Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Með lögum um menningarminjar eru öllhús 100 ára og eldri sjálfkrafa friðuð,alveg óháð eðli eða ástandi húsanna. Með sömu lögum er ríkisstofnun heimilað að gera tillögur um friðlýsingu yngri húsa, í sam- ráði við annað apparat á vegum ríkisins, húsa- friðunarnefnd. Á grundvelli þessa hafa fjölmörg hús, alls staðar á landinu, verið friðlýst Friðlýsing er kvöð sem þinglýst er á fasteign og takmarkar mjög heimildir eigandans til þess að breyta henni. Hefðbundið viðhald og við- gerðir friðaðra og friðlýstra húsa geta orðið mun meira íþyngjandi framkvæmdir en ella. Friðun felur þannig í sér gríðarlegt inngrip í eignarréttinn sem réttlætt er með vísan til varðveislu byggingararfsins sem vissulega hef- ur menningarsögulegt gildi. Gallinn við lög- bundna verndun með þessum hætti, fyrir utan að vera brot á hinum helga eignarrétti, er hins vegar sá að ákvörðunin um verndun er ekki tekin af þeim sem þurfa svo að bera kostnaðinn af henni og lifa með henni. Ríkið lætur sig engu varða afdrif verndaðra húsa. Oftar en ekki hef- ur friðun í för með sér langdregna niðurlæg- ingu í lífi fasteignar sem hefði frekar átt að líkna með niðurrifi. Menningararf þess húss hefði þá mátt varðveita á annan hátt með ýmissi nútímatækni. Friðun einstakra húsa get- ur þannig verðið ankannaleg og hefur án efa leitt til verulegs óþols manna fyrir sjónarmiðinu almennt. Því miður. Gallinn við skipulagsmál er að hið opinbera, ríkið í tilfelli verndaðra húsa og sveitarfélög að öðru leyti, einokar algerlega málaflokkinn. Ekki er hefð fyrir því hér á landi að íbúar taki skipu- lagsmálin í eigin hendur með því að ákveða sjálfir hvernig þeirra umhverfi þeirra þróast og með hvaða hætti staðið skuli að verndun með hliðsjón af byggingarsögulegum menningararfi. Í upphafi skal endinn skoða og það er ekki frá- leitt að húsbyggjendur sammælist um verndun hverfismyndar eða götumyndar með samn- ingum sín á milli um tiltekið útlit eða viðhald. Í elsta hluta Reykjavíkur eru margar götur sem hefðu mátt njóta slíkrar framtakssemi eig- enda. Hringbraut í Reykjavík, ein elsta og fjöl- farnasta gata borgarinnar, státar af fallegri húsaröð beggja vegna og merkilegum bygging- arsögulegum arfi. Einhvers konar sundurlynd- isfjandi virðist þó hafa skotið upp kollinum í ekki bara einu húsi eða tveimur heldur alla göt- una á enda. Viðhaldsleysi og vægast sagt und- arlegar breytingar á sumum húsum sem ekki nokkur maður hefur áður haldið fram að væru illa hönnuð einkenna nú götuna. Gamla Verkó hefur hins vegar verið reist upp til vegs og virðingar eftir framúrskarandi endurbætur. Sannkallað einkaframtak í húsaverndun þar á ferð. Fleiri leiðir við húsafriðun * Fasteignaeigendur eigaað taka skipulagsmálin íeigin hendur. Þannig geta þeir bæði aukið verðmæti eigna sinna og lagt af mörkum til menningararfsins. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Emmsjé Gauti er iðinn á Twitter en hann deildi því meðal annars í vikunni hvað honum þætti um símakosninguna í Söngvakeppninni á laugardaginn og þarf ekki að fara í neinar grafgötur með að hún er rapp- aranum ekki að skapi: „Mér finnst siðlaust og ógeðslegt að við eyddum 22 milljónum í Eurovision-símtöl.“ Í vikunni var sagt frá því á visir.is að kettinum Harrý, sem verið hef- ur daglegur gestur á Sólheima- bókasafninu síðastliðið ár, yrði út- hýst þar sem viðskiptavinur hefði ofnæmi fyrir kettinum. Svanhildur Hólm Vals- dóttir, aðstoð- armaður fjár- málaráðherra, tók upp hanskann fyrir köttinn og skrifaði á Face- book: „Jújú, staður sem rekinn er fyrir opinbert fé á að geta þjónust- að alla, með og án ofnæmis (eða annars óþols fyrir dýrum), en það þurfa ekkert allir staðir að vera dýralausir. Þeir sem reka kaffihúsið mitt úti á horni, fyrir eigin reikning, eiga að geta boðið alla velkomna sem þeir vilja, óháð fótafjölda. Er ekki kominn tími til að slaka aðeins á í forræðishyggjunni og treysta fólki til að ákveða hvort það leyfir dýr á stöðum sem það rekur?“ Margir leggja orð í belg í ummæl- um við þessa færslu Svanhildar, meðal annars Stefán Pálsson sagn- fræðingur en hann skrifar: „Forystukona í Sjálfstæðisflokknum ver feita ketti! – (Fyrirsögnin myndi samt virka betur á ensku.)“ Tónlistarmaðurinn og íslensku- neminn Einar Lövdahl veltir fyrir sér námsmöguleikum í Háskóla Ís- lands og skrifar á Twitter: „HÍ býð- ur upp á nám í öllum flokkum Trivi- al Pursuit nema bleika (ef appel- sínugul. = íþróttafr.). Get ég tekið meistarapróf í bleika í útlöndum?“ AF NETINU Ferðahluti hinnar geysivinsælu vef- síðu Yahoo! fór í rannsóknarleið- angur í hlutverki erlends ferðalangs á Íslandi og skoðaði hvernig ferða- maðurinn gæti leyft sér eitthvað gott hérlendis en samt ekki endað á kúpunni. Í greininni var það fullyrt að erlendir ferðamenn væru sann- arlega í paradís en hún væri dýr og ekki eins hagstæð fyrir erlenda ferðamenn og hún var til dæmis í kringum 2008. Er bent á það að sam- kvæmt gögnum sem vefsíðan Num- bea.com safnaði saman er meðalverð á veitingahúsum hérlendis allt að 8% hærra en í stórborginni New York. Útgangspunktur greinarinnar var hvernig væri hægt að komast af með 25 dollara í mat og drykk á dag í Reykjavík án þess að kaupa allt í lágvörustórmakaði en hvaða ráð gaf blaðamaður Yahoo! sem ferðaðist hingað í eigin persónu núna í febr- úar? Meðal annarra var að spara sér dýran kvöldverð og fá sér pylsu á Bæjarins bestu en einnig væri hag- stætt verð hjá Noodle Station, Dur- um og Sjávarbarnum. Þá væri Svarta kaffi með sinni súpu í brauð- hleifi mjög góð kaup, tyrkneski veit- ingastaðurinn Meze væri á þessum ódýra lista og á Prikinu væri hægt að gera mjög góð hamborgarakaup. Þá kæmust ferðamenn ansi langt á því að borða skyr, sem væri bæði mjög mettandi og ódýrt. Ef ferðamenn ætluðu að fá sér í tána á Íslandi væri hins vegar allra sniðugast að kippa með sér bjór og léttvíni á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins þar sem áfengi væri dýrt en þó var tekið fram að á stöðum eins og Tíu dropum við Laugaveg væri hægt að gera ágætis slík kaup. Stærstu mistökin og af- ar algeng meðal fá- fróðra ferðamanna væru að kaupa sér vatn á flöskum, vatn væri alls staðar í boði ókeypis. Blaðamaður Yahoo! var ánægður með hamborgarana á Prikinu. Morgunblaðið/Eggert Yahoo! skoðar hvað er ódýrast Ein algengustu mistök sem er- lendir ferða- menn gera hér- lendis samkvæmt Yahoo! er að kaupa sér vatn á flöskum. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.