Morgunblaðið - 11.03.2015, Qupperneq 11
Leikur Málþing grunn- og leikskólakennara í Hafnarfirði var býsna vel sótt en um níu hundruð manns mættu.
og vísar til sláandi upplýsinga sem
fram koma í Hvítbók Illuga Gunn-
laugssonar.
„Þar kemur fram að þrjátíu pró-
sent drengja í tíunda bekk grunn-
skóla geta ekki lesið sér til gagns og
ánægju. Það sem hefur líka verið al-
varlegt og talmeinafræðingur grunn-
skóla talar um er að hún hefur fundið
krakka í fjórða bekk sem geta ekki
lesið og hreinlega kunna það ekki.
Það er mjög mikið áhyggjuefni,“ seg-
ir hún.
Byrjað í leikskólanum
Vissulega er vandinn nokkur og
einskorðast ekki við einstök sveitar-
félög heldur menntakerfi landsins í
heild, enda Hvítbókin ekki gefin út að
ástæðulausu. „Þetta á ekki bara við
um lestur heldur læsi almennt. Börn
geta ekki leyst stærðfræðidæmi ef
þau geta ekki lesið textann sem á við
um verkefnið sem á að leysa,“ segir
Jenný.
Í Hafnarfirði hafa því verið gerð-
ar áætlanir um skimanir á börnum og
snemmtæka íhlutun í leikskóla. „Við
ætlum að ná í þessa krakka þegar þeir
eru pínulitlir, eða allt niður í tveggja
og hálfs árs,“ segir Jenný og bætir því
við að Ingvar Sigurgeirsson, prófess-
or í kennslufræði við mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands, hafi ný-
lega gengið til liðs við þau í
Hafnarfirði. „Hann ætlar meðal ann-
ars að ræða við alla skólastjóra og
leikskólastjóra í Hafnarfirði. Stýri-
hópurinn hefur unnið mikla undirbún-
ingsvinnu og munum við halda okkar
striki með aðstoð Ingvars.“
Rík áhersla verður lögð á dag-
legan lestur, yndislestur og allt sem
lestur snertir. Lesið verður í auknum
mæli fyrir yngstu börnin í leikskól-
unum og hljóðkerfisvitund þeirra efld.
„Þá er unnið með bókstafi og hljóð alla
daga með börnum frá fjögurra ára
aldri og áhersla lögð á heimalestur, að
foreldrar lesi fyrir börnin heima. Í
leikskólum verða bækur aðgengilegar
alla daga fyrir börn þannig að þau geti
skoðað og hlustað á hljóðbækur. Þeim
er kennt að umgangast bækur og að
bókasafnið sé nýtt sem mest,“ segir
Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þró-
unarfulltrúi leikskóla Hafnarfjarðar.
Eftirfylgni kennara felst meðal
annars í því að leggja próf fyrir börnin
og það er gert í samstarfi við heilsu-
gæsluna, þegar börnin koma þangað
í tveggja og hálfs árs skoðun og fjög-
urra ára skoðun.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Sagnakaffi er ný viðburðaröð í
Gerðubergi í Breiðholti þar sem
reynt verður að víkka út ramma
hefðbundinnar sagnamennsku.
Sagðar verða sögur í tali, tónum,
takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýms-
um geirum þjóðfélagsins verður
fengið til leiks, svo sem tónlistar-
fólk, leikarar, uppistandarar, ljóð-
skáld og rapparar svo fátt eitt sé
nefnt.
Í kvöld kl. 20 ætlar Svavar Knút-
ur söngvaskáld að stíga á pall á
sagnakvöldinu, en hann hefur unnið
sér sess meðal fremstu söngvara
og lagahöfunda Íslands. Með ein-
faldleikann að vopni hefur hann
náð að skapa sér sérstöðu jafnt
fyrir frumsamin lög sín og túlkun á
sígildum íslenskum sönglögum.
Svavar Knútur er þekktur fyrir að
blanda saman húmor og alvarlegum
málefnum, að draga áhorfendur
sína gegnum hláturrokur og tára-
dali, með kærleikann og gleðina
sem endastöð.
Gestir kvöldsins fá einnig að
stíga á svið og spreyta sig undir
stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu
sem hefur staðið fyrir námskeiðum
í sagnamennsku hjá Borg-
arbókasafninu. Sagnakaffið fer
fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og
geta gestir fengið sér kaffi og með
því meðan á dagskrá stendur.
Sagnakaffi – Sögur af hafinu bláa
Morgunblaðið/Kristinn
Söngvaskáld Hjá Svavari Knúti eru
kærleikurinn og gleðin við völd.
Svavar Knútur spjallar og spilar
og gestir fá líka að spreyta sig
Birta Fróðadóttir arkitekt opnar sýn-
ingu á myndaseríunni KÁTT SKINN í
verzlun Farmers Market á Hólmaslóð
úti á Granda í Reykjavík kl. 18 í dag.
KÁTT SKINN samanstendur af
teikningum sem hún vann fyrir ljóða-
bókina Kátt skinn (og gloría) eftir
Sigurbjörgu Þrastardóttur. Teikning-
arnar eiga uppruna sinn í arkitektón-
ískum heimi þar sem línur korta og
byggingarteikninga hafa tekið stökk-
breytingum og umturnast í lífkerfi af
öðrum heimi. Sigurbjörg lýsir teiking-
unum á eftirfarandi hátt:
Á hvítum fleti lifna taugaverur og/
eða töfrastaðir, eftir því hvernig litið
er á teikningarnar, en þær eru ein-
mitt unnar til jafns undir áhrifum
hefðbundinna borgarkorta og organ-
ískra anatómíuteikninga. Myndirnar
opnast á óvæntan hátt við endurtek-
inn lestur – rétt eins og ljóð – þar
sem tangi verður hreindýr verður
höfn verður gönguleið og læri.
Birta Fróðadóttir sýnir myndaseríuna KÁTT SKINN
Tangi verður hreindýr verður
höfn verður gönguleið og læriPISA-rannsóknin er al-þjóðleg og tekur til hæfni og
getu 15 ára nemenda í
lestri, stærðfræði, nátt-
úrufræði og lausnum á
þrautum. Rannsóknin er á
vegum OECD og stendur fyr-
ir Programme for Int-
ernational Student Assess-
ment. Hér á landi heldur
Námsmatsstofnun utan um
framkvæmd rannsóknar-
innar. Um langtímarannsókn
er að ræða og eins og fram
kemur á vef Námsmats-
stofnunar hefur hún staðið
frá árinu 1998. Sérfræðingar
í lestri, stærðfræði og nátt-
úrufræði eru á meðal þeirra
sem að undirbúningi og
framkvæmd koma. Næsta
PISA-próf verður lagt fyrir
nemendur í þessum mánuði.
Árangur
mældur
PISA-RANNSÓKNIN
Alþjóðleg fjármálalæsisvika hófst sl.
mánudag og í tengslum við hana
verður pop-up-ráðstefna í Háskól-
anum í Reykjavík í hádeginu í dag.
Erindin eru stutt og hnitmiðuð og
gefst áhorfendum tækifæri til að
spyrja fyrirlesara um efnið að flutn-
ingi loknum. Erindin fjalla m.a um
hvort lottó sé góð fjárfesting, hvað
beri að gera í greiðsluvanda, um fjár-
málavit, um fjármálalæsi og háskóla-
menntun, um unga fjárfesta, um
tækni og fjármál, um virði peninga,
verðlag og verðtryggingu, fjárfest-
ingu í fræðslu og um gagnsæi mark-
aðarins.
Rúsínan í pylsuendanum er erindi
Bjarna Benediktssonar fjármála-
ráðherra um fjármálalæsi.
Ráðstefnan hefst klukkan 12:00 og
stendur til 13:30. Samtímis verður
henni streymt á RÚV.is.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar á www.fml.is, á
fésbókarsíðunni fjarmalavika og á er-
lendu síðunni: www.globalmoney-
week.org.
Alþjóðlega fjármálalæsisvikan
Pop-up-ráðstefna í hádeginu
með stuttum erindum
Morgunblaðið/Kristinn
Bjarni Benediktsson Hann ætlar að vera með erindi um fjármálalæsi í dag.
Lesa má meira um skóla
Hafnarfjarðar á vefnum
www.hafnarfjordur.is.
Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499
Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006
Nýjar vörur
Hlýr og notalegur
ullarfatnaður
á öll börn
á góðu
verði
www.ullarkistan.is