Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 30
Matur og drykkir Croissant í uppskriftir *Eins og sjá má á næstu síðu er croissantskemmtilegt hráefni í uppskriftir en það er líkasniðugt að nota þar til gert croissantdeig semfæst frosið í mörgum verslunum í græn-metis- og kjúklingarétti. þannig geturverið gott að krydda kjúklingabringur,rúlla þeim inn í croissanthorn, strá mozarellaosti yfir og baka í eldföstu móti í ofni við 190°C í 40 mínútur. V ið fengum góðar vinkonur okkar heim, allar söngkonur sem eru mjög skemmtilegar og hafa gaman af því að borða góðan mat og njóta lífsins,“ segir ástríðukokkurinn Al- bert Eiríksson með meiru, en hann og hans maður, Bergþór Pálsson óperusöngvari, buðu heim í dýr- indis kvöldverð um síðustu helgi. „Það var frábær stemning alveg frá fyrstu mín- útu, jafnvel þó að vinkonur okkar hafi ekki allar þekkst innbyrðis fyrir boðið. Það fylgir oft fólki sem starfar í þessum geira að það er létt og frjálslegt.“ Albert ákvað að hafa matinn í hollari kantinum án allra öfga eins og hann segir sjálfur og hafði engar áhyggjur af sykri í eftirréttinum. Þannig voru grænmetisréttir á boðstólum og svo skemmtilega vildi til að söngkonurnar voru allar búnar að stór- auka grænmetisskammta sína síðustu misserin, án þess að vera endilega grænmetisætur. En það vissi Albert ekki. „Meðan maður hefur það í huga að borða hollt fæði alla jafna skiptir engu máli þótt maður borði tertur í afmæli gamallar frænku sinnar eða njóti þess að borða góða eftirrétti um helgar. Ég verð að segja að eftirréttirnir slógu í gegn, hann kom skemmtilega á óvart þessi sem í fyrstu hljómaði svolítið framandi, með croissant og marsipani, en ég myndi telja að sá réttur hentaði vel í klúbba þar sem hægt er að undirbúa hann með fyrirvara og geyma í ísskáp áður en hann er bakaður.“ Þá rann hrökkkexið ljúflega niður en í það notar Albert hratið sem kemur úr safapressunni, sniðug nýting á nokkru sem annars fer oftast til spillis. „Það er leiðinlegt að henda þessu því þetta er bara matur og við höfum prófað okkur áfram í að nýta þetta, líka í grænmetisrétti og grænmetisbuff. Svo þegar fólk er að prófa sig áfram með kexið þá er þetta bara æfing, að finna út hvað á að vera mikið af vökva því sumt hrat er blautara en annað. Albert hefur verið örlátur á sínar góðu uppskriftir og heldur meðal annars úti matarblogginu albert- eldar.com þar sem hann deilir með lesendum því sem hann er að prófa hverju sinni. En hvaða partíráð í bókinni á Albert fyrir góð matarboð? „Ráð númer eitt er að leggja sig áður en gestirnir koma, það er lykilatriði að vera vel úthvíldur og vel upplagður. Stundum þarf þá að brjóta upp matarboð á einhvern hátt. Það þekkja það allir að fólk hefur mis- munandi mikla þörf fyrir að láta ljós sitt skína og sumir tala út í eitt og halda að allt verði skemmtilegra þannig, sem er því miður misskilningur. En við höfum stundum haft leik í okkar boðum sem virkar þannig að fólk dregur miða og á honum er eitt skemmtilegt orð eða setning og viðkomandi á að koma því orði eða orð- um fyrir í samræðum sínum í boðinu að minnsta kosti þrisvar yfir kvöldið án þess að mikið beri á. Þetta býð- ur upp á að fólk er bæði að hlusta og einnig fær þetta alla til að tala því það þarf áræðni til að koma sínu fram, þetta dreifir kastljósinu. Í lok kvölds segir fólk frá því orði eða setningu sem það kom að.“ Þá segir Albert aldrei vita á gott að trúmál og stjórnmál séu aðalumræðuefni kvöldsins, slíkt geti verið viðkvæmt. „Ef við drögum þetta saman þá getum við sagt að vel undirbúið matarboð með skemmtilegu fólki getur varla misheppnast.“ segir Albert. Morgunblaðið/Eggert GLEÐI OG GAMAN Í SÖNGKONUBOÐI Best að leggja sig fyrir matarboð ÞEIR ERU Í FREMSTU RÖÐ GESTGJAFA, ÞEIR ALBERT EIRÍKSSON OG BERGÞÓR PÁLSSON, OG BUÐU HEIM NOKKRUM ÞJÓÐÞEKKTUM SÖNGKONUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Bergþór Pálsson raðar jarðarberjum ofan á eftirréttinn sem inniheldur meðal annars súkkulaði og silkitófú sem Albert Eiríksson segir hafa slegið í gegn. Gestgjafar kvöldsins ákváðu að bjóða heim til sín söngkonum sem þekktust ekki allar svo vel en frábær stemning myndaðist í hópnum. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.