Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing *Bandaríski sálfræðingurinn og rithöfundurinn Martin Seligman er almennt talinn vera faðir já-kvæðrar sálfræði. Þau fræði beina sjónum að hamingju og leggja áherslu á jákvætt hugarfar. Nei-kvæðar tilfinningar þrengja hugsun og takmarkamöguleika á að finna lausnir vandamála. Áhrif nei-kvæðra tilfinninga á líkama og sál eru sterk en það eru áhrif jákvæðra tilfinninga líka. Með æfingu er hægt að skapa fleiri jákvæðar tilfinningar. Jákvæðar tilfinningar hjálpa Rannsóknir hafa sýnt að jákvæð tengsl eru á milli sjálfsvinsemdar annars vegar og hamingju og bjartsýni hins vegar. Getty Images BÆTT ANDLEG LÍÐAN Stattu með þér SJÁLFSVINSEMD FELUR Í SÉR VELVILD Í EIGIN GARÐ. AÐ VERA SINN EIGIN VINUR VIRÐIST GETA AUKIÐ HAMINGJUNA OG DREGIÐ ÚR VANLÍÐAN. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR, HÖFUNDUR BÓKARINNAR HEILSAN EFLIR HAMINGJUNA, SEGIR VEL HÆGT AÐ ÆFA SIG Í AÐ VERA SINN EIGIN VINUR. Borghildur Sverrisdóttir leggur til að fólk æfi sig í að sýna sjálfu sér vinsemd og reynast sjálfu sér jafnvel og öðrum á erfiðum tímum. Morgunblaðið/Þórður Þ að er stundum sagt að það skipti ekki máli hvað okkur finnst um okkur sjálf, við höfum rétt fyrir okkur hver sem skoðun okkar er. Það sem við segjum um okkur sjálf og við okkur sjálf er það sem við trúum að við séum. Það er því mikilvægt að huga að viðhorfum til okkar sjálfra til að auka vel- líðan, huga að sjálfsvinsemdinni,“ segir Borghildur Sverrisdóttir, BA í sálfræði og höfundar bókarinnar Hamingjan eflir heilsuna. Hún hefur mikinn eldmóð til svo- kallaðrar jákvæðrar sálfræði og þess hvernig hún getur nýst í daglegu lífi. Borghildur hefur skoðað sérstaklega hug- takið sjálfsvinsemd, sem eflaust er mörg- um framandi. Sjálfsvinsemd felur meðal annars í sér hvernig við komum fram við okkur sjálf en að sögn Borghildar hafa rannsóknir á hugtakinu sýnt að aukin sjálfsvinsemd get- ur dregið úr einkennum geðrænna sjúk- dóma eins og vægum kvíða og þunglyndi og haft jákvæð áhrif á andlega eiginleika eins og hamingju, bjartsýni og áhuga. Snýst um velvild í eigin garð „Sjálfsvinsemd snýst um velvild í eigin garð eins og að sýna sjálfum sér þolin- mæði, hvatningu og skilning þegar maður gengur í gegnum mótlæti líkt og maður sýnir góðum vini. Það snýst líka um að leyfa sér að vera mannleg(ur) og minna sig á að neikvæðar tilfinningar eru hluti af okkur öllum. Sjálfsvinsemd er einnig að muna að hluti af því að ná árangri er að gera mis- tök, sætta sig við þau og halda áfram. Þá snýst sjálfsvinsemd líka um að vera eins mikið í núinu og hægt er, það er að segja að efla með sér opið og jákvætt hugar- ástand fyrir því sem maður upplifir hverju sinni, en sá sem hefur sterka sjálfs- vinsemd skoðar hugsanir og tilfinningar sínar án þess að dæma þær, bæla niður eða afneita. Aukin núvitund dregur líka úr því að við ofhugsum eða ofgreinum það sem við upplifum, sem getur valdið kvíða og depurð og leyfir okkar frekar að hugsa að hlutirnir eru það sem þeir eru og ekk- ert meira en það. Það dregur úr líkum á að við ályktum um ástandið án nægilegra staðreynda.“ Borghildur segir vel hægt að þróa með sér aukna sjálfsvinsemd með þjálfun. „Rannsóknir hafa sýnt að jákvæð tengsl eru á milli sjálfsvinsemdar annars vegar og hamingju og bjartsýni hins vegar. Þá sýndi hópþjálfun þunglyndra einstaklinga í sjálfsvinsemd, sem stóð yfir í tvær klukkustundir á viku í 12 vikur, að veru- lega dró úr þunglyndiseinkennum ein- staklinganna og marktækt dró úr sjálfs- skömm og ásökunum á tímabilinu. Það er því sannarlega tilefni til að þjálfa sig í sjálfsvinsemd og bæta þannig eigin líðan,“ segir Borghildur. Hér er stutt æfing í sjálfsvinsemd í þremur liðum úr bókinni Hamingjan eflir heilsuna. Svaraðu eftirfarandi spurningum með því að skrifa svörin hjá þér. 1) Ímyndaðu þér aðstæður þar sem einhver náinn þér upplifir mikla erfiðleika eða erfiðar breyt- ingar í lífi sínu sem t.d. má rekja til endurtekinna mistaka, sem hann hefur gert, eða missis sem hann upplifir og á erfitt með að vinna sig út úr. Hvernig myndir þú bregðast við slíkum aðstæðum og hvað myndir þú gera fyrir hann eða hana? Vertu hreinskilin(n) og skrifaðu niður það sem þú gerir venjulega í slíkum að- stæðum, hvað þú segir og hvernig þú segir það. Skrifaðu núna. 2) Næst er að skoða aðstæður þar sem þú upplifir mikla erfiðleika í lífi þínu sem t.d. má rekja til mistaka, sem þú hefur gert, eða missis sem þú upplifir og átt erfitt með að vinna þig út úr. Hvernig bregst þú við slíkum aðstæðum? Vertu hreinskilin(n) og skrifaðu niður það sem þú gerir venjulega í slíkum aðstæðum, hvað þú segir við sjálfan þig og hvernig þú segir það. Skrif- aðu núna. 3) Skoðaðu nú hvort munur er á þessum svörum. Ef svo er, af hverju heldurðu að það sé? Hvað heldurðu að verði til þess að þú komir öðruvísi fram við sjálfa(n) þig en ná- inn vin eða vinkonu? Skrifaðu nú niður hugleiðingar þínar um hvernig þú heldur að hlutirnir gætu breyst ef þú myndir bregðast á sambærilegan hátt við eigin erfiðleikum og þegar einhver ná- inn þér gengur í gegnum erfiðleika. ÆFING Í SJÁLFSVINSEMD Æfðu þig í að vera þinn eigin vinur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.