Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 48
„Ég er þreytt fyrstu dagana á eftir en það er allt og sumt. Þetta hefur farið merkilega vel í mig. Ég get gert allt sem ég gerði áður. Ég fer út að ganga, í sund og hvaðeina. Hreyfing er mjög mikilvæg til að koma blóð- inu af stað. Ég er í veikindaleyfi í vinnunni en hef verið að taka að mér eitt og eitt verk- efni. Svo er ég dugleg að fara út og hitta vini mína. Það á illa við mig að hanga heima í aðgerðarleysi. Kiddi segir að ég sé alveg vonlaus sjúklingur. Það þurfi ekkert að hugsa um mig.“ Hún hlær. Eftir brjóstnám er nýtt brjóst venjulega byggt upp í sömu aðgerðinni. Í tilfelli Ing- veldar var það á hinn bóginn ekki hægt vegna þungunarinnar. Fyrir vikið er hún nú „einbrystingur“, eins og hún kallar sig. „Það er ekki svo mikið mál. Það er mun meiri fötlun að missa handlegg eða fótlegg en brjóst. Ég er ekki með neina komplexa út af þessu. Ég hef alltaf kunnað ágætlega við líkama minn og finnst hann ennþá fal- legur.“ Lífið hefur lítið breyst Ingveldur á möguleika á brjóstuppbyggingu síðar en hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hún komi til með að nýta sér það. „Það er heilmikil aðgerð og ég veit ekki hvort ég á að leggja það á mig. Annars er ég ekkert að velta því fyrir mér núna. Krabba- meinsmeðferðin og óléttan hafa algjöran for- gang. Við sjáum til seinna.“ Skurðurinn er orðinn hluti af Ingveldi. Hún skammast sín alls ekki fyrir hann og hefur til dæmis verið dugleg að fara í með- göngusund. Ingveldur viðurkennir að tals- vert sé horft á hana í steypibaðinu og þykir það alls ekki óþægilegt. „Fólk spyr, mest með augunum, og mér þykir það allt í lagi. Sjálf er ég mjög forvitin um annað fólk og skil vel að annað fólk sé forvitið um mig. Mér finnst alls ekkert erfitt að ræða þetta við ókunnuga, hafi þeir á annað borð áhuga á því.“ Á heildina litið segir Ingveldur krabba- meinið hafa hingað til breytt lífi sínu lítið – og mun minna en hún átti von á. „Þetta hef- ur gengið mjög vel, enn sem komið er. Á þessari stundu veit ég ekki hvað verður. Kannski tekur harkalegri meðferð við eftir fæðinguna. Það verður metið þegar þar að kemur. Ég treysti læknunum mínum full- komlega og leyfi þeim að ráða ferðinni. Þeir segja hlutina eins og þeir eru og þannig vil ég hafa það. Ég hef fengið framúrskarandi þjónustu á Landspítalanum. Þar vinnur frá- bært fólk.“ Stuðningsumhverfið er almennt mjög gott hér á landi, að sögn Ingveldar. Auk vina og vandamanna hefur hún verið dugleg að sækja styrk til Ljóssins, endurhæfingar krabbameinsgreindra. Mætir þar að jafnaði á fundi tvisvar í viku. Annars vegar hjá hópi nýgreindra kvenna á öllum aldri og hins veg- ar hjá krabbameinsgreindum á aldursbilinu 30 til 45 ára en þar er fólk af báðum kynj- um. „Þetta er frábær félagsskapur og svo dýrmætt að geta deilt reynslu sinni með fólki sem er í sömu sporum og maður sjálf- ur. Þarna getur maður rætt málin á eðlileg- um og afslöppuðum nótum. Þetta er svolítið eins og að ræða við vinnufélagana um vinn- una. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, er líka að vinna mjög gott starf, að ekki sé talað um Krabbameinsfélag Íslands.“ Verkefni en ekki styrjöld Ingveldur segir viðhorfið skipta miklu máli í veikindum sem þessum. „Ég vil halda áfram að lifa lífinu, langaði aldrei að verða sjúk- lingur. Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er al- veg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera.“ Annars kveðst Ingveldur ekki hugsa um dauðann. „Dauðinn er partur af lífinu og fer ekkert framhjá mér frekar en öðrum. Sumir deyja fyrir aldur fram og ég gæti alveg verið ein af þeim eins og hver annar. Enginn má sköpum renna, sjáðu bara samstarfsfélaga okkar, Egil Ólafsson, sem lagðist til svefns fyrir skemmstu og vaknaði ekki aftur, 52 ára gamall.“ Hún þagnar. Ekki hrædd við dauðann „Nei, ég er ekki hrædd við dauðann. Flestir sem greinast með krabbamein læknast, aðrir deyja. Í mínu tilviki eru læknarnir bjartsýnir á að tekist hafi að skera meinið burt og að það hafi ekki dreift sér frekar. Þetta mun tíminn leiða í ljós.“ Hér er mælt af miklu æðruleysi. „Já, ætli það ekki. Ég hef alltaf verið æðrulaus manneskja. Mitt lífsviðhorf mót- aðist líklega af því að alast upp í sveit. Sem lítil stelpa horfði ég á lífið verða til, sá tuddana fara upp á kýrnar og hrútana upp á ærnar. Ég kynntist líka dauðanum, tók á móti dauðum lömbum og kálfum og sá oft um að grafa dauð dýr, stundum með mikilli viðhöfn. Við systkinin smíðuðum krossa á grafirnar, lögðum blómvendi á þær og sungum sálma. Maður hefur afskaplega lítið um þessa hluti að segja, þetta er gangur lífsins. Ég hef alltaf verið með fæturna á jörðinni og á erfitt með að venjast því að fólk tipli á tánum í kringum mig. Ég skil vel þegar fólk segir: „Vina mín, það er mik- ið á þig lagt!“ En það er algjör óþarfi. Ég vorkenni mér ekki sjálf og vil ekki að aðrir geri það.“ * Nei, ég er ekkihrædd viðdauðann. Flestir sem greinast með krabba- mein læknast, aðrir deyja. Í mínu tilviki eru læknarnir bjart- sýnir á að tekist hafi að skera meinið burt og að það hafi ekki dreift sér frekar. Þetta mun tíminn leiða í ljós. Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.