Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 59
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Plantan á ganginum heitir bók eftir þær Elísabetu Rún og Elínu Eddu Þorsteins- dætur sem þær systur gáfu út sjálfar. Bókin segir frá Geirþrúði Flóru Jónsdóttur sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Hún er einræn og sækist ekki eftir samneyti við neinn nema blómin sín, en skrifast þó á við Ýri frænku sína sem er ferð og flugi um heiminn. Svo fer að Geirþrúður kynnist nágranna sínum og finnur þar félaga. Sagan birtist á vefnum frá 2012 til 2014 og hægt að skoða hana á síðunni thepl- antinthehallway.tumblr.com/ en þar er líka hægt að fræð- ast um tilurð bókarinnar. Plantan á ganginum er gefin út í 71 tölusettu ein- taki. Plantan á ganginum Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi hyggst gefa út að nýju skáldsöguna Skál- holt eftir Guðmund Kamban. Bókin verður gefin út í tveimur hlutum – í fyrri hlutanum, sem kemur út í sumar, er sagt frá Ragnheiði Brynjólfs- dóttur. Skálholt kom fyrst út í fjórum bindum á árunum 1930-1935 en hefur verið endurprentuð þrívegis, síðast árið 1982. Í bókinni rekur Guðmundur Kamban fjölskyldusögu Brynjólfs Sveinssonar (1605-1675) biskups í Skálholti og örlagasögu Ragnheiðar dóttur hans og Daða Halldórssonar sem hefur verið mönnum hugleikin frá því Torfhildur Hólm skrifaði fyrstu sögulega skáldsöguna um líf biskupsfjölskyldunnar 1882 og birtist nú síðast í óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson sem frumflutt var fyrir rétt tæpu ári – 1. mars 2014. Guðmundur Kamban varð fyrstur til að rannsaka frumheimildir og birti umfangsmikla greinargerð í Skírni 1929, áður en fyrsta bindið kom út. Skál- holt varð vinsælasta verk Guðmundar og kom út á dönsku, þýsku og ensku. Hún fékk misjafna dóma í Danmörku, en í umsögn um bókina í „Berlingske Tidende“ skrifar magister Henning Kehler ritdóm um fyrsta bindi Skálholts og lauk umsögninni svo: „Þess er óskandi að skáldsagan Ragnheiður Brynjólfsdóttir verði höfundinum til frama. Hann á það skilið, því að hann er meira skáld en flestir þeir, sem skrifa skáldsögur.“ Guðmundur Kamban skrifaði síðar samnefnt leikrit eftir bókinni. Þóra Einarsdóttir söng hlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í samnefndri óperu Gunnars Þórðarsonar. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson SKÁLHOLT GEFIN ÚT AÐ NÝJU Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, sem Ókeibæ gaf út á síðasta ári, er frekar teiknimyndasafn, en teikni- myndasaga, enda er hún ekki samhangandi saga þó að sumar teikningarnar í henni tengist saman í einskonar söguþráð, nánast eins og smásagnasveig- ur. Í bókinni er úrval af teikni- myndasögum úr smiðju Lóu frá síðustu árum sem sumar hafa birst í blöðum og tímaritum. Lóa hefur starfað sem teikn- ari undanfarin ár, en hún er líka söngkona í hljómsveitinni FM Belfast og myndlistarkona. Þess má geta að nú stendur sýning á verkum hennar í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi. Hún gaf út bókina Alhæft um þjóðir árið 2009 og teiknaði hluta teikni- myndaseríunnar Hulla. Lóaboratoríum Lóu Hlínar Fleiri íslenskar teiknimynda- sögur koma út ÍSLENSKAR MYNDASÖGUR HÉR TIL HLIÐAR ER SAGT FRÁ TVEIMUR MYNDASÖGUM SEM KOMU ÚT Á SÍÐASTA ÁRI, EN ÞAÐ KOMU FLEIRI ÍSLENSKAR MYNDASÖGUR Á ÁRINU OG GREINILEGT AÐ ÞAÐ ER GRÓSKA Á ÞVÍ SVIÐI. Djákninn á Myrká birtist sem teikni- myndasaga úr smiðju Söndru Rósar Björnsdóttur á síðasta ári. Teikni- myndasagan er trú upprunalegu þjóðsögunni, og gerist til að mynda á sama eða svipuðum tíma, þó að Sandra hafi lagað söguþráðinn eilít- ið til svo hann falli betur að form- inu. Djákninn á Myrká var gefinn út í gegnum Kickstarter-fjármögnun. Djákninn á Myrká Lífsþorsti eftir myndlistarmanninn og rit- höfundinn Kristján Jón Guðnason er átt- unda bók hans, en sjöunda teiknimyndasag- an. Áður hefur Kristján gefið út teikni- myndabækurnar Óhugnanleg pláneta, sem kom út 1993, Edensgarðinn, Afbökur, Vor- blús, Tenerífedaga og Átök á Júpíter. Bóka- útgáfan Óþurft gefur allar teiknimyndabæk- urnar út nema þá nýjustu, Lífsþorsta, sem Froskur útgáfa gefur út. Lífsþorsti er með þremur sögum með svart/hvítum teikningum og allar með kon- ur í aðalhlutverki. Í einni sögunni segir Kristján sögu úr fjölskyldu sinni, en allar fjalla sögurnar um lífsbaráttu daglegs lífs. Lífsþorsti Kristjáns Jóns Guðnasonar BÓKSALA 11.-17. FEBRÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AfturganganJo Nesbø 2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 3 Hreint mataræðiDr.Alejandro Junger 4 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 5 Heimsmetabók Skúla skelfisFrancesca Simon 6 Óvættaför 18Adam Blade 7 HafnfirðingabrandarinnBryndís Björgvinsdóttir 8 Þekkir þú Línu langsokk?Astrid Lindgren 9 Krúttlegt hekl fyrir litlar tásurVita Apala 10 NáðarstundHannah Kent Íslenskar kiljur 1 AfturganganJo Nesbø 2 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 AlexPierre Lemaitre 5 Fimmtíu gráir skuggarE. L. James 6 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 7 Bonita AvenuePeter Buwalda 8 UnderR.J.Palacio 9 Fimmtíu dekkri skuggarE. L. James 10 Fimmtíu skuggar frelsisE. L. James

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.