Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 39
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Ég er ekki hræddur við tölvur. Éghræðist skort á þeim. Isaac Asimov Það er ekki víst að gamli góði sirkusinn fái að vera í friði með sína fíla og trúða framvegis því í Amsterdam er verið að undirbúa ótrúlega sirkussýningu þar sem drónar sýna listir sínar. Þessi fljúgandi vélmenni munu skiljanlega ekki dansa um á hefðbundnu sirkussviði heldur haga sér frekar eins og loftfimleikafólk – fljúga um himininn á stórum útileikvangi, nota ljós, hraða og alls kyns drónabrellur til að útbúa falleg mynstur og krúsídúllur, sýna áhættuatriði og sjónhverfingar og dansa við tónlist í stórum hópum heila kvöldstund sem ætluð er allri fjölskyldunni. Áætlað er að nokkur hundruð drónar muni taka þátt í sýningunni en sýningin er unnin í samstarfi við hinn konunglega flugher Hollands en föst dagsetning er ekki komin á viðburðinn. Yfirskrift þessa sirkuss er AIR 2015. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhverjum dettur í hug að halda slíkan drónasirkus þótt þeir í Hollandi virðist ætla að verða fyrstir til að koma því í fram- kvæmd. Disney hefur unnið að því að nýta sér dróna í stórum útisýningum sínum sem njóta mikilla vinsælda og í stað flugelda myndu drónar þá leika listir sínar og mynda sannkallaða eldsloga á himni. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Fyrsti dróna- sirkus í heimi Drónar eru nú í stífri þjálfun fyrir stærðarinnar sirkussýn- ingu síðar á árinu, þá fyrstu sinnar tegundar. AFP Snjallúrin eru í örri þróun og eitt af leiðandi fyrirtækjum í þeim gera er LG sem hefur nú svipt hulunni af nýrri gerð snjallúra sem er væntanleg á markað og verður kynnt nánar á heimssýningu farsímanna sem fram fer í Barcelona eftir nokkrar vikur. Úrin eru háklassa lúxusvara sem er jafnframt stíluð inn á hátískumarkaðinn, með afar fáguðu útliti og alls ólík því sportlega útliti sem snjallúrin hafa jafnan haft. Þannig er ólin úr háklassa leðri og erfitt að sjá í fljótu að úrið sé af snjalltækja- gerð. Úrið kallast LG Watch Urbane en forsvarsmenn fyr- irtækjanna segjast vilja koma úrunum út til breiðari hóps fólks en ekki aðeins til tækja- nördanna, samkvæmt frétt The Telegraph. Ný snjallúr frá Apple eru væntanleg á markað í apríl og þar af er ein gerðin úr 18 kar- ata gulli. Skiljanlega eru for- svarsmenn fyrirtækjanna nú að undirbúa verslanir til að vera í stakk búnar að passa vel upp á þessa dýrgripi með öruggum skápum þar sem þó er hægt að skoða úrin. NÝJASTA NÝTT Hátísku snjallúr LG Urban úrin eru svar fyrirtækisins við Apple lúxusúrunum sem væntanleg eru í apríl. Í kringum 1980 tók Póstur og sími upp nýja þjónustu sem gerði fólki kleift að hafa síma í bifreiðum sínum en þó þurftu notendur þessara síma í fyrstu að hringja í gegnum sér- stakra símstöð. Árið 1986 var tekin upp sjálfvirk farsímaþjónusta, svo- kallað NMT-450 kerfi en svokallaðir bílasímar eða farsímar frá danska fyrirtækinu Dancall nutu þá á þess- um árum mikilla vinsælda hérlendis og þá sérstaklega tegundin Dancall 7000 en Radíómiðlun fór að selja símann á sama tíma og nýja kerfið var tekið í notkun. Dancall-símarnir voru tímamóta- breyting fyrir samskiptamöguleika hérlendis en nú voru eigendur þeirra ekki lengur bundnir við að nota þá í bifreiðum heldur var síminn nú í handtösku sem í var lítil rafhlaða sem mátti hlaða aftur og aftur og auðvelt að bera töskuna. Nú var því hægt að tala í símann á hestbaki, á vélsleðanum og í sumar- bústaðnum svo eitthvað sé nefnt. Að vísu vó síminn í töskunni 6 kíló en það þótti engu að síður lúxus á þess- um tíma. Síminn gat munað 49 símanúmer og þá þótti tímamótakennt að menn gátu tengt símanúmer bílasímans við annan síma og þannig yfirgefið bílinn og svarað símtölum sem bár- ust í hann annars staðar. GAMLA GRÆJAN Þessi stórskorni farsími þótti það flottasta sem Íslend- ingar gátu átt um miðjan 9. áratuginn. 6 kílóa bílasíminn Konu- dagurinn er í dag iPhone 6 Verð frá:119.990.- iPadmini 3 Verð frá:82.990.- Smáralind Opið til kl. 18.00 í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.