Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 12
* Enginn veit hvaða áhrif það á eftir að hafa aðbörn eru að fjarlægjast rætur okkar vestrænumenningar … í heimi trúarinnar.
Sr. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum, á tru.is
Landið og miðin
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015
UM ALLT LAND
VESTFIRÐIR -VESTURLAND
Undir lok mánaðarins ver ar
sem sveitarstjórnir Reykh ggðar
og Strandabyggðar ræða u
eða samstarfsverkefni sve . Samhliða
kosningum til sveitarstjór var kannað
viðhorf fólks í Reykhólahr Dalabyggð
til sameiningar við önnur rfélög. Í
Reykhólahreppi var afar m munum en
ýmsar skoðanir komu fram um hvaða sveitarfélagi
eða sveitarfélögum
skyldi þá sameinast.
Talvserður meirihluti í
Dalabyggð var hlynntur
sameiningu við annað
eða önnur sveitarfélög.
Afstaða fólks í Strandabyg ar ekki könnuð en
sveitarstjórn er opin fyrir æðum um þessi mál.
TRÖLLASKAGI
Heimasíðan www.visittrollaskagi.is var á dögunum opnuð í Menningarhúsinu Tjarnarborg í
Ólafsfirði. Vefurinn er samstarfsverkefni Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar og Ferðatrölla sem
sv m, sem æ
ivistarmöguleika, nálægð
jávar.
BREIÐDALSVÍK
Lauslega hefur verið kannað hve endurbygging sundlaugarinnar á Breiðdals
kosta.Verkfræðistofan Efla á Egilsstöðum sá um það, einkum að fá samanburð á
kostnaði við nýjan dúk til að klæða laugina og vinnu við að ganga frá dúknum. Fyr
liggja kostnaðaráætlanir frá Seglagerðinni Ægi og Á. Óskarsson ehf. Unnið verður
áfram að málinu með það að markmiði að koma lauginni í gagnið fyrir sumarið.
STOKKSEYRI
Á skólabókasafninu á Stokkseyri geta nemendu
og töfralestri, lestrarátaki þar sem b
þyngdarstig sem kölluð eru gráð
ákveðinn fjölda bóka og sér bó
Viðurkenninga
REYKJANESBÆR
Um 30 manns mættu á fund sem Menningarráð Reykjanesbæjar
stóð fyrir með bæjarbúum á dögunum þar sem fundarefnið var
ks til hátíðarinnar kannaður oLjósanótt, hugur fól g kallað eftir
umræðu og hugmyndum um þróun hennar. Mikil jákvæðni í garð
naging hátíðarinLjósanætur var áberandi í umræðunum og samkomulag um að heildarbyg
héldi sér, þrátt fyrir minna fjármagn í ár en áður, vegna niðurskurðar hjá sveitarfélaginu.
Lífið er ævintýri. Maður veit aldrei hvað
gerist næst, segir Petar Ivancic. Það á sann-
arlega við um hann. Petar hefur búið á Ís-
landi í hartnær tvo áratugi og fest rætur á
Akureyri. Hann er öryrki en starfar ötullega
sem sjálfboðaliði fyrir Knattspyrnufélags Ak-
ureyrar og Akureyri – handboltafélag.
Petar og þáverandi eiginkona hans fluttust
til Íslands 1997. „Slobodan Milisic, mágur
minn, spilaði þá fótbolta með Leiftri á Ólafs-
firði og fann handa mér vinnu. Ástandið í
Serbíu var mjög erfitt fyrir ungt fólk eftir
stríðið; ég var með konu og ungt barn en
enga vinnu og því var enga peninga að hafa.
Það var því frábært að komast burt þótt það
væri vissulega erfitt að sumu leyti.“
Hann er fæddur og uppalinn nyrst í Serb-
íu, norður undir landamærunum að Ung-
verjalandi. Þar býr móðir hans og tvítugur
sonur Petars hjá henni. Varð eftir þegar for-
eldrarnir fóru til Íslands. Faðir Petars, sem
var prestur í Rétttrúnaðarkirkjunni, er lát-
inn. Petar lærði til prests en starfaði aldrei
sem slíkur.
Petar og kona hans bjuggu þrjú ár á
Ólafsfirði. „Þá vann ég í fiski hjá Sæunni
Axels en eftir að fyrirtækið fór á hausinn
fórum við heim, 2001, en komum aftur fljót-
lega. Þá fluttum við til Akureyrar og ég hef
ekki farið til Serbíu síðan.“
Hann á góðar minningar frá Ólafsfirði.
„Ég var 26 ára, hafði aldrei farið áður frá
Serbíu og við vissum ekkert um Ísland áður
en við komum. En fólkið tók ótrúlega vel á
móti okkur; Ólafsfirðingar eru yndislegir og
árin okkar þrjú þar í bæ eru ógleymanlegir
dagar. Þess vegna kalla ég mig Ólafsfirðing
sem er búsettur á Akureyri.“
Petar brá í brún fyrstu mánaðamótin eftir
að hann hóf störf á Ólafsfirði. „Ég fékk svo
mikið útborgað! Ég hafði aldrei séð svona
mikla peninga á ævinni.“
Upphaflega ætluðu hjónin að vera tvö til
þrjú ár á Íslandi, safna peningum og halda
að því búnu heim á leið á ný. „En konan mín
veiktist mjög alvarlega og ég vildi ekki fara
með hana aftur til Serbíu.“
Önnur viðbrigði eru Petar ekki síður ofar-
lega í huga en há launin. „Hér vaknaði mað-
ur í algjörri kyrrð. Við lágum stundum í
rúminu og hlustuðum saman á þögnina. Það
var dásamlegt, eins og að fara út að ganga í
Ólafsfirði í kyrrðinni eftir að hafa búið við
skothríð og sprengjugný daga og nætur.“
Petar starfaði um tíma hjá Norðlenska á
Akureyri við kjötskurð. Þar festist gælunafn-
ið Doktorinn við hann og þekktastur er hann
sem slíkur á Akureyri. Hvernig kom það til?
„Magnús Sigurólason spurði mig hvert hefði
verið draumastarfið mitt og ég svaraði í
gríni, kvensjúkdómalæknir. Doktor sagði
hann þá og það festist við mig!“
Petar hefur verið ellefu ár með annan fót-
inn í KA-heimilinu, jafnvel báða. „Ég byrjaði
á því að pumpa í bolta og sjá um vatnið en
nú sé ég um að þvo búningana og ýmislegt
fleira. Ég er með 2. flokki og meistaraflokki
hjá fótboltaliði KA á sumrin og með Akur-
eyri – handboltafélagi á veturna. Það er
mjög gaman, bæði hef ég ótrúlega gaman af
íþróttum og félagsskapurinn er yndislegur.
Svo er frábært að hafa eitthvað að gera.“
Petar var kallaður í serbneska herinn á
sínum tíma og eftir sex mánaða þjálfun
sendur á vígvöllinn. „Það var skelfilegt. Við
vorum allir skíthræddir og ég missti marga
vini mína. Stríðið var pólitískt en ef ég er
spurður til hvers það var get ég ekki svarað
því. Ég veit ekki fyrir hverju ég var að berj-
ast. Stríðið er löngu búið en það má aldrei
gleymast. Það má aldrei endurtaka þetta.“
EYJAFJÖRÐUR
Yndisleg þögn
eftir sprengjugný
Petar Ivancic vinnur mikið sem sjálfboðaliði fyrir fótboltalið KA og Akureyri – handboltafélag.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
PETAR IVANCIC LÆRÐI TIL PRESTS HEIMA Í SERBÍU ÞAR SEM FAÐIR
HANS ÞJÓNAÐI SEM SLÍKUR HJÁ RÉTTTRÚNAÐARKIRKJUNNI. VEGNA
BORGARASTRÍÐSINS YFIRGAF PETAR LANDIÐ ÁSAMT EIGINKONU SINNI.
„ÉG ER ÓLAFSFIRÐINGUR, BÚSETTUR Á AKUREYRI,“ SEGIR HANN.
„Þetta kom mér mjög á óvart. Mér finnst
alveg ótrúlegt hvað fólk er gott við mig,“
segir Petar Ivancic um söfnun sem KA-
menn stóðu fyrir og tilkynntu honum um
á þorrablóti félagsins á dögunum. Þeir af-
hentu Petar þar 420 þúsund krónur til
þess að hann kæmist heim til Serbíu í
haust. „Það hefur ekki verið vegna vand-
ræða með peninga að ég hef ekki komist
heim í mörg ár en eftir þessa söfnun ber
mér skylda til að fara. Ég fer eftir að fót-
boltatímabilinu lýkur í september og ætla
að gefa mér tvo mánuði með stráknum
mínum. Hann er tvítugur, var að klára
skóla og er efnilegur í fótbolta. Vonandi
get ég talið hann á að flytja til Íslands.“
„Ótrúlegt“