Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 39
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Ég er ekki hræddur við tölvur. Éghræðist skort á þeim. Isaac Asimov Það er ekki víst að gamli góði sirkusinn fái að vera í friði með sína fíla og trúða framvegis því í Amsterdam er verið að undirbúa ótrúlega sirkussýningu þar sem drónar sýna listir sínar. Þessi fljúgandi vélmenni munu skiljanlega ekki dansa um á hefðbundnu sirkussviði heldur haga sér frekar eins og loftfimleikafólk – fljúga um himininn á stórum útileikvangi, nota ljós, hraða og alls kyns drónabrellur til að útbúa falleg mynstur og krúsídúllur, sýna áhættuatriði og sjónhverfingar og dansa við tónlist í stórum hópum heila kvöldstund sem ætluð er allri fjölskyldunni. Áætlað er að nokkur hundruð drónar muni taka þátt í sýningunni en sýningin er unnin í samstarfi við hinn konunglega flugher Hollands en föst dagsetning er ekki komin á viðburðinn. Yfirskrift þessa sirkuss er AIR 2015. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhverjum dettur í hug að halda slíkan drónasirkus þótt þeir í Hollandi virðist ætla að verða fyrstir til að koma því í fram- kvæmd. Disney hefur unnið að því að nýta sér dróna í stórum útisýningum sínum sem njóta mikilla vinsælda og í stað flugelda myndu drónar þá leika listir sínar og mynda sannkallaða eldsloga á himni. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Fyrsti dróna- sirkus í heimi Drónar eru nú í stífri þjálfun fyrir stærðarinnar sirkussýn- ingu síðar á árinu, þá fyrstu sinnar tegundar. AFP Snjallúrin eru í örri þróun og eitt af leiðandi fyrirtækjum í þeim gera er LG sem hefur nú svipt hulunni af nýrri gerð snjallúra sem er væntanleg á markað og verður kynnt nánar á heimssýningu farsímanna sem fram fer í Barcelona eftir nokkrar vikur. Úrin eru háklassa lúxusvara sem er jafnframt stíluð inn á hátískumarkaðinn, með afar fáguðu útliti og alls ólík því sportlega útliti sem snjallúrin hafa jafnan haft. Þannig er ólin úr háklassa leðri og erfitt að sjá í fljótu að úrið sé af snjalltækja- gerð. Úrið kallast LG Watch Urbane en forsvarsmenn fyr- irtækjanna segjast vilja koma úrunum út til breiðari hóps fólks en ekki aðeins til tækja- nördanna, samkvæmt frétt The Telegraph. Ný snjallúr frá Apple eru væntanleg á markað í apríl og þar af er ein gerðin úr 18 kar- ata gulli. Skiljanlega eru for- svarsmenn fyrirtækjanna nú að undirbúa verslanir til að vera í stakk búnar að passa vel upp á þessa dýrgripi með öruggum skápum þar sem þó er hægt að skoða úrin. NÝJASTA NÝTT Hátísku snjallúr LG Urban úrin eru svar fyrirtækisins við Apple lúxusúrunum sem væntanleg eru í apríl. Í kringum 1980 tók Póstur og sími upp nýja þjónustu sem gerði fólki kleift að hafa síma í bifreiðum sínum en þó þurftu notendur þessara síma í fyrstu að hringja í gegnum sér- stakra símstöð. Árið 1986 var tekin upp sjálfvirk farsímaþjónusta, svo- kallað NMT-450 kerfi en svokallaðir bílasímar eða farsímar frá danska fyrirtækinu Dancall nutu þá á þess- um árum mikilla vinsælda hérlendis og þá sérstaklega tegundin Dancall 7000 en Radíómiðlun fór að selja símann á sama tíma og nýja kerfið var tekið í notkun. Dancall-símarnir voru tímamóta- breyting fyrir samskiptamöguleika hérlendis en nú voru eigendur þeirra ekki lengur bundnir við að nota þá í bifreiðum heldur var síminn nú í handtösku sem í var lítil rafhlaða sem mátti hlaða aftur og aftur og auðvelt að bera töskuna. Nú var því hægt að tala í símann á hestbaki, á vélsleðanum og í sumar- bústaðnum svo eitthvað sé nefnt. Að vísu vó síminn í töskunni 6 kíló en það þótti engu að síður lúxus á þess- um tíma. Síminn gat munað 49 símanúmer og þá þótti tímamótakennt að menn gátu tengt símanúmer bílasímans við annan síma og þannig yfirgefið bílinn og svarað símtölum sem bár- ust í hann annars staðar. GAMLA GRÆJAN Þessi stórskorni farsími þótti það flottasta sem Íslend- ingar gátu átt um miðjan 9. áratuginn. 6 kílóa bílasíminn Konu- dagurinn er í dag iPhone 6 Verð frá:119.990.- iPadmini 3 Verð frá:82.990.- Smáralind Opið til kl. 18.00 í dag

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.