Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 53
Frikka en hann söng bakraddir í laginu. „Við vorum ekki búnir að horfa á þetta sem raunhæfan möguleika,“ segir Pálmi um að bæði lögin kæmu til greina. „Við vorum í skýjunum yfir að koma öðru laginu í einvígið,“ segir hann. „Síðan þegar þau voru komin þarna bæði var það mjög súrsætt því maður vissi að bara annað lagið myndi vinna,“ segir Ásgeir og út- skýrir nánar. „Um leið og við vorum að fagna að annað lagið myndi vinna vorum við að syrgja að hitt myndi tapa.“ Mál manna er að keppnin í ár hafi verið óvenjusterk og endurspeglast það meðal ann- ars í því að aldrei hafa verið greidd fleiri at- kvæði. Margir þátttakendanna voru líka ungt fólk. „Ég vona að þessi keppni hafi hjálpað til við að taka gamla lummustimpilinn af keppn- inni,“ segir Pálmi. StopWaitGo hefur heilmikið unnið með Steinda Jr. eins og í þáttunum Hreinn Skjöld- ur og Steindinn okkar og hefur samstarfið verið farsælt. Pálmi talar vel um Steinda og Bent samstarfsmann hans. „Þeir koma með pælingar sem við hjálpum þeim að setja í orð og búning sem fólk skilur. Þetta snýst um að skapa ákveðna tilfinningu, í þessu tilfelli hlát- ur og gleði.“ Friðriki Dór kynntust þeir í Versló. „Við unnum að báðum plötunum hans og samstarf okkar hefur alltaf verið mjög gott og kært.“ Versló hefur verið mikill áhrifavaldur í þeirra lífi því þar kynntust þeir líka Maríu. „Það var þegar við gerðum tónlistina fyrir söngleik Nemó árið 2011,“ segir Sæþór en þeir voru tónlistarstjórar sýningarinnar. Hún stóð upp úr í prufunum og þeir hafa unnið með henni síðan. Þeir voru um þetta leyti að stíga sín fyrstu skref í að semja lög til að senda út í heim í þeirri von að aðrir listamenn taki þau upp á sína arma. „Við áttum okkur á því að við þurfum góða söngvara til að túlka lögin og María er þar efst á blaði,“ segir Pálmi en Ásgeir hefur sjálfur sungið þau lög þar sem þurfti karlkyns söngvara. Útrásin hófst með Nylon. Sveitin var komin með samning við Hollywood Records og tókst StopWaitGo að keppa við stóra lagahöfunda og ná lagi á plötuna. Platan kom þó aldrei út en engu að síður fengu þeir greitt fyrir lagið. „Við ákváðum að taka þennan pening til að fjármagna ferð fyrir okkur út, taka nokkur lög með stelpunum og hitta bransafólk. Við vorum í Los Angeles í þrjár vikur og hittum umboðsmann sem leist vel á okkur og gerðum samning við hann fljótlega eftir að við komum heim,“ segir Pálmi en þetta var árið 2011. Í kjölfarið kynntust þeir bransanum betur. „Þetta er ein stór hringiða og við erum ennþá að reyna að finna okkar stað í þessu öllu. Við erum ennþá bara kettlingar í þessum bransa,“ segir Pálmi en vinnan hefur í vaxandi mæli krafist þess að þeir dvelji vestra. Hann og Sæþór voru búsettir í níu af tólf mánuðum á síðasta ári í Los Angeles á meðan Ásgeir hef- ur verið á Íslandi. Það lag þeirra sem hefur náð bestum ár- angri er „Disco Love“ með bresku stúlkna- sveitinni The Saturdays en það fór í 5. sæti í Bretlandi. Hér til hliðar má síðan sjá lista yfir helstu útgáfur og verkefni StopWaitGo síð- ustu ár. Viðræður um þrjú lög Núna standa yfir samningaviðræður í Banda- ríkjunum um þrjú lög, sem þeir eru mjög spenntir fyrir en of snemmt er að greina frá að svo stöddu. „Við erum alltaf að taka hænuskref í þá átt að geta lifað góðu lífi á þessu. Það er fyrst og fremst markmiðið,“ segir Pálmi en útskýrir að það verði að vera jafnvægi á milli þess að sinna íslensku og erlendu verkefnunum. Kettlingurinn er að vaxa og breytist áreið- anlega í ljón þegar Eurovision er búið. „Þetta er svo skemmtileg keppni. Lagahöfundarnir fá að láta ljós sitt skína. Þetta er góð kynning fyrir okkur og á án efa eftir að opna margar dyr og tækifæri,“ segir Ásgeir. Þegar blaðamaður hitti þremenningana voru þeir nýkomnir af fundi með RÚV. Hvað er næst á dagskrá? „Fyrst og fremst að klára lagið,“ segir Sæþór en allt þarf að vera tilbúið fyrir 10. mars. Þeir segjast hafa gert ensku útgáfuna af laginu eins nálægt lokaútgáfunni og þeir gátu en framundan séu smávægilegar breytingar eins og á textanum. Þeir halda í marga þræði og veitir greini- lega ekkert af því að vera þrír í teyminu. Þeir hafa unnið hörðum höndum að velgengninni sem þeir njóta nú og segist Pálmi ekkert sjá eftir tímanum sem fari í að vinna að verkefn- unum. Hann segir gaman að vinna að ástríðu sinni. „Þetta er gefandi og gaman. Við kvört- um ekki. Það er í raun og veru lúxus að hafa mikið að gera.“ StopWaitGo er öflugt þríeyki. Frá vinstri, Sæþór Kristjánsson, Pálmi Ragnar Ásgeirs- son og Ásgeir Orri Ásgeirsson. „Við erum alltaf að taka hænuskref í þá átt að geta lifað góðu lífi á þessu. Það er fyrst og fremst markmiðið,“ segir Pálmi m.a. í viðtalinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Þegar maður vinnursvona saman í teymier auðveldara að komast að góðri niðurstöðu. Mað- ur á til að vera litaður af eigin egói og þæginda- hring þegar maður er að gera hlutina sjálfur. 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Tónlistarstjórn fyrir sjónvarpsefni: Hreinn Skjöldur 2014-2015 (Stöð 2), Ástríðuglæpir 2014 (Stöð 2), Pétur Jóhann 2014 (Bravó TV), Áramótaskaupið 2013 (RÚV), Steindinn okkar 2010-2013 (Stöð 2), Lífsleikni Gillz 2013 (þættir á Stöð 2 og kvikmynd). Tónlistarstjórn fyrir auglýsingar: Herferð fyrir KFC (2011), Ring (2011), Nova (2012), Apollo X (2014), Kjarninn (2014), Herferðir fyrir FM957 (2011-2014). Helstu tónverk samin og útgefin: Sigurvegarar í Söngvakeppni Sjónvarps- ins 2015 með lagið „Unbroken“ ásamt því að hafa gert lagið „Once Again“ sem hafnaði í 2. sæti, „Springum út“ – Áramótaskaupið 2013 (#1 Íslenski listinn 2014), Louder – DJ MuscleBoy (#1 Íslenski Listinn 2014), „Alveg sama“ – Friðrik Dór, Steindi Jr., Bent (#1 Íslenski listinn 2014), „Dönsum burtu blús“ – Söngvakeppni Sjónvarpsins 2014, „Disco Love“ – The Saturdays (#5 Official UK Charts, #4 Official Scotland Charts, #10 Euro Digital Songs 2013), „Take It Like A Man“ – Bleona (#37 US Billboard Dance Charts, Official Las Ve- gas Gay Pride Song 2013), „Djamm í kvöld“ – Steindi Jr. og Ásgeir (#1 Íslenski listinn 2011), „Til í allt“ – Friðrik Dór, Steindi Jr. og Ásgeir – (#3 Íslenski listinn 2011), „Sjomli“ – Friðrik Dór, Auddi og Sveppi – (#1 Íslenski listinn 2011), „Geðveikt fínn gaur“ – Steindi Jr. og Ás- geir – (#1 Íslenski listinn 2010). STOPWAITGO Helstu útgáfur og verkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.