Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 42
AFP
TÍSKUVIKAN Í NEW YORK
Vandaðar vetrarlínur
TÍSKUVIKAN Í NEW YORK KLÁRAÐIST Á FÖSTUDAGINN. ÞAR VORU LÍNUR TÍSKUHÚS-
ANNA FYRIR VETRUINN 2015/2016 SÝNDAR.
ÍSLENSKA VEÐURFARIÐ GERIR ÞAÐ AÐ VERKUM AÐ FLESTIR ÍBÚAR LANDSINS TENGJA
BETUR VIÐ VETRARLÍNUR TÍSKUHÚSANNA, SEM VORU HELDUR BETUR STÓRKOSTLEGAR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Svört lína frá Alexander Wang þennan
veturinn sem minnti helst á grunge-stílinn.
Flíkurnar voru einstaklega fallega sniðnar
með áhugaverðum smáatriðum sem
hresstu upp á línuna.
Stíliseringin var vel heppnuð og setti
punktinn yfir i-ið svo úr varð ómót-
stæðileg lína.
Ein besta lína Victoriu
Beckham til þessa. Línan var
mínímalísk og efnin ein-
staklega girnileg.
Viktoríu tókst að framkalla
bæði kynþokkafulla en klæði-
lega línu í senn. Hún notaðist
aðallega við hvítan, gráan og
svartan en inn á milli mátti sjá
appelsínurauðar flíkur.
Derek Lam
tileinkaði vetr-
arlínu sína
„kvenhetjum
New York-
borgar“, þeim
Diane Keaton,
Miu Farrow,
Dianne Wiest
og Katharine
Hepburn.
Sterkar konur,
fáguð snið og
heillandi samsetn-
ingar einkenndu lín-
una.
AFP
Michael
Kors, sem
notið hefur
gríðarlegra
vinsælda hér á
landi og erlend-
is, vann á
skemmtilegan
hátt með feld í
línu sinni eins og
svo oft áður.
Hönnuðurinn
notaðist aðallega
við náttúrulega
litatóna í þessari
vel heppnuðu vönd-
uðu vetrarlínu.
Proenza Schouler
sýndi listræna línu fyrir
næsta vetur. Línan var
fremur djörf, bæði í
efnavali og framsetn-
ingu, en hún var að
hluta innblásin af
verkum listamann-
anna Helen Frank-
enthaler og Rob-
erts Morris.
Hönnuðirnir Lazaro
Hernandez og Jack
McCollough léku sér
með textíl og form
og leyfðu henni að
verða til án þess
að vera með ákveðna hug-
mynd í kollinum um loka-
útkomuna.
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015
Tíska