Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 45
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 ekki réttast að byrja rétt einu sinni spunann um það þegar „gjaldeyrisforðinn var gefinn Kaupþingi“ eins og það er gjarnan orðað og svo undrunarhrópin um það, af hverju megi ekki spila samtalið á milli forsætis- ráðherrans og seðlabankastjórans! Og það merkilega var, að Ríkisútvarpið (Stofnun í þjóðarþágu), sem ekki er í eigu sömu aðila og 365, þótt fréttamat og áhugasvið séu löngum kostulega áþekk, fór strax eftir fyrstu umfjöllun í þetta sama far. Þetta var auðvitað svo ankannalegt að öfugt við 365 taldi „RÚV“ sig þurfa afsökun fyrir undarlegheitunum, sem er sjaldgæft. Var bent á að einhverju sinni í langri meðferð málsins hefði verið nefnt eins og í framhjá- hlaupi að byrinn sem „kaup sjeiksins“ hefði veitt Kaupþingi kynni að hafa haft áhrif á þetta með gjald- eyrisforðann. Þarna var ótrúlega langt seilst í þráhyggju sinni og andúð. Því í einum af lengstu dómum í sögu Hæsta- réttar Íslands er ekki minnst á þetta mál. Og ekki var hægt að segja að neitt nýtt hefði gerst í þessu atriði síðan fjárlaganefnd undir forystu Björns Vals Gíslasonar fjallaði um þetta mál í heilan vetur og vantaði þá ekki áhuga Fréttastofunnar. Öll sú mikla rannsókn endaði með því að Björn Val- ur og meirihluti hans suðu saman stuttan áróðurs- pistil, sem hefði ekki getað orðið ómerkilegri, þótt hann hefði verið settur saman í vetrarbyrjun, áður en allur leikaraskapurinn hófst, sem engu skilaði. „Fréttastofan“, sem fylgdist áköf og gagnrýnislaust með þessum hallæristilburðum helsta liðþjálfa Stein- gríms J. Sigfússonar, tók þó aldrei eftir því, að allan veturinn sem fjárlaganefndin fimbulfambaði um þetta bað hún seðlabankastjórnann, sem allt gekk út á að ófrægja, aldrei um að koma á sinn fund og gera grein fyrir málinu. Sjálfsagt vegna þess, að þá hefði ekki þurft fleiri fundi. Ekki vitund snúið Málið er ekki mjög flókið, þótt það mætti ætla eftir all- ar rangfærslurnar. Ríkisstjórnin hafði eins og kunnugt er ákveðið að í miklu neyðartilviki skyldi verja fé til að reyna að bjarga fyrsta íslenska bankanum (Glitni), sem stefndi í þrot, með því að leysa meirihuta eignarhaldsins til sín á tilteknu verði. Ástæður þess liggja fyrir. Öllum mátti vera ljóst, að félli fyrsti bankinn sem riðaði væru yfir- gnæfandi líkur á að þeir færu allir þrír. Ekki var held- ur talið útilokað að ríkissjóður kynni að hafa bolmagn til að bjarga einum banka. Ef reikningar Glitnis og upplýsingar um lánalínur og fleira væru réttar, þótti ekki vonlaust að honum mætti hugsanlega bjarga. Tækist það væri ekki víst að áhlaup yrði gert á hina. Síðar komu auðvitað gleggri og verri upplýsingar í ljós. En svo urðu þau undur, að aðaleigandi þessa banka á fallandi fæti (og helsti skuldari hans og allra hinna bankanna) ákvað að reyna að beita fjölmiðla- veldi sínu og pólitískum áhrifum, einkum í Samfylk- ingunni, til að knýja fram betra boð frá ríkisstjórninni. Hann dró því að boða til hluthafafundar. Þar með voru örlög Glitnis innsigluð. Veruleikafirringin var algjör. Atbeini ríkisins kom því ekki til. Því mun hafa verið talið að svigrúm kynni að verða til þess að bjarga næsta banka sem riðaði, Kaupþingi, enda létu eigendur hans þannig að með tiltekinni að- stoð héldist hann á réttum kili. Því héldu forsvars- menn Landsbankans einnig fram um sinn banka og hafa síðar sumir fullyrt að ákveðið hafi verið að kosta því svigrúmi sem til var til að bjarga Kaupþingi frem- ur en L.Í. En þegar þarna var komið og eftir að hafa séð innviði Glitnis var stjórnvöldum landsins orðið ljóst, að áhættan við björgunaraðgerðir var mjög mik- il. L.Í. hafði ekki veð fram að bjóða gegn þeirri aðstoð sem forsvarsmenn bankans héldu fram að myndi duga þeim til bjargar. Síðari tíma vitneskja gerir það að vísu ekki trúverðugt. En Kaupþing hafði FIH banka í Danmörku fram að bjóða. Reikningar þess banka sýndu að hann væri þre- falt virði lánsins sem beðið var um. Stæðist það og fengist allsherjarveð í honum, sem fékkst, var ekki bein áhætta fólgin í þeirri hjálp. Nú hafa menn séð að reikningar fjölda banka, austan hafs og vestan, blikna fljótt við erfiðleika og það þrátt fyrir að margvíslegir varnaglar séu slegnir og styrkleikaprufur fjármálaeft- irlita sýni að viðkomandi banki eigi að þola flest hugs- anleg áföll. En FIH bankinn var ekki líklegur til að fara á höfuðið. Allt danska bankakerfið var komið í danska ríkisábyrgð. Enda er FIH bankinn ekki farinn á höfuðið enn. Árið 2007 hafði FIH verið gerður upp með hagnaði sem nam á þriðja tug milljarða króna. Og jafnvel þeg- ar árið ógurlega, 2008, var gert upp vorið 2009 var hagnaður bankans tæpir 4 milljarðar króna. Þann örlagaríka dag, sem þetta var allt til umræðu, hafði Seðlabanki Íslands samband við Seðlabanka Danmerkur og spurðist fyrir um FIH bankann og hvort efast þyrfti um veðhæfni hans. Því var svarað til að í fljótu bragði teldu menn það ekki vera, en sagt að Danska fjármálaeftirlitið yrði spurt. Þegar það hafði verið gert lét bankinn S.Í. vita að mat eftirlitsins væri hið sama. En þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjald- eyri vildi S.Í. ekki taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans var þannig tilkominn, að ís- lenska ríkið hafði selt skuldabréf fyrir 1 milljarð evra. S.Í. hafði varðveitt andvirðið og það hafði tekist svo vel að lánið var sjálfbært og ríkissjóður hafði af því engan kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn litu bankastjórar S.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina héldu því fram, að ríkis- stjórnin vildi að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna fór símtalið við forsætisráðherrann fram. Til- viljun réð því að það símtal var hljóðritað. Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjar- veði í banka sem talinn var standa mjög ríflega undir því. Ómerkilegur eftirleikur Það voru aðrir aðilar og önnur ríkisstjórn sem sáu um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. Það hefur öllu ráðið um það hversu vel veðið hefur reynst. Þeir, sem flæmdir voru frá S.Í. með pólitísku offorsi af því tagi, sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra. Bankinn FIH er enn starfandi og lausleg skoðun á eigin fé bendir til að hann sé enn mun meira virði en veðskuldin var. Þeir sem eiga bankann nú virðast því mega vera mjög ánægðir með viðskipti sín við Seðla- banka Íslands. Allan þann tíma sem hin bjánalega umræða hefur farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráð- herrans og seðlabankastjórans hefur sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það er í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.