Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 52
Tónlist 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 S igurvegarar Söngvakeppni Sjón- varpsins 2015 eru sannarlega þríeykið í StopWaitGo en bæði lög þeirra komust í einvígið. Friðrik Dór Jónsson söng lagið „Once Again“ á úrslitakvöldinu en María Ólafsdóttir söng til sigurs með laginu „Unbroken“. Lagið fer því alla leið á stóra sviðið og keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í Vín í vor. StopWaitGo skipa bræðurnir Ásgeir Orri og Pálmi Ragnar Ásgeirssynir ásamt Sæþóri Kristjánssyni. Pálmi er nýorðinn 26 ára en hinir verða 25 á árinu. Þeir hafa hinsvegar þekkst frá því þeir voru pjakkar. „Við kynnt- umst fyrst í fótboltanum í Val þegar við vor- um fimm, sex ára pollar,“ segir Pálmi. Bræð- urnir sinntu tónlist hvor í sínu lagi en voru líka saman í hjómsveitum. „Þegar við vorum svona þrettán, fjórtán ára heyrðum við síðan upptökur af Sæþóri spila á gítar. Okkur fannst það stórmerkilegt að einhver í skól- anum hefði tekið sig upp að spila á gítar,“ segir Ásgeir en þeir voru í Hlíðaskóla. Þeir þrír hófu samstarf eftir þetta. „Við tökum upp saman og svo þróast það yfir í tónlistarforritin,“ segir Pálmi en þegar Ásgeir og Sæþór voru í 10. bekk gáfu þeir út lagið „Mamma hans Alla“. „Við stofnuðum lítið tríó sem stækkaði í að vera hljómsveitin Kicks! sem gerði lagið „Party Department“, sem náði spilun á FM957,“ segir Ásgeir en lagið skar sig úr öðrum íslenskum lögum. „Það var ekki mikið að frétta í samtíma upptökustjórn á þessum tíma,“ segir Pálmi en lagið þótti „út- lent“, það var poppað og dansvænt og rappað á ensku. „Í framhaldi af því höfðu þáverandi Nylon- stelpur samband við okkur,“ segir Pálmi en þær voru komnar á mála hjá umboðsmanni í Bandaríkjunum á þessum tíma. Þetta var í lok árs 2009. „Þá varð þessi hugmynd til að stofna tónlistarfram- leiðsluteymi sem sæi um að semja og útsetja, taka upp og mixa tónlist,“ segir Ásgeir og segir að árið 2010 hafi þetta undið upp á sig. „Við vorum þá í vinsælum mennta- skólaþætti sem heitir 12:00 í Versló,“ segir hann en það er skemmti- og fréttaþáttur á vegum nemendafélagsins. „Við innleiddum tónlistarmyndbönd í þann þátt og út frá því hafði Steindi Jr. samband við okkur og Haffi Haff og auglýsingafyrirtæki,“ segir Ásgeir, en samstarf þeirra við Steinda hefur verið mikið síðan, þeir gerðu plötu með Haffa Haff, aug- lýsingar fyrir KFC og síðan þá hefur verkefn- unum bara fjölgað. „Á þessum tímapunkti vissum við ekki mik- ið hvað við vorum að gera, við vorum bara að gera það sem okkur fannst gaman og okkur gekk vel,“ segir Pálmi en það virkar sem ágætis uppskrift að velgengni. „Við reynum að taka okkur ekki of alvarlega og ég held að það skíni í gegn í lögunum okkar, leikgleðin er til staðar og ég held að fólk tengi við það.“ Hver er kosturinn við að semja og vinna þrír saman? „Ég get bara talið upp ókosti,“ segir Pálmi og hlær en margar ákvarðanir þarf að taka til að gera eitt lag. „Þegar maður vinnur svona saman í teymi er auðveldara að komast að góðri niðurstöðu. Maður á til að vera litaður af eigin egói og þægindahring þegar maður er að gera hlutina sjálfur,“ segir Pálmi. Þeir hafa lært mikið á því að gera sjálfir og hafa notfært sér netið. „Það er hægt að nálg- ast allt, læra allt sem maður vill á netinu,“ segir Ásgeir. „Þetta byrjaði allt bara með fikti,“ segir Sæþór og segið svo ekki að það komi ekki margt gott út úr fikti! „Stór hluti af þessu öllu er að þora að fikra sig áfram,“ segir Pálmi. Ekki „þjáðir listamenn“ Ásgeir gefur ekki mikið fyrir hugmyndina um „þjáða listamanninn“ heldur getur sköpunin komið upp úr gleði og ástundun. „Maður þarf ekki endilega að setjast niður nýbúinn að upp- lifa einhvern harmleik og búast við að þá komi meistaraverkið. Það er bara hægt að setjast niður, sama hvernig manni líður, og búa til geðveikt lag; það er ef maður kann rétta aðferðafræði og tileinkar sér ákveðnar hugmyndir.“ Pálmi útskýrir sköpunarferlið nánar. „Ég held að það hjálpi okkur mjög mikið að við spilum á ýmis hljóðfæri en við erum ekki gít- arleikarar, trommuleikarar eða bassaleikarar, við bara reddum okkur á þessi hljóðfæri. Það sem gerist er að maður fer að nota sköp- unargáfuna til að láta lagið hljóma vel. Í stað þess að fara eftir kennslubókunum byrjum við að skapa sjálfir. Það er hluti af því sem ein- kennir okkar sánd. Við erum ekki fastir í músíkpervertisma um hvað sé gott og hvað sé ekki gott heldur fylgjum eigin tilfinningu og reynum að láta það skína í gegn í staðinn fyr- ir að fara eftir settum reglum um hvernig eigi að semja lag.“ Fyrir keppnina birtu strákarnir órafmagn- aðar útgáfur af „Litlum skrefum“ („Unbro- ken“) og „Í síðasta skipti“ („Once Again“) á YouTube en tengillinn er aðgengilegur á Fa- cebook-síðu StopWaitGo. Báðar útgáfurnar eru áhrifamiklar og lögin standa fyrir sínu; þeir þurfa ekki að fela sig á bak við vindvélar, ljósasýningar og dans. Melódían hefur forgang „Það er hægt að gera allt mögulegt við eitt lag. Hægt að breyta hljómunum og vera með brjálaðar taktpælingar en það er ekki alltaf það sem þjónar laginu best og oftast skemmir það fyrir. Ég held að það sé hluti af sérstöðu okkar að melódían hefur alltaf forgang og allt annað er gert til að skila laginu,“ segir Pálmi. Fyrir utan órafmögnuðu útgáfurnar voru þeir líka búnir að senda frá sér gítargripin á guitarparty.com svo fólk væri klárt í Eurov- ison-partíin. Þeir búa ekki að mikilli formlegri tónlistar- menntun. „Við lærðum allir eitthvað en tókum engin stig,“ segir Ásgeir. „Ég fór í gítarnám einn, tvo vetur, lærði grip og svona,“ segir Sæþór. „Við erum allir með góð tóneyru,“ segir Ásgeir. „Tónlist snýst svo miklu meira um upplifun heldur en stærðfræðina sem er á bak við hana,“ segir Pálmi. „Styrkleikinn okkar er líka það að við vitum hvað við þurfum að gera til að vekja ákveðnar tilfinningar hjá fólki,“ segi Ásgeir. „Þetta hljómar svo útsmogið,“ segir Pálmi og þeir hlæja allir. Pálmi gefur ekki mikið fyrir Eurovision- formúlur. „Hvort sem þú ferð eftir einni form- úlu eða annarri þá endar þú alltaf með það verkefni að gera lag sem fólk elskar. Það get- ur hver sem er gert lag sem er ABABCB, galdurinn er að láta fólk elska lagið og fá það með sér í lið.“ Þó að þeir framleiði lag frá A til Ö hafa þeir ekki kosið að vera í forgrunni á sviði. „Þetta snýst um að þekkja sína styrkleika. Okkar styrkleikar eru í því að semja lagið og leyfa öðrum að gera það sem þeir gera best og syngja það,“ segir Ásgeir. „Það þurfa ekki allir að gera allt,“ segir Pálmi en honum finnst flytjendur oft ómak- lega gagnrýndir fyrir að semja ekki eigin lög. „Þú þarft ekki að vera góður lagahöfundur til að vera góður söngvari þó að sumir geti gert hvorttveggja.“ Tóku líka þátt í fyrra Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þeir tóku þátt í Söngvakeppninni en í fyrra voru þeir með lagið „Dönsum burtu blús“ sem Sverrir Berg- mann söng en komust ekki upp úr und- ankeppninni. Þeir segjast hafa lært mikið á því að taka þátt í fyrra. „Við fórum með fullan metnað inn í þessa keppni en okkur fannst við ekki þurfa að gera meira en að skila laginu og síðan myndi þetta bara gerast af sjálfu sér. En það er bara ekki þannig. Maður þarf að fylgja þessu eftir allan tímann,“ segir Ásgeir. „Við einbeittum okkur að röngum hlutum í fyrra en lærðum helling, segir Pálmi og það má sannarlega segja það. Hvernig tilfinning var það á úrslitakvöldinu síðustu helgi að bæði lögin kæmu til greina? „Við öskruðum bara þarna inni í græna her- berginu,“ segir Pálmi. „Við urðum eftir með Maríu en Ásgeir var kominn á svið með Byrjaði með fikti TÓNLIST SNÝST UM TILFINNINGAR, EKKI FORMÚLUR, SEGJA STRÁKARNIR Í STOPWAITGO, SEM ERU HÖFUNDAR BEGGJA LAGANNA SEM KOMUST Í EINVÍGIÐ Í SÖNGVAKEPPNINNI UM SÍÐUSTU HELGI. LAGIÐ „UNBROKEN“ FER TIL VÍNARBORGAR TIL AÐ KEPPA Í LOKAKEPPNI EUROVISION Í VOR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Söngvarar laga StopWaitGo, Friðrik Dór og María, eftir að úrslitin voru tilkynnt. Nú hefur komið í ljós að Friðrik Dór fer með sem bakrödd til Vínar. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.