Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Ferðalög og flakk Hér má sjá elsta hluta The Belfry en byggingin er sér- staklega heillandi á ein- staklega enskan hátt. Hótelið The Belfry í nágrenni Birmingham hefur upp á margt að bjóða fyrir golfara en hjá hót- elinu eru þrír golfvellir, Brabazon, PGA National og The Derby. Þeir eru mjög mismunandi og hæfa golfurum af ólíkri getu. Brabazon-völlurinn er hannaður af Peter Alliss og Dave Thomp- son og hefur Ryder-bikarinn ver- ið haldinn þar fjórum sinnum, oftar en á nokkrum öðrum stað. Þar hafa frægir kylfingar á borð við Seve Ballesteros, Tiger Wo- ods og Nick Faldo komist í hann krappan. Þeir sem hafa ekki áhuga á að spila golf geta heimsótt spa hót- elsins. Þar er hægt að fara í nudd eða ýmsar snyrtimeðferðir eða slaka á í gufu eða laug. Hótelið er líka vinsælt fyrir veislur af ýmsu tagi og The Belfry er líka samkomustaður fótbolta- kappanna á svæðinu en við hlið hótelsins er næturklúbburinn Bel Air þar sem hægt er að dansa af sér skóna. Annar kostur er að tveir góðir veitingastaðir eru á hótelinu. Sam’s Club House er í afslapp- aðari kantinum en þar er hægt að fá djúpsteiktan fisk og fransk- ar og eldbakaðar flatbökur sem skolað er niður með heiðarlegum bjór. Ryder Grill er fínni staður, sem meðal annars býður upp á mat úr héraði og úrval vína. Hótelið sjálft er nýlega uppgert og samanstendur af eldri og nýrri byggingum. Hótelið dreifist um stórt svæði því ekki er byggt upp á við og tengjast nýju bygging- arnar vel þeim eldri. Brabazon-barinn er glæsilegur og býður upp á gott úrval drykkja. Fagurt umhverfi á átjándu holu. Nýjasta viðbótin við hótelið er spa þar sem hægt er að fara í ýmsar gufur, lauga sig eða fara í nudd og fleiri meðferðir. Fjórum sinnum heimavöllur Ryder-bikarins GOLF

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.