Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 49
Lengi býr að fyrstu gerð. Ingveldur í fjósinu heima á Gerðum í Flóa. 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Árið 2014 var viðburðaríkt hjá Ingveldi Geirsdóttur. Um sumarið flutti hún úr Hlíðunum í Árbæinn ásamt sex ára göml- um syni sínum, Ásgeiri Skarphéðni Andra- syni. Um líkt leyti áttaði hún sig á því að hún væri ólétt, þá nýbyrjuð með kærast- anum sínum, Kristni Þór Sigurjónssyni, sem starfar í Seðlabanka Íslands. Um haustið greindist Ingveldur síðan með krabbamein. „Ég hef verið að grínast með það við vini mína að ég ætti að skrifa bók – Karl, krakki og krabbi,“ segir hún hlæj- andi. Fjölskyldan stækkaði heldur betur en Kristinn á þrjú börn, 23 ára dóttur, sem búsett er í Bandaríkjunum, og 11 ára son og 10 ára dóttur, sem búsett eru á Suður- eyri við Súgandafjörð. Þau dveljast annað veifið hjá Ingveldi og Kristni. Eru þar til dæmis í vetrarfríi nú um helgina. „Það er gaman hvað fjölgað hefur í hópnum. Börn- in allt í einu orðin fjögur og það fimmta á leiðinni,“ segir Ingveldur. Hún segir Ásgeir Skarphéðin ekki hafa kippt sér mikið upp við veikindi móður sinnar. Hann sé þó forvitinn um útlitslegar breytingar á henni og lyfjagjafirnar en þar hefur bókin um Lyfjastrákinn Lúlla og elt- ingarleikinn við fýldu krabbameinsfrum- urnar hjálpað mikið til við að útskýra áhrif lyfjagjafanna. „Það hjálpar líka til að mjög lítil röskun hefur orðið á okkar dag- lega lífi.“ Ásgeir Skarphéðinn er tápmikill piltur, leggur stund á nám í fyrsta bekk grunn- skóla og æfir fótbolta af kappi með Fylki. „Hann missir ekki af æfingu og fátt annað en fótbolti kemst að,“ segir móðirin og flettir forláta möppu með fótboltamynd- um á stofuborðinu. „Ég hélt ég yrði aldrei þessi mamma en núna er ég farin að lesa Karl, krakki og krabbi bækur um Neymar og Ronaldo.“ Hún hlær. Bumbubúinn hefur verið duglegur að sparka á meðgöngunni og Ingveldi segir svo hugur að mögulega sé annar fótbolta- strákur á leiðinni – nú eða fótboltastelpa. Ingveldur ásamt kærasta sínum, Kristni Þór Sigurjónssyni, og syninum, Ásgeiri Skarphéðni Andra- syni, heima hjá foreldrum hennar í Flóanum um síðustu jól. Hulda Hjartardóttir, fæðingarlæknir í áhættumeðgöngu á Landspítalanum. Morgunblaðið/Kristinn Tölfræðin bendir til þess að krabba-mein greinist hjá einni af hverjumeitt þúsund þunguðum konum og fæðingar á Íslandi eru á bilinu fjögur til fimm þúsund á ári. Brjóstakrabbamein greinist hjá einni af hverjum þrjú þúsund, þannig að það eru þá ein til tvær hér á landi á ári,“ segir Hulda Hjartardóttir, fæðingarlæknir í áhættumeðgöngu á Land- spítalanum. Hún segir merkilega margt hægt að gera fyrir þessar konur án þess að það hafi áhrif á meðgönguna. Krabbameinið getur verið af ýmsum toga og meðferðirnar sem konur þurfa að ganga í gegnum miserfiðar. „Greinist kon- ur með krabbamein á meðgöngu koma tveir kostir til greina: Að meðhöndla krabbameinið eins og hjá hverjum öðrum sjúklingi eða bíða með meðferðina fram yf- ir fæðingu. Í tilfelli Ingveldar kom ekki til álita að bíða vegna þess að krabbameinið sem hún er með er mjög ágengt,“ segir Hulda. Beðið fram yfir tólf vikur Hún segir margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum lyfjameðferðar vegna krabbameins á meðgöngu og niðurstöður sýni að meðferðin hafi merkilega lítil áhrif á fóstrið. „Almennt er reynt að bíða fram yfir tólf vikur en sé nauðsynlegt að hefja meðferð fyrir þann tíma kemur fyrir að ráðlögð er fóstureyðing. Það er þó sjald- gæft og eiginlega bara þegar krabbameinið er það svæsið að meðferðin myndi setja fóstrið í hættu eða þungunin myndi tor- velda mjög meðferðina og minnka bata- horfur móðurinnar verulega.“ Ingveldur var komin fram yfir tólf vikur og var því ekkert að vanbúnaði að hefja lyfjameðferð með sérvöldum lyfjum með hliðsjón af þunguninni. Hulda staðfestir að æskilegt sé að hætta lyfjameðferð þremur til fjórum vikum fyrir fæðingu. Að sögn Huldu er helsta áhættan fólgin í því að lyfjameðferð vegna krabbameins getur haft áhrif á frumuskiptingu og þar af leiðandi tafið fyrir vexti hjá barninu. „Þess vegna fylgjumst við læknarnir í áhættumeðgöngu grannt með vexti gegn- um ómskoðanir og mælingar. Vaxi barnið vel er óhætt að halda meðferð áfram.“ Hulda segir lyfin líka geta haft áhrif á beinmerginn í fóstrinu, alveg eins og hjá móðurinni. „Fyrst eftir svona krabba- meinsmeðferð, þar sem ör skipting er á frumum, fer beinmergurinn stundum í lægð. Það er minna af rauðum og hvítum blóðkornum og blóðflögum sem þarf að vera í góðu lagi til að berjast við sýkingar og annað. Lyfin eru á hinn bóginn yfirleitt frekar skammvirk, þannig að eftir þrjár vikur er mergurinn oftast búinn að ná sér aftur. Þess vegna er mælt með því að fæð- ing sé ekki plönuð fyrr en þremur vikum eftir síðustu lyfjameðferð.“ Gengur vel hjá Ingveldi Hún segir vitaskuld ekki hægt að koma í veg fyrir að fæðing fari af stað of snemma en það gerist þó ekki nema í um 5% til- vika. Hulda segir meðgönguna hafa gengið vel hjá Ingveldi. Barnið dafni vel og útlitið sé mjög gott. Mikilvægt sé þó að fylgjast vel með henni fram að fæðingu og auðvitað eftir hana líka. „Eins og ég gat um erum við með nokkra reynslu af krabbameins- meðferðum á meðgöngu hér á landi og lærum eitthvað nýtt í hvert skipti. Læknar eru líka duglegir að bera saman bækur sínar í þeim tilgangi að finna bestu lausn- ina fyrir konuna.“ Hulda segir Ingveldi hafa tekið veik- indum sínum af miklu æðruleysi og skyn- semi. „Hún hefur verið tilbúin að hlusta á öll góð rök og það hefur verið afskaplega lítið mál að hugsa um hana Ingveldi. Von- andi á henni eftir að ganga allt í haginn.“ Merkilega margt hægt að gera HULDA HJARTARDÓTTIR FÆÐINGARLÆKNIR SEGIR FREKAR SJALDGÆFT AÐ KONUR GREINIST MEÐ KRABBAMEIN Á MEÐGÖNGU HÉR Á LANDI. AÐ JAFNAÐI FJÓRAR TIL FIMM Á ÁRI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.