Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Ferðalög og flakk Hér má sjá elsta hluta The Belfry en byggingin er sér- staklega heillandi á ein- staklega enskan hátt. Hótelið The Belfry í nágrenni Birmingham hefur upp á margt að bjóða fyrir golfara en hjá hót- elinu eru þrír golfvellir, Brabazon, PGA National og The Derby. Þeir eru mjög mismunandi og hæfa golfurum af ólíkri getu. Brabazon-völlurinn er hannaður af Peter Alliss og Dave Thomp- son og hefur Ryder-bikarinn ver- ið haldinn þar fjórum sinnum, oftar en á nokkrum öðrum stað. Þar hafa frægir kylfingar á borð við Seve Ballesteros, Tiger Wo- ods og Nick Faldo komist í hann krappan. Þeir sem hafa ekki áhuga á að spila golf geta heimsótt spa hót- elsins. Þar er hægt að fara í nudd eða ýmsar snyrtimeðferðir eða slaka á í gufu eða laug. Hótelið er líka vinsælt fyrir veislur af ýmsu tagi og The Belfry er líka samkomustaður fótbolta- kappanna á svæðinu en við hlið hótelsins er næturklúbburinn Bel Air þar sem hægt er að dansa af sér skóna. Annar kostur er að tveir góðir veitingastaðir eru á hótelinu. Sam’s Club House er í afslapp- aðari kantinum en þar er hægt að fá djúpsteiktan fisk og fransk- ar og eldbakaðar flatbökur sem skolað er niður með heiðarlegum bjór. Ryder Grill er fínni staður, sem meðal annars býður upp á mat úr héraði og úrval vína. Hótelið sjálft er nýlega uppgert og samanstendur af eldri og nýrri byggingum. Hótelið dreifist um stórt svæði því ekki er byggt upp á við og tengjast nýju bygging- arnar vel þeim eldri. Brabazon-barinn er glæsilegur og býður upp á gott úrval drykkja. Fagurt umhverfi á átjándu holu. Nýjasta viðbótin við hótelið er spa þar sem hægt er að fara í ýmsar gufur, lauga sig eða fara í nudd og fleiri meðferðir. Fjórum sinnum heimavöllur Ryder-bikarins GOLF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.