Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 34
Það allra mikilvægasta þegar kemur að sushigerð er það hvernig hrísgrjónin eru meðhöndluð. Þau eru í raun svo mikil- væg að þeir sem læra það að verða sushi-kokkar í Japan eyða fyrstu tveimur árunum af sjö í náminu bara í það að ná tökum á hrísgrjónunum. Fyrsta skrefið er því að kaupa rétt hrísgrjón. Til eru sérstök sushihrísgrjón og fást þau nú í öllum helstu matvöruverslunum. Þessi tegund af hrísgrjónum er stutt, lítil og feit og mjólkurkennd á litinn. Aðrar teg- undir af hrísgrjónum ná ekki þessari klístruðu áferð sem þarf til. Byrjum á því að mæla hversu mikið magn þarf að nota af hrísgrjónum. Fínt er að miða við að tveir rúmir bollar af hrísgrjónum duga í um það bil 10 maki-rúllur sem hentar 4-6 manns. Áður en hafist er handa við að útbúa hrísgrjónin þarf að skola þau vel. Færið hrísgrjónin í sigti og skolið þau yfir stórri skál í vaskinum. Hristið hrísgrjónin vel þar til vatnið verður vel gruggugt. Grjónin eru nefnilega varin með alls kyns efnum. Hellið vatninu úr skálinni og skolið hrís- grjónin aftur í sigtinu yfir skálinni þar til vatnið verður gruggugt á ný. Þetta þarf að endurtaka 3-4 sinnum þar til vatn- ið er nánast tært í skálinni eftir skolun. Leyfið hrísgrjónunum að þorna í um 15 mínútur. Ef þú býrð svo vel við að eiga hrísgrjónapott er næsta skref ansi einfalt. Hrísgrjónin eru sett í pottinn með passlega miklu vatni og potturinn settur í gang. Annars eru hrísgrjónin sett í venjulegan pott. Viðeigandi hlutföll eru einn bolli af vatni á móti einum bolla af hrísgrjónum og látið sjóða. Þegar suðan er komin upp er þétt lok sett á pottinn og hitinn stilltur á allra lægsta stig. Hrísgrjónin látin eldast í um 15 mínútur. Þegar 15 mínútur eru liðnar er potturinn tekinn af hellunni og hrísgrjónin látin liggja í gufunni með lokinu á í 10 mínútur. Það má alls ekki taka lokið af í þessu ferli. Hvað sem þú gerir, ekki einu sinni kíkja! Þá er komið að síðasta skrefinu í undirbúningnum á hrísgrjónunum, að búa til shari-zu. Shari-zu er blanda af salti, sykri og hrísgrjónaediki og er það þessi blanda sem gerir hrísgrjónin passlega klístruð og að ekta sushigrjónum. Reynið að finna hreint hrísgrjónaedik, sem ekki er búið að blanda sykri né salti við. Í uppskrift að shari-zu fyrir tvo bolla af hrís- grjónum þarf að hræra saman 4 msk hrísgrjónaediki saman við 8 tsk af sykri og 1 tsk af salti þar til það leysist vel upp. Færið hrísgrjónin í skál, helst tréskál ef hægt er, því tréskálin dregur rakann frá hrísgrjónunum. Glerskál ætti þó einnig að vera í lagi. Notið trésleif til að dreifa vel úr grjónunum og losa um klumpa, ef þeir hafa myndast. Látið shari- zu leka varlega, dropa fyrir dropa, yfir öll hrísgrjónin. Brjótið hrísgrjónin síðan varlega saman, þ.e. látið þau falla yfir sig sjálf þar til gufan hverfur, en passið að kremja þau ekki. Þegar gufan er horfin leggið þá rakt viskustykki yfir grjónin á meðan hráefnið í sushi-ið er undirbúið. Eins og gjarnan er sagt í tískuheiminum, þá er minna meira þegar kemur að sushigerð. Þegar verið er að ákveða hvað á að fara saman í hvaða rúllu er gott að hugsa smátt og ímynda sér að ræmurnar ættu að vera á stærð við blýant. Þunnar gúrkuræmur, þunnar skelfisksneiðar, þunnar lárperusneiðar, þunnar gulrótasneiðar, þunnar laxasneiðar og þar fram eftir götunum. Í 10 maki-rúllur fer um það bil hálft kíló af hráefni. Svo þarf að skipta þessu hálfa kílói bróðurlega milli hráefna. En þetta er aðeins viðmið. Þegar kemur að því að rúlla í maki-rúllur þarf að láta möttu hliðina á þaranum snúa upp. Skínandi hliðin á þaranum þarf að snúa út, annars getur orðið heldur erfitt að rúlla. Gott er að miða við að magnið sem þarf af hrísgrjónum í hverja rúllu sé það magn sem kemst fyrir í kúlu í lófanum, alls ekki meira. Þá er gott að nota sérstakar sushimottur, til að styðja við „rúllið“. Að lokum er mjög mikilvægt að hafa litla skál með vatni sér við hlið þegar sushi er búið til. Klístruðu hrísgrjónin eiga það til að festast verulega við fingurna og því gott að hafa vatnið svo þau verði nú ekki til þess að meistaraverkið taki á sig misheppnaða mynd.Sushi er ljúffengt og gaman að prófa að búa til heima. Snjöll leið til að láta shari-zu leka yfir hrísgrjónin. Best er að skera hráefnið í þunna strimla. Morgunblaðið/Heiddi HRÍSGRJÓNIN ÞAÐ ALLRA MIKILVÆGASTA Sushigerð: 6 góð ráð ÞAÐ KREFST MIKILLAR ÞJÁLFUNAR AÐ VERÐA MEISTARI Í SUSHI-GERÐ, JAFNVEL MÖRG ÁR. SUSHI EFTIR SLÍKA MEISTARA ER ÓMÓTSTÆÐILEGA GOTT. EN ÞAÐ ÞARF HINS VEGAR EKKI MARGRA ÁRA ÞJÁLFUN TIL AÐ NJÓTA ÞESS AÐ ÚTBÚA HEIMAGERT SUSHI. NOKKUR LYKILATRIÐI ÞURFA ÞÓ AÐ VERA Á HREINU TIL ÞESS AÐ SUSHI-IÐ HEPPNIST OG HELST SNÚA ÞAU AÐ HRÍSGRJÓNUNUM. FORVINNAN ÞYKIR EFLAUST FREMUR MIKIL EN JAPANSKT ORÐATILTÆKI SEGIR AÐ SJÖ GUÐIR LIFI Í HVERJU HRÍSGRJÓNI, SVO ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ BERA VIRÐINGU FYRIR GRJÓNUNUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Uppskrift að góðu kvöldi er meðal annars að fá fólk í mat og hjálpast að við að búa til sushi. Þá þurfa hrísgrjónin að vera útbúin á réttan hátt. Laxinn er hér tilbúinn í maki rúlluna. 1 2 3 4 5 6 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Matur og drykkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.