Morgunblaðið - 11.03.2015, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
✝ Albert JúlíusKristinsson raf-
virkjameistari fædd-
ist í Hafnarfirði 4.
júní 1926. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
28. febrúar 2015.
Foreldrar hans
voru þau Kristinn
Jóel Magnússon
málarameistari, f.
25.2. 1893, d. 28.12.
1981, og María Albertsdóttir, f.
9.11. 1893, d. 29.5. 1979. Systkini
Alberts eru Magnús Sigursteinn,
f. 18.2. 1917, d. 14.3. 1991, Bertha
Helga, f. 29.2. 1920, d. 23.3. 1997,
Kristjana Ósk, f. 3.6. 1921, d. 30.4.
2011, Gísli Sigurður Bergvin, f.
27.8. 1922, d. 4.9. 2005, Sig-
urbjörn Óskar, f. 5.3. 1924, d.
24.12. 2011, og Þórdís, f. 23.10.
1930.
Albert kvæntist 4. desember
1948 Guðbjörgu Elsu Krist-
insdóttur frá Haukadal í Dýra-
firði, f. 23.6. 1927. Foreldrar
hennar voru Jón Kristinn Elías-
son, f. 1.10. 1894, d. 9.8. 1945, og
Daðína Matthildur Guðjónsdóttir
frá Arnarnúpi í Dýrafirði, f.
30.12. 1903, d. 9.3. 1999. Synir Al-
berts og Elsu eru þrír, þeir eru: 1)
Kristinn Jón, f. 23.1. 1948, maki
Sigríður Ágústsdóttir, f. 7.2. 1949.
arfirði 1943 og lauk sveinsprófi
hjá Gissuri Pálssyni og Rafmagni
hf. 1948. Hann vann á Keflavík-
urflugvelli við viðhald flugbraut-
arljósa frá 1949 til 1952 þar til
hann hóf störf við rafmagnseftirlit
hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. Hjá
Rafveitunni starfaði Albert svo
sem verkstjóri og síðar sem deild-
arstjóri veitukerfis, allt til starfs-
loka 1996. Albert var í skátafélag-
inu Hraunbúum á sínum
unglingsárum og gegndi þar síðar
margvíslegum störfum auk þess
sem hann var félagsforingi þess
um nokkurra ára skeið. Hann var
sæmdur æðstu viðurkenningu
Hraunbúa og var sæmdur Þórs-
hamrinum frá Bandalagi íslenskra
skáta. Hann starfaði einnig með
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og
St. Georgsgildinu um áratuga-
skeið og gegndi þar fjölmörgum
störfum. Albert varð félagi í Rót-
arýklúbbi Hafnarfjarðar 1964 og
var virkur allt fram á síðasta dag.
Hann gegndi þar margvíslegum
störfum, sat í stjórn og var forseti
1972-1973. Hann var sæmdur Paul
Harris-merki Rótarýhreyfing-
arinnar 1989 og Paul Harris-
merki með safír síðar. Albert gekk
í Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
1952 og var fyrst kjörinn í vara-
stjórn þess félags 1955. Hann var
formaður þess frá 1975 til 1983.
Hann var kjörinn í stjórn BSRB
1976 og sat þar til 1988, þar af var
hann fyrsti varaformaður árin
1982-1988.
Útför Alberts verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 11. mars 2015, og hefst kl. 15.
Dóttir þeirra er Ið-
unn Elsa Krist-
insdóttir, f. 28.10.
1976, maki Sverrir
Örvar Sverrisson,
þau eiga tvö börn. 2)
Magnús Páll, f. 3.5.
1953, maki Halla
Björg Baldursdóttir,
f. 29.9. 1953. Börn
þeirra eru Baldur
Páll, f. 16.4. 1981,
maki Deanna Lane,
þau eiga eitt barn, María Björg, f.
24.11. 1988, sambýlismaður
Sverre Valtýr Helgason, og Ragn-
ar Ingi, f. 14.3. 1992. 3) Sverrir
Mar, f. 23.1. 1958, maki Hólm-
fríður Magnúsdóttir, f. 4.2. 1955.
Þau skildu. Börn þeirra eru
Magnús Þór, f. 4.8. 1978, hann á
eitt barn, Ari, f. 3.9. 1982, maki
Erla Helgadóttir, þau eiga þrjú
börn, Eva, f. 6.1. 1987, Elsa, f. 2.4.
1988, Albert, f. 9.1. 1992, og Erna,
f. 12.11. 1993. Sambýliskona
Sverris er Gréta Garðarsdóttir, f.
31.10. 1962.
Albert ólst upp á Urðarstíg 3 í
Hafnarfirði. Eftir fermingu fór
hann í sveit að Skáldabúðum í
Gnúpverjahreppi og var þar í eitt
og hálft ár en var lánaður þaðan
sem vetrarmaður að Minni-
Mástungu í sama hreppi. Hann
hóf nám við Iðnskólann í Hafn-
Elsku Alli, nú skilur leiðir um
sinn. Okkar samfylgd hefur verið
löng, tæplega 44 ár eru síðan ég
kom fyrst á Sléttahraunið þar
sem mér var strax tekið sem einni
af fjölskyldunni. Ég þurfti að vísu
að læra ýmislegt, ég fæddist til
dæmis ekki með Sléttahraunshú-
morinn sem þú kenndir sonum
þínum og barnabörnin hafa erft
líka. En ég lærði og mikið afskap-
lega var oft gaman við eldhús-
borðið á Sléttahrauninu. Mér leið
líka strax eins og prinsessu á
Sléttahrauninu enda kallaðirðu
mig ævinlega stelpuna þína og
það gerðirðu allt fram á það síð-
asta.
Allan þennan tíma hefurðu ver-
ið baklandið okkar Magnúsar.
Rafmagnsmál, þú varst strax
kominn með góð ráð, þekkingu og
handverk. Málningarvinna, þú
varst mættur og auðvitað gerð-
irðu það betur en við öll. Hellu-
lögn í Helsingborg, þangað komst
þú, aðstoðaðir og kenndir okkur
almennilegt verklag. Þú gerðir
allt vel Alli og alla tíð hef ég dáðst
að því í þínu fari og reynt að læra
af. Bílskúrinn þinn var óaðfinnan-
legur, verst að það erfðist ekki
eins og Sléttahraunshúmorinn
(tala nú bara um miðsoninn
reyndar), bíllinn var alltaf tand-
urhreinn (ég vildi geta sagt það
sama um minn bíl). En þú varst
ekki bara bakland í framkvæmd-
um, þú varst stoð og stytta okkar
Magnúsar alla tíð, kletturinn sem
alltaf var hægt að leita til. Þú
varst fyrirmyndin og stuðningur-
inn og kenndir okkur að hafa já-
kvæðina að leiðarljósi. Aldrei
nokkurn tíma heyrði ég þig tala
illa um nokkurn mann.
Ég vil sérstaklega minnast
framlags þíns til sumarbústaðar
foreldra minna. Þegar faðir minn
gat ekki lengur sinnt viðhaldi
lagðir þú fram krafta þína til við-
halds bústaðarins. Ekki nóg með
það, heldur skarst þú út í tré skilti
með heiti bústaðarins. Það prýðir
húsið núna og ég mun alltaf hugsa
til þín þegar ég horfi á það.
Þetta er bara lítið brot af öllu
því sem þú hefur lagt inn í líf mitt.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast þér og eiga með þér ára-
langa samfylgd. Ég sakna þín,
heimurinn er fátækari án þín.
Þín tengdadóttir,
Halla Björg.
Hann var fallegur maður hann
Albert Kristinsson, yst sem innst.
Hann hafði sérstakt lag á því að
láta manni finnast maður vera
sérstakur, alltaf umvefjandi. Okk-
ar samleið hefur varað í rúma
fjóra áratugi og voru fyrstu al-
mennilegu kynnin þegar þau Elsa
heimsóttu okkur Kristin, elsta
soninn af þremur, til Cambridge
þar sem við stunduðum nám á
okkar fyrstu hjúskaparárum. Við
gátum boðið þeim að búa hjá okk-
ur í litlu íbúðinni og man ég hvað
gaman var að ganga um alla borg-
ina, sýna þeim gömlu fallegu
byggingarnar, sigla eftir ánni,
þræða pöbbana og upplifa lífið á
erlendri grundu og borða fram-
andi mat.
Alli var ekki mikill matmaður,
þurfti bara sinn mat til að lifa og
var mikil regla þar á og máltíð-
irnar var best að borða á
ákveðnum tíma og yfirleitt fékk
hann sér eingöngu einu sinni á
diskinn. „Hann Alli borðar nú allt-
af allt hjá ykkur“ var tengda-
mamma vön að segja og var það
örugglega oft sem honum fannst
maturinn of mikið kryddaður eða
of framandi en þetta var satt hjá
tengdamömmu, hann borðaði allt
hjá okkur og meira að segja sumt
grænmeti sem hann lét aldrei inn
fyrir sínar varir heima hjá sér.
Honum þótti hrossakjöt hins veg-
ar ákaflega gott og bauð til veislu
ýmsum hópum vina og afkomenda
á miðvikudagskvöldum þegar
Elsa var fjarri en hún er Vestfirð-
ingur og þeir ekki þekktir fyrir að
borða hrossakjöt. Þetta voru
helstu afrek Alla í matargerð.
Hann var hins vegar mikill sæl-
keri og elskaði súkkulaði og góðar
kökur og alltaf fékk hann eftir-
miðdagskaffi. Nú í haust fór hann
að tala um að hann væri hættur að
borða með augunum, beltið væri
farið að þrengja að, hann ætlaði
að leggja aðeins af. Því miður var
ástæðan trúlega krabbameinið
sem var að taka sitt pláss og
seinna kom í ljós að ekkert varð
við ráðið.
Það er margt sem ber að þakka
fyrir þegar maður lætur hugann
reika aftur í tímann, alltaf var
tengdapabbi kletturinn og sá sem
maður gat stólað á. Hann var úr-
ræðagóður, mikill verkmaður og
ákaflega vandvirkur. Hann hafði
mikla þörf fyrir að hafa hlutina í
röð og reglu, hafa skipulag. Alltaf
var hann að gera eitthvað, fara í
gegnum gamlar myndir, flokka
verkfærin sín og bækurnar sínar
og auðvitað að lesa þær og áður
fyrr að lagfæra það sem þurfti í
húsinu eða í garðinum. Ekki má
gleyma bílnum sem alltaf var óað-
finnanlega hreinn og strokinn.
Fyrir utan það sem áður er talið
var hann mikill sáttasemjari og
var gjarnan kosinn til forystu.
Fyrst og fremst var tengdafað-
ir minn góður maður og vil ég
gera hans síðustu orð að mínum
og segi því, takk fyrir allt.
Sigríður Ágústsdóttir.
Elsku afi Alli, nú þegar þú hef-
ur kvatt þennan heim leiðist hug-
ur minn að ljúfum æskuminning-
um og hve gaman það var alltaf að
koma í heimsókn til ykkar ömmu.
Þú kenndir mér ýmislegt, t.d. að
tálga í við á öruggan máta, og gott
ef þú veittir mér ekki fyrstu
kennslustund í akstri. Allavega
situr hér á skrifborði mínu mynd
af fimm ára gutta í bílstjórasæti
afabíls með afahúfu á kollinum, og
af einbeitingarsvipnum að ráða
mætti vel halda að um alvöruakst-
ur hefði verið að ræða.
Þó að við hittumst minna á
seinni árum er ég afar þakklátur
fyrir þær stundir sem við áttum
saman. Þú varst góður maður,
gjafmildur og alltaf stutt í brosið.
Þín verður saknað. Hvíl í friði.
Baldur Páll.
Elskulegur afi minn er látinn.
Hann var ávallt viðbúinn og tilbú-
inn að hjálpa. Þá var nú aldeilis
gott að eiga miða í happdrættinu
hans afa, því miði var möguleiki.
Ef brjóta þurfti ísinn eða skipta
um umræðuefni bauðst hann til að
syngja fyrir viðstadda. Ef það
sprakk á bílnum kom hann og
hjálpaði við dekkjaskipti, ef bíll-
inn varð bensínlaus kom hann
með brúsa. Ef mála þurfti íbúð,
laga þurfti rafmagn, hvað sem
var, þá var afi kominn.
Þegar pabbi og mamma fluttu
norður og ég að heiman og áður
en ég eignaðist þvottavél kom
hann stundum og sótti mig, ég
fékk þá að borða hjá ömmu og afa,
þvo þvottinn minn og þurrka og
fékk svo far heim aftur. Svo eign-
aðist ég þvottavél og heimsókn-
unum fækkaði.
Eftir að ég flutti aftur heim í
Fjörðinn, með mína eigin litlu
fjölskyldu, vorum við aðeins stein-
snar frá ömmu og afa. Á veturna
sést á milli húsanna, á sumrin ná
trén rétt svo að loka á útsýnið.
Heimsóknunum fjölgaði aftur og
við kíktum oft til ömmu og afa eft-
ir leikskóla. Hann var yndislegur
langafi og börnin mín hafa svo
sannarlega notið þess. Hann var
óþreytandi að grípa þau í fangið
þegar þau hlupu enda íbúðarinnar
á milli og ók þeim um í skrifborðs-
stólnum eftir pöntun.
Afi var mikil barnagæla og átti
nokkur óbrigðul brögð uppi í erm-
inni. Bíbb á nefið var afar vinsælt
hjá yngstu kynslóðinni og klapp
klapp framhjá ekki síður. Afi
hafði mjög gott lag á okkur barna-
börnunum. Það var yfirleitt nóg
fyrir hann að vagga vísifingri, en
ef flaut fylgdi með héldum við
okkur svo sannarlega á mottunni.
Afi minn var brosmildur, glað-
lyndur og hlýr. Faðmlag hans var
þétt og umvefjandi.
Elsku afi minn. Ég sakna þess
að fá ekki að faðma þig að mér,
heyra þig hvísla í eyrað mitt, sjá
fallega brosið þitt. Eins og ég lof-
aði þér á spítalanum munum við
passa ömmu vel.
Iðunn Elsa.
Alli bauð mig formlega velkom-
inn í fjölskylduna í áttræðisaf-
mælinu sínu. Hann tók mér mjög
vel og sýndi einatt áhuga á því
sem ég var að bardúsa í leik og
starfi. Við ræddum meðal annars
um vegaframkvæmdir, færð og
staðhætti víða um land.
Alli var brosmildur, glettinn og
góður langafi. Hann hafði gaman
af að gleðja yngstu kynslóðina og
gaukaði oft að þeim góðgæti sem
gladdi litla munna og maga.
Brynhildur Daðína og Hákon
Þorri eiga eftir að sakna langafa
en minnast margra ánægjulegra
samverustunda. Þau vita að hann
er nú í kaffi hjá ömmu Döddu uppi
á himnum með öllum hinum engl-
unum.
Sverrir Örvar.
Það er erfitt að kveðja þig
elsku afi minn. Eftir sitja margar
yndislegar minningar um sam-
verustundir okkar, bæði við leik
og störf. Þú varst alltaf boðinn og
búinn að hjálpa og leiðbeina og
alltaf var stutt í brosið og grínið.
Takk fyrir að vera alltaf til staðar
og fyrir að styðja mig í öllu sem
mér datt í hug. Takk fyrir brand-
arana og gleðina sem var alltaf í
kringum þig. Ég lærði mikið af
þér og vona að ég hafi náð að til-
einka mér eitthvað af þolinmæð-
inni, samviskuseminni og vand-
virkninni sem var þér svo
mikilvæg.
Sverre sendir þér sínar bestu
þakkir fyrir ánægjuleg kynni og
góðar stundir. Það tekur okkur
svo sárt að þú fáir ekki að kynnast
ófæddu barni okkar en við vitum
hversu spenntur þú varst fyrir
komu þess. Það missir af miklu að
fá ekki að kynnast þér, en við
verðum dugleg að segja því sögur
af langafa sínum.
Elsku afi, ég veit að þér líður
vel þar sem þú ert og þú fylgist
með okkur hinum. Við sjáumst
aftur síðar. Hvíl í friði.
María Björg.
Nú kveð ég senn afa minn, Al-
bert Kristinsson, sem hefur verið
ein helsta fyrirmyndin í lífi mínu.
Það tekur alltaf á að kveðja náinn
ástvin en það er huggun harmi
gegn að geta horft yfir farinn veg
afa og allt það sem eftir stendur.
Fyrst og fremst standa eftir fal-
legar minningar – í mínu tilviki
minningar um traustan og góðan
afa sem alltaf hafði tíma fyrir
„Ara kall“.
Ein af mínum fyrstu minning-
um um afa er þegar við vorum að
endurbyggja Tjarnarbraut 15. Ég
var 4-5 ára og þvældist fyrir afa
og pabba í framkvæmdunum. En
alltaf var hægt að finna verk sem
hentaði mér. Ég dáist að þolin-
mæði afa, þar sem ég spurði um
gjörsamlega allt og ég er viss um
að ég hafi nær alltaf fengið grein-
argott svar. Enda var ég með raf-
lagningarvörur á hreinu á þessum
tíma, vissi hvað allt hét og hvaða
tilgangi það þjónaði.
Albert Júlíus
Kristinsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR,
Stella,
Lautasmára 1, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
föstudaginn 27. febrúar. Jarðsungið verður frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 13. mars kl. 15.
.
Björn Gunnlaugsson, Regína W. Gunnarsdóttir,
Stefán Bjarni Gunnlaugsson, Ólöf Jónsdóttir,
Guðmundur Gunnlaugsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
VILBORG EIRÍKSDÓTTIR
frá Fíflholts-Vesturhjáleigu í
Vestur-Landeyjum,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
26. febrúar, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn
14. mars kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Neistann styrktarsjóð;
nr. 0101 26 4995, kt. 490695 2309.
.
Eiríkur Sigurjónsson, Hrefna Kristinsdóttir,
Erna Sigurjónsdóttir, Karl Bergsson,
Kolbrún Sigurjónsdóttir, Karl Grétar Olgeirsson,
Sigurhanna Sigurjónsdóttir, Alberto Borges Moreno,
Einar Sigurjónsson, Vigdís Bjarnadóttir,
Óli Sigurjónsson, Sigríður Þórarinsdóttir,
Sigmundur Sigurjónsson, Ragnheiður E. Sverrisdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær unnusti, sonur, bróðir, mágur og
frændi,
MAGNÚS KRISTJÁN MAGNÚSSON,
sem lést af slysförum í Noregi 24. febrúar,
verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju
laugardaginn 14. mars kl. 13.
.
Marlen Lillevik,
Magnús Magnússon, Björg Ólafsdóttir,
Inger Oddfríður Traustadóttir, Magnús Þór Þórisson,
Steinunn I. Magnúsdóttir, Páll Vignir Þorbergsson,
Þorvarður Trausti Magnússon, Sigurlaug Kjartansdóttir,
Eyjólfur Magnússon, Auður M. Ármannsdóttir,
Andrea Magnúsdóttir, Stefán Teitsson,
Sigurlaug Magnúsdóttir,
uppeldis- og frændsystkini.
Bróðir okkar,
KNÚTUR JÓNSSON
frá Herríðarhóli,
Melgerði 4,
Kópavogi,
lést 4. mars á Hjallatúni í Vík
í Mýrdal.
Útför hans fer fram frá Kálfholtskirkju laugardaginn
14. mars kl. 14.
.
Systkini hins látna.
Okkar ástkæri
GUNNAR VIÐARSSON,
Gunnar Rednek,
Dísaborgum 4,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn
8. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 13. mars kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH),
rallýkrossdeild, reikn. 515-26-22030, kt. 611002-2030.
.
Dagbjört Fjóla Hafsteinsdóttir og fjölskylda,
Viðar Finnsson og fjölskylda,
Valdís Finnsdóttir og fjölskylda.