Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 17
* Hef ég einhvern tíma haft rangt fyrirmér? Sko, þegar það er virkilegamikilvægt? 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær? Menningarhúsinu Kringlunni, laugardag kl. 13.30- 15.30. Nánar: Spilavinir heimsækja menningarhúsið með fjölbreytt og skemmti- leg spil fyrir alla fjölskylduna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Spil fyrir alla fjölskylduna Scuttles, úr Litlu hafmeyjunni Jóhanna Christensen er stofnandi og eigandi fyrsta nettímaritsins á Ís- landi, Nude Magazine. Hún og eiginmaður hennar Martin Christensen eiga saman þrjú börn, Andreas Noah, Mathilda Maj og Benjamín Hugo og eru þau dugleg að ferðast saman, það er eitthvað sem allir fjölskyldu- meðlimir elska. Þátturinn sem allir geta horft á? Núna er danski X-Factor þátturinn heilög fjölskyldustund á föstudögum. Við horfum eignlega bara á danskt sjónvarp heima og finnum okkur yfirleitt einhvern þátt sem er vikulegur og búum til kósíkvöld í kringum hann. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Það er svo margt, hakk og spaghetti er svona aðalreddingarrétturinn sem öllum finnst góður en humarsúpa, nautakjöt eða sushi er vinsælast þegar við fáum okkur fínni mat. Reyndar er ég enginn sérstakur sælkeri og mér er nánast sama hvað ég borða svo framarlega sem ég fæ Pepsi Max-ið mitt. Martin heldur uppi matarstandardinum á heim- ilinu. Hann spáir mikið í mat. Skemmtilegast að gera saman? Að ferðast! Við elskum öll að ferðast hvort sem það eru strand- eða borgar- ferðir. Ég vinn mjög mikið, á öllum tímum sólahringsins og á oft erfitt með að leggja vinnuna til hliðar nema þeg- ar ég fer til útlanda. Það er ótrúlega dýrmætt að fá þennan tíma saman þar sem allir eru 100% til staðar, upplifa nýja hluti saman og búa til skemmtilegar minningar. Borðið þið morgunmat saman? Ekki nógu oft, oftast bara um helgar. Við erum B-manneskjur. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Okkur finnst gaman að byggja legó með krökkunum eða halda danspartí. Þegar við höldum dansparí þá ýtum við húsgögnunum í stofunni til hliðar, slökkvum ljósin, horfum á youtube-tónlistarmyndbönd í sjónvarpinu og hækkum vel í tækinu, afsakið nágrannar! EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Byggja saman legó og halda danspartí Jóhanna Christensen H ugmyndina að þýðingu bókanna fékk Karl þeg- ar hann var staddur í námi í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum. Bækurnar las hann iðulega með dætrum sínum og fannst boðskapurinn og jákvæð umfjöllun í bókunum til fyrir- myndar. „Ég reyndi að halda að þeim góðum barnabókum. Þær voru að læra nýtt tungumál og þurftu á því að halda að hafa gott efni við höndina. Þetta voru bækur sem þær tóku miklu ástfóstri við þannig að þær eignuðust þónokkuð mörg hefti af þessum bókum,“ seg- ir Karl. Sjálfur heillaðist hann mikið af hugmyndafræðinni í bók- unum. „Í hverri bók er alltaf eitt- hvað sem draga má lærdóm af og í hverri bók er eitthvað sem allar fjölskyldur lenda í fyrr eða síðar og þurfa að glíma við og leysa á jákvæðan hátt. Það lenda allir í ágreiningi í sambandið við ýmis- legt svo sem vandræði í skólanum, eða í sambandi við vini og heim- ilisstörf, eins og hver á að taka til inni í herberginu,“ segir Karl og hlær. „Bangsafjölskyldunni tekst alltaf einhvern veginn að leysa vandamálin á jákvæðan hátt og all- ir eru sáttir og þroskaðri fyrir vik- ið.“ Fjölskylda Karls hjálpast að við að koma bókunum út en foreldrar hans sjá um dreifingu, dóttir hans sér um prófarkalestur, tengdason- ur um uppsetningu og hönnun og annar tengdasonur um markaðs- mál, líkt og í einni stórri bjarna- fjölskyldu. Bókin hentug fyrir byrjendur Bækurnar eru skilgreindar sem byrjendabækur. Ætlaðar þeim sem eru aðeins komnir af stað við lest- ur. Við þýðingu segist Karl reyna að fylgja þeirri línu sem lögð er í frumtextann. „Bækurnar eru skrif- aðar af mjög miklum skilningi og af mikilli virðingu við börnin og fjölskyldur enda hafa þær hlotið öll barnabókaverðlaun sem amerískar bækur geta fengið. Þess vegna finnst mér ég þurfa að sýna upp- runalegum höfundum þá virðingu að fylgja algjörlega þeirri línu sem þeir leggja upp með í bókunum. Það er hárrétta leiðin.“ Fyrsta bókin um Bjarnastaða- bangsana kom út í Bandaríkjunum árið 1962 og hafa yfir 300 titlar verið gefnir út. Stan og Janice Be- renstain eru höfundar bókanna og í seinni tíð kom sonur þeirra Mike Berenstain að skrifum og útgáfu. Bækurnar eru afar vinsælar en um það bil 260 milljónir eintaka hafa verið seldar í gegnum tíðina á yfir 23 tungumálum og nú hefur ís- lenska bæst við. Karl hefur þýtt 16 bækur sem eru komnar í sölu í öll- um helstu bókabúðum og von er á átta bókum til viðbótar. „Ég hef tryggt mér útgáfurétt á 24 bókum, þegar þeim áfanga er náð ætla ég að sjá til með framhaldið.“ SKEMMTILEGAR OG GÓÐAR BARNABÆKUR Í ÞÝÐINGU KARLS ÁGÚSTS Eins og stór Bjarnastaðafjölskylda Karl Ágúst Úlfsson segir boðskapinn í bókunum til fyrirmyndar og fjalla þær um ýmislegt sem allar fjölskyldur lenda í fyrr eða síðar. Það sem Bjarnastaðabangsarnir eru snillingar í er að leysa málin á jákvæðan hátt. Morgunblaðið/Kristinn KARL ÁGÚST ÚLFSSON, LEIKARI OG RITHÖFUNDUR MEÐ MEIRU, HEFUR AÐ UNDANFÖRNU VERIÐ AÐ ÞÝÐA BRÁÐ- SKEMMTILEGAR BARNABÆKUR UM BJARNASTAÐABANGS- ANA. BÆKURNAR HAFA NOTIÐ GRÍÐARLEGRA VINSÆLDA Í BANDARÍKJUNUM FRÁ ÁRINU 1962 ÞEGAR FYRSTA BÓKIN KOM ÚT OG SÓPAÐ TIL SÍN ÝMSUM VERÐLAUNUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Karl hefur núþegar þýtt 16 bækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.