Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Fjölskyldan Hvar og hvenær? Menningarhúsi Gerðubergi, laugardag kl. 14-16.Nánar: Í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins er markmiðið að fagna fjöl- breyttum tungumálum með líflegri dagskrá. Söngvar, töfrar og fleira auk þess sem börn fá að kynnast tungumálum annarra barna eða kenna sitt eigið. Lærum tungumál annarra B jörg Jóhannsdóttir, doktor í stærðfræði og kennslu- fræðum, skrifaði doktors- ritgerð sína frá Columbia- háskóla í New York um stærð- fræðikunnáttu íslenskra kennaranema. „Ég gerði rannsókn á stærðfræðikunnáttu kennara- nema á menntavísindasviði síðla árs 2012. Ég rannsakaði bæði al- menna stærðfræðikunnáttu þeirra og þá stærðfræðikunnáttu sem nauðsynleg er kennurum. Niður- stöður rannsóknar minnar benda til þess að kennaranemar séu ekki tilbúnir til þess að kenna stærð- fræði eins og lýst er í aðalnámskrá grunnskóla,“ segir Björg. Í úrtaki rannsóknarinnar voru 38 kennaranemar, bæði í grunn- og meistaranámi. Meirihluti hópsins var af námsleiðinni kennsla ungra barna. Hópurinn var fjölbreyttur hvað varðaði aldur og kennslu- reynslu þátttakenda. Helstu niður- stöður bentu til þess að kennara- nemar byggðu gloppótta stærð- fræðikunnáttu sína einkum á þeirri stærðfræði sem þeir sjálfir höfðu lært í grunnskóla, þeir treystu á minni sitt á reglum en höfðu ekki skilning á undirliggjandi hug- tökum. Slæmt fyrir menntakerfið „Ef kennsluskrá menntavísinda- sviðs Háskóla Íslands er skoðuð kemur í ljós að kennarar geta út- skrifast þaðan með örfáar einingar í stærðfræði. Er þá stærðfræðin oft spyrt saman við önnur fög og lítil áhersla á hreina stærðfræði. Í rauninni erum við því að treysta fólki til þess að kenna stærðfræði, oft í yngstu bekkjum grunnskóla, sem skortir þekkingu á því sviði. Sá sem kennir stærðfræði þarf að vita í hvaða röð er best að kenna efni, hvaða hugtök það eru sem yfirleitt reynast börnum erfið og svo framvegis. Í námskránni er lögð áhersla á að börn finni sínar eigin aðferðir við lausn dæma. Þá þarf kennarinn að geta sagt til um það hvort sú aðferð muni leysa sambærileg dæmi eða hvort börnin voru heppin að ramba á rétta lausn. Þetta mat á óhefðbundum lausnaaðferðum var eitt af því sem reyndist þátttakendum í rannsókn minni mjög erfitt.“ Svitna við tilhugsunina Björg segir þetta ástand í stærð- fræðimenntun kennaranema afar slæmt fyrir íslenska menntakerfið og að þetta þurfi að athuga. Sér lítist vel á nýju námskrána í stærð- fræði en ekki sé nóg að eyða pen- ingum, krafti og púðri í að byggja upp öfluga námskrá, henni þurfi einnig að fylgja eftir. „Námskráin er skjal sem grunnskólar þurfa að fara eftir og ætti í raun að vera leiðarljós þegar verið er að mennta verðandi kennara.“ Björg segir að samkvæmt rannsókn sinni hafi komið í ljós að kennaranemar geri sér grein fyrir vanmætti sínum gagnvart stærðfræði. Sumir hafi talað um að þeir hreinlega svitni við tilhugsunina eina saman um að kenna stærðfræði. „Þegar kennar- inn sjálfur er óöruggur og haldinn kvíða gagnvart stærðfræði getur það smitast til nemenda. Kennara- nemarnir í rannsókninni vildu fá að læra meiri stærðfræði og þá er ég ekki að tala um að vera sendir í tíma í stærðfræðigreiningu eða slíkt, heldur kennslu í grunn- atriðum stærðfræðinnar. Þá langar að vita af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru í stærðfræði,“ segir Björg. Stærðfræðiguðinn með svörin „Í hvítbókinni hans Illuga er talað um að rannsóknir hafi sýnt fram á að menntun og kunnátta kennara sé það sem best segi fyrir um hvernig menntakerfið standi að vígi. Þannig að ef við Íslendingar viljum bæta menntakerfið okkar, þá þurfum við að huga að kennara- menntuninni.“ Björg rifjar upp skólagöngu sína og segist muna vel eftir því að hafa ekki fengið útskýringar á ýmsum grunnaðferðum í stærðfræði en það séu einmitt þess konar útskýringar sem kennaranemar, sem gera ekki greinarmun á hugtaki og aðferð, þurfi meðal annars á að halda. „Slík menntun er verðandi kenn- urum nauðsynleg til þess að þeir viti af hverju ekki er deilt með núlli, af hverju við byrjum frá hægri þegar við margföldum, leggjum saman og drögum frá, en frá vinstri þegar við deilum, af hverju við tökum seinna brotið, snúum við og margföldum þegar við deilum brotum og svo fram- vegis. Allar þessar spurningar hafa svör og það eru rök á bak við öll svörin. Það er stundum eins og stærðfræðiguðinn hafi sent stein- plötur með lýsingu á því hvernig ætti að gera hlutina og fáir viti hvers vegna,“ segir Björg og hlær. „Þegar kennaranámið var lengt um tvö ár gafst gullið tækifæri til þess að auka kennslu í íslensku og stærðfræði. Því miður var það ekki gert. Ég held að þessar tvær greinar séu mest tengdar við áframhaldandi árangur í námi. Það er svo mikilvægt að þeir sem leggja grunninn að stærðfræðinámi barna séu sjálfir öruggir í stærð- fræði.“ Samstarf möguleg lausn Björg býr í Kaliforníu og starfar í California State University Stan- islaus, þar sem hún kennir við stærðfræðideild háskólans. Kenn- arar í stærðfræðideildinni við CSU Stanislaus sjá um stærðfræði- menntun verðandi kennara sem og stærðfræðinema. „Hér í Bandaríkj- unum hafa flest ríki tekið í notkun nýja sameiginlega námskrá í stærðfræði og móðurmáli, Common Core State Standards. Hluti af því sem ég er að gera er að sjá um endurmenntunarnámskeið fyrir kennara. Við förum út í skólana, að beiðni skólastjóra eða fræðsluskrif- stofa, en einnig er boðið upp á námskeið á laugardögum, þar sem kennarar geta komið og aukið kunnáttu sína. Þannig aðstoðum við kennara svo að þeir séu í stakk búnir til að kenna samkvæmt nýrri námskrá. Þetta samstarf stærð- fræði- og menntadeildar, sem og samstarf stærðfræðideildarinnar við skólana og fræðsluskrifstofur, er nokkuð sem ég hef velt fyrir mér hvort sé ekki sniðugt að taka upp á Íslandi. Það þarf að bjóða upp á öfluga endurmenntun fyrir kennara samhliða útgáfu nýrrar námskrár. Endurmenntun er nauð- synleg til að hægt sé að framfylgja námskránni, annars endar hún sem marklaust plagg,“ segir Björg. KENNARANEMAR SÍÐUR TILBÚNIR TIL AÐ KENNA STÆRÐFRÆÐI SAMKVÆMT NÁMSKRÁ Hægt að bæta mennta- kerfið með bættri kennaramenntun Rannsóknir sýna fram á að menntun og kunnátta kennara er það sem best seg- ir fyrir um hvernig menntakerfið stendur að vígi. NIÐURSTÖÐUR ÚR RANNSÓKN SEM BJÖRG JÓHANNSDÓTTIR FRAMKVÆMDI Í DOKT- ORSRITGERÐ SINNI SÝNIR AÐ VERÐANDI KENNARAR ERU EKKI Í STAKK BÚNIR TIL ÞESS AÐ KENNA STÆRÐFRÆÐI. AÐ MATI BJARGAR ÞURFA KENNARAR SÍFELLT AÐ AUKA KUNN- ÁTTU SÍNA OG KENNARANEMAR ÞURFA MEIRI OG BETRI STÆRÐFRÆÐIMENNTUN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Björg er doktor í stærðfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.