Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 43
Hvaða föt á að losa sig við? Gefðu föt sem þú hefur ekki notað meira en tvö ár. Einnig skaltu losa þig við of lítil eða of stór föt. Þannig losar þú um plássið í skápunum og hefur afsökun til þess að fjárfesta í nýrri flík. Sjúskaðar gallabuxur og ofnotuð „heima- föt“ þarf að losa sig við strax. Sokkabuxur með götum og stakir sokkar eiga heima í ruslinu. Fötin á sínum stað Geymdu fötin sem þú notar mest í augn- hæð, þau sem þú notar minna í neðri hirslum og þau sem þú notar afar sjaldan efst í skáp- um. Flokkaðu fötin eftir árstíðum. Það auð- veldar þér að skipta út vetrarfötum fyrir sumarföt í árstíðarskiptum. Epal 5.750 kr. Falleg herðatré. Fullkomin fyr- ir þá sem eru með fataslár. FATASKÁPURINN TEKINN Í GEGN Skápatiltekt Hólf auðvelda skipulagið Skipuleggðu skápa og skúffur með hólfum. Þannig þarf síður að fjárfesta í nýjum skáp en hirslurnar auðvelda skipulag á litlu hlut- unum, s.s. nærfötum, hlýrabolum og sokk- um. Passaðu upp á ullina Stórar peysur og kasmír er best að brjóta saman og geyma í skúffum. Þó svo að það sé best að hengja sem flest upp koma gjarnan herðatrjáaför í slíkan fatnað svo það er um að gera að spara plássið í skúffunum fyrir slíkt. Smáhlutir Geymdu skó í kössum. Þeir raðast betur og haldast fínir. Glær box eru fullkomin undir upprúllaða klúta, belti og aðra smáhluti. Gott er að hengja veski á króka á fataslá. ÞAÐ ER ALLTAF RÉTTI TÍMINN FYRIR SKÁPATILTEKT. HÉR GETUR AÐ LÍTA NOKKUR SKOTHELD RÁÐ TIL ÞESS AÐ KOMA REIÐU Á FATASKÁPINN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is IKEA 1.450 kr. Sniðugt box til þess að geyma smáhlutina í kommóðu- skúffunum. Hentar vel undir sokka, belti, nærföt og fleira. Amazon.co.uk 30.900 kr. Smart fataslá frá Hay. Tekk 6.200 kr. Plastkassar auðvelda skipulagið. Nagglalökkum er tilvalið að koma vel fyrir í litlum kössum í skúffunum. IKEA 2.750 kr. Plasthirsla fyrir skart eða snyrtivörur. 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.