Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 55
Scottsdale, Arizona, Bandaríkjunum, og Estoril, S. Pedro, Portúgal. Báðar frá 2006 úr myndröðinni Ný tré þar sem ljósmyndarinn skaparar heildstæða myndröð þar sem manngerð tré eru fyrir miðju. © Robert Voit Baumschule #001 (2010) og Lot #01 (2013), loftmyndir hollenska ljósmyndarans De Ruijters. © Gerco de Ruijter landslag á 21. öldinni. Hann muni því miður ekki lifa það að sjá úrvalið úreldast á viðlíka hátt og hann sjái þegar hann tekur nú upp bækur með landslagsmyndum frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, eftir viðurkennda og virta meistara landslagsljósmyndunar eins og Ansel Adams. „Kannski munu þessi nýju verk sem okkur þykja áhugaverð í dag þykja fáránleg síðar á öldinni, hver veit?“ segir hann. „En ég reyndi í það minnsta að skapa eitthvað nýtt, sýna ný tungumál í miðlinum.“ Ljósmyndun er skráningarmiðill Fjölbreytileiki myndanna er mikill en innan þeirra segir Ewing vera hugmyndafræðileg átök milli fólks sem telur sig annars vegar vera heimildaljósmyndara og hins vegar lista- menn. Margir sem líta á sig sem listamenn óttast að vera taldir eitthvað ómerkilegri í dag ef þeir teljist vera að skrá heimildir. „Fyrir þrjátíu árum hikuðu ljósmyndarar ekki við að kalla sig heimildarljósmyndara en nú segja þeir margir: Nei, nei, ég er lista- maður! Eins og það sé ekki hægt að vera hvort tveggja. Staðreyndin er sú að ljós- myndun er skráningarmiðill og skráir á stór- kostlegan hátt þegar vel er gert. Mér þykir alls ekkert ómerkilegt við það að kalla ein- hvern heimildarljósmyndara, þótt vissulega taki menn margar listrænar ákvarðanir í ferlinu, allt frá því að ákveða að taka ljós- mynd á tilteknum stað, í hvaða hæð mynda- vélin á að vera, með hvaða linsu og í hvaða átt hún á að beinast. Allar þessar ákvarðanir skipta máli og þar kemur listin inn, að skapa áhrifaríka og sannfærandi mynd. Það má síð- an deila til eilífðar um heimildargildi verka og hvað sé sjónræn blekking, en við vitum líka öll að það er mikill munur á því að taka mynd í raunverulega umhverfi og því að skapa eitthvað frá grunni, að skálda upp úr sér.“ Þegar Ewing er spurður hvers vegna hann telji landslagsljósmyndun á 21. öldinni þurfa að takast á við önnur viðfangsefni en lands- lagsmyndir fyrri tíma segir hann það snúast um hraða breytinganna. „Í þúsundir ára hafa menn verið að breyta landslagi en það var alltaf á mannlegum skala, kannsi með einu dýri og einu hand- verkfæri. Þessar breytingar á umhverfinu hafa því verið mjög hægar, jafnvel þegar verkefnin voru gríðarstór, eins og bygging píramídanna eða eyðing skóganna í Evrópu,“ segir hann. „Nú skyndilega getur maðurinn hins vegar beitt tækjum af yfirgengilegu afli og skapað ótrúlegar breytingar á landslagi, jafnvel á einum degi.“ Hann tekur sem dæmi ljósmynd Péturs Thomsen hér til hægri, þar sem jarðýtur fletta landinu upp. „Ég bý hér úti á landi í Sviss, í litlu þorpi, og á nokkrum dögum hafa tveir eða þrír menn á risastórum vélum fjarlægt hluta af heilu fjalli til að rýma fyrir íbúðarblokk. Við sjáum þessar gríð- armiklu breytingar um alla jörðina og hraði þeirra eykst bara. Námuvinnsla er að verða sjálfvirk og landinu er flett sundur. Þetta er ástand jarðarinnar og við getum ekki neitað því.“ Ekki ljósmyndarar frekar en aðrir segir hann. Heimurinn eins og hann er Ewing telur því mikilvægt að sýna heiminn eins og hann er en neitar því þó ekki að enn megi finna fegurð í heiminum – þótt margir stórborgarbúar sem fari aðeins eftir hrað- brautum milli þéttbýliskjarna og dragi fyrr glugga flugvélanna þegar þeir svífa yfir norð- urpólnum eða öðrum stórkostlegum svæðum jarðar telji svo ekki vera. Aftast í bókinni birtir hann stutta texta frá öllum ljósmynd- urunum þar sem þeir svara spurningunni hversu pólitískir þeir séu í nálgun sinni við landslag og náttúru. Svörin eru ólík og for- vitnileg. Ég bendi Ewing á að fjöldi fólks flykkist til Íslands að upplifa lítt snortna náttúru og finni mikil verðmæti í henni. „Ég þekki þá þörf alvarlegra og upplýstra áhugamanna í ljósmyndun að finna ósnortin svæði og mynda þar. Ég get líka séð tog- streituna í því, þetta fólk hefur ekki áhuga á verkum mikilvægra samtímaljósmyndara eins og Edwards Burtynskys, sem bendir í verk- um sínum oft á mein jarðar, án þess þó að prédika. Slíkar myndir ögra þörf áhuga- ljósmyndaranna fyrir hreinleika og full- komnun. En sá heimur kemur aldrei aftur. Eins og við höfum farið með jörðina getum við aldrei gert hana aftur að fallegum og sak- lausum stað. Það er ekki hægt.“ Þjórsá #1, Íslandi, 2012. Verk eftir kanadíska ljósmyndarann Burtynsky, einn þekktasta samtíma- ljósmyndarann, sem fæst einkum við að fjalla um það hvernig maðurinn mótar umhverfi sitt. © Edward Burtynsky Ljósmynd Péturs Thomsen í Landmark: Aðflutt landslag, Al3_009a, Kárahnjúkar, Íslandi, 2003. © Pétur Thomsen „Bawadi“ frá 2006 eftir Florian Joye sem segir verk sín snúast meira um form en landslag sem slíkt. © Florian Joye * Slíkar myndir ögra þörf áhugaljósmyndarannafyrir hreinleika og fullkomnun. En sá heimurkemur aldrei aftur. Eins og við höfum farið með jörð- ina getum við aldrei gert hana aftur að fallegum og saklausum stað. Það er ekki hægt. 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.