Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 59
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Plantan á ganginum heitir bók eftir þær Elísabetu Rún og Elínu Eddu Þorsteins- dætur sem þær systur gáfu út sjálfar. Bókin segir frá Geirþrúði Flóru Jónsdóttur sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Hún er einræn og sækist ekki eftir samneyti við neinn nema blómin sín, en skrifast þó á við Ýri frænku sína sem er ferð og flugi um heiminn. Svo fer að Geirþrúður kynnist nágranna sínum og finnur þar félaga. Sagan birtist á vefnum frá 2012 til 2014 og hægt að skoða hana á síðunni thepl- antinthehallway.tumblr.com/ en þar er líka hægt að fræð- ast um tilurð bókarinnar. Plantan á ganginum er gefin út í 71 tölusettu ein- taki. Plantan á ganginum Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi hyggst gefa út að nýju skáldsöguna Skál- holt eftir Guðmund Kamban. Bókin verður gefin út í tveimur hlutum – í fyrri hlutanum, sem kemur út í sumar, er sagt frá Ragnheiði Brynjólfs- dóttur. Skálholt kom fyrst út í fjórum bindum á árunum 1930-1935 en hefur verið endurprentuð þrívegis, síðast árið 1982. Í bókinni rekur Guðmundur Kamban fjölskyldusögu Brynjólfs Sveinssonar (1605-1675) biskups í Skálholti og örlagasögu Ragnheiðar dóttur hans og Daða Halldórssonar sem hefur verið mönnum hugleikin frá því Torfhildur Hólm skrifaði fyrstu sögulega skáldsöguna um líf biskupsfjölskyldunnar 1882 og birtist nú síðast í óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson sem frumflutt var fyrir rétt tæpu ári – 1. mars 2014. Guðmundur Kamban varð fyrstur til að rannsaka frumheimildir og birti umfangsmikla greinargerð í Skírni 1929, áður en fyrsta bindið kom út. Skál- holt varð vinsælasta verk Guðmundar og kom út á dönsku, þýsku og ensku. Hún fékk misjafna dóma í Danmörku, en í umsögn um bókina í „Berlingske Tidende“ skrifar magister Henning Kehler ritdóm um fyrsta bindi Skálholts og lauk umsögninni svo: „Þess er óskandi að skáldsagan Ragnheiður Brynjólfsdóttir verði höfundinum til frama. Hann á það skilið, því að hann er meira skáld en flestir þeir, sem skrifa skáldsögur.“ Guðmundur Kamban skrifaði síðar samnefnt leikrit eftir bókinni. Þóra Einarsdóttir söng hlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í samnefndri óperu Gunnars Þórðarsonar. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson SKÁLHOLT GEFIN ÚT AÐ NÝJU Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, sem Ókeibæ gaf út á síðasta ári, er frekar teiknimyndasafn, en teikni- myndasaga, enda er hún ekki samhangandi saga þó að sumar teikningarnar í henni tengist saman í einskonar söguþráð, nánast eins og smásagnasveig- ur. Í bókinni er úrval af teikni- myndasögum úr smiðju Lóu frá síðustu árum sem sumar hafa birst í blöðum og tímaritum. Lóa hefur starfað sem teikn- ari undanfarin ár, en hún er líka söngkona í hljómsveitinni FM Belfast og myndlistarkona. Þess má geta að nú stendur sýning á verkum hennar í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi. Hún gaf út bókina Alhæft um þjóðir árið 2009 og teiknaði hluta teikni- myndaseríunnar Hulla. Lóaboratoríum Lóu Hlínar Fleiri íslenskar teiknimynda- sögur koma út ÍSLENSKAR MYNDASÖGUR HÉR TIL HLIÐAR ER SAGT FRÁ TVEIMUR MYNDASÖGUM SEM KOMU ÚT Á SÍÐASTA ÁRI, EN ÞAÐ KOMU FLEIRI ÍSLENSKAR MYNDASÖGUR Á ÁRINU OG GREINILEGT AÐ ÞAÐ ER GRÓSKA Á ÞVÍ SVIÐI. Djákninn á Myrká birtist sem teikni- myndasaga úr smiðju Söndru Rósar Björnsdóttur á síðasta ári. Teikni- myndasagan er trú upprunalegu þjóðsögunni, og gerist til að mynda á sama eða svipuðum tíma, þó að Sandra hafi lagað söguþráðinn eilít- ið til svo hann falli betur að form- inu. Djákninn á Myrká var gefinn út í gegnum Kickstarter-fjármögnun. Djákninn á Myrká Lífsþorsti eftir myndlistarmanninn og rit- höfundinn Kristján Jón Guðnason er átt- unda bók hans, en sjöunda teiknimyndasag- an. Áður hefur Kristján gefið út teikni- myndabækurnar Óhugnanleg pláneta, sem kom út 1993, Edensgarðinn, Afbökur, Vor- blús, Tenerífedaga og Átök á Júpíter. Bóka- útgáfan Óþurft gefur allar teiknimyndabæk- urnar út nema þá nýjustu, Lífsþorsta, sem Froskur útgáfa gefur út. Lífsþorsti er með þremur sögum með svart/hvítum teikningum og allar með kon- ur í aðalhlutverki. Í einni sögunni segir Kristján sögu úr fjölskyldu sinni, en allar fjalla sögurnar um lífsbaráttu daglegs lífs. Lífsþorsti Kristjáns Jóns Guðnasonar BÓKSALA 11.-17. FEBRÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AfturganganJo Nesbø 2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 3 Hreint mataræðiDr.Alejandro Junger 4 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 5 Heimsmetabók Skúla skelfisFrancesca Simon 6 Óvættaför 18Adam Blade 7 HafnfirðingabrandarinnBryndís Björgvinsdóttir 8 Þekkir þú Línu langsokk?Astrid Lindgren 9 Krúttlegt hekl fyrir litlar tásurVita Apala 10 NáðarstundHannah Kent Íslenskar kiljur 1 AfturganganJo Nesbø 2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 AlexPierre Lemaitre 5 Fimmtíu gráir skuggarE. L. James 6 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 7 Bonita AvenuePeter Buwalda 8 UnderR.J.Palacio 9 Fimmtíu dekkri skuggarE. L. James 10 Fimmtíu skuggar frelsisE. L. James
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.