í mekkinum, komst ég aldrei nær en svo að sjá bara brúnaþungan, tröllvaxinn öryggis- vörð, með einn af þessum snúruvafningum aftan við hægra eyrað sem öryggisverðir um víða veröld virðast styðjast við, stika fram og aftur um dregilinn eins og mann- ýgt naut þegar Kidmann var horfin inn á braut. Þetta olli mér óneitanlega von- brigðum. Snemma á mánudagskvöld, stuttu eftir að Natalie Portman hafði veitt Heru og öðrum rísandi stjörnum viðurkenningu á glæsilegri athöfn við Potsdamer Platz, bár- ust mér þau tíðindi frá félaga mínum hér í borg að honum hefði tekist að útvega tvo miða á mynd Dags Kára, og ég hafði því hraðar hendur og dreif mig niður að Alex- anderplatz og hljóp þaðan eftir Karl-Marx- Allee eins og unglingur í Kalda stríðinu til að ná í bíóhúsið Kino International í tæka tíð. Kvikmyndahúsið er stórglæsilegt, byggt á sjötta áratugnum, og óhætt að segja að stemmningin í húsinu hafi verið mögnuð. Þar voru jafnframt viðstödd mörg kunnug- leg andlit úr íslenskum kvikmyndaheimi. Kominn yfir fertugt en lifir á Kókópöffsi Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í mynd Dags Kára um Fúsa, sem fjallar um liðlega fertugan mann sem borðar ógrynni af Kókópöffsi og býr enn hjá móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum, hann vinnur á færibandi á Keflavíkurflugvelli og spilar herkænskuleiki með líkönum og módelum með félaga sínum. En þegar ung stúlka og kona á hans reki koma inn í líf Fúsa þarf hann að endurskoða margt í sjálfum sér og viðhorfum til tilverunnar. Myndin er fallega skotin og einkennist m.a. af frábærum samtölum og sannfær- andi og sterkum leik helstu leikara. Öðru hverju sprakk svo salurinn úr hlátri, enda er myndin bráðfyndin. Fúsa var afar vel tekið af áhorfendum og að henni lokinni tók við dynjandi lófatak um stund. Að- standendur myndarinnar, leikstjórinn Dag- ur Kári ásamt framleiðendunum Agnesi Johansen og Baltasar Kormáki, stigu þá á svið ásamt aðalstjörnu hennar, fyrr- greindum Gunnari. Leikstjórinn þakkaði kurteislega fyrir sig og Gunnar sagðist jafnframt afar þakklátur fyrir tækifærið til að fá að leika í „alvöru drama“ í ljósi þess að hann væri að upplagi grínisti. Lands- menn allir geta svo fylgst með grát- broslegum ævintýrum Fúsa frá og með 20. mars næstkomandi, þegar hún verður frumsýnd á Íslandi. Að sýningu lokinni snerum við áhorf- endur aftur út í nístandi kulda Austur- Berlínar. Við settum upp húfur, smeygðum okkur í vettlinga. Sum okkar hóuðu í leigu- bíla, önnur streymdum við niður í jarðgöng til að ná síðustu lestum til fjarlægra borg- arhluta. Hin ástralska Cate Blanchett og Svíinn Stellan Skarsgard voru áberandi á kvikmyndahátíðinni Berlinale. AFP Listafólkið Lada Redstar og Sheila Wolf hlutu sérstök verðlaun í flokki LGBT- mynda, eða mynda sem beina sjónum að samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari Hannaður 1938 Íslenskt lambaskinn Stóll verð 199.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.